Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 4

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 4
4 Í samræmi við samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál, hefur verið ákveðið að breyta réttindakerfi sjóðsins frá og með 1. júlí 2005. Tekin verður upp svokölluð aldurstengd ávinnsla réttinda. Það þýðir í stuttu máli að sá tími sem sjóðurinn hefur til að ávaxta iðgjöld hefur bein áhrif á þau lífeyrisréttindi sem iðgjöldin skapa. Hingað til hafa iðgjöld skapað jöfn réttindi, óháð því hvenær starfsævinnar þau hafa verið greidd. Aldurstengt kerfi er því meira í samræmi við þá hugsun að menn skuli uppskera eins og menn sá. Hins vegar er rík áhersla lögð á að hrófla í engu við áunnum réttindum sjóðfélaga og tryggja farsæla aðlögun þeirra að breyttu kerfi. Svipaðar tillögur liggja fyrir hjá þorra lífeyris- sjóða í landinu og er með þessu verið að mæta þeim auknu skuldbindingum sem skapast af hækkandi lífaldri fólks sem og aukinni örorkutíðni. Könnunarviðræður um sameiningu lífeyrissjóða Stjórn sjóðsins er í viðræðum við Lífeyrissjóði Suðurnesja og Suðurlands þar sem kanna á kosti þess að sameina sjóðina þrjá. Megintilgangur sameiningar sjóða er að ná frekari hagræðingu í rekstri og auka áhættudreifingu og þar með getu til að standa við lífeyrisskuldbindingar. Starfsumhverfi lífeyrissjóða á Íslandi hefur á síðustu árum breyst gífurlega með auknum kröfum um fagleg vinnubrögð og þjónustu. Stærri sjóður hefur meiri burði til að mæta þessum kröfum. Einnig er líklegt að breiðari grunnur sjóðfélaga dragi úr tryggingafræðilegri áhættu sjóða. Þannig er ljóst að sjóður með staðbundinn sjóðfélagagrunn er útsettari fyrir áföllum á svæði sínu. Fjölgun sjóðfélaga og meiri dreifing, bæði landfræðilega og starfsgreinalega, dregur úr þessari áhættu. Nýtt réttindakerfi tekið upp hjá Lífeyrissjóði Vesturlands Ráðgjöf um fjármál heimilanna Fyrsta námskeið félagsins um fjár- mál heimilanna var haldið í vetur, en aðsókn var fremur dræm. Fjár- málanámskeið auglýsa sig þó yfirleitt sjálf því þeir sem sótt hafa námskeiðin gefa þeim góð meðmæli. Nú er unnið að samningsgerð milli Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands, Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness um sameiginlega ráðgjafar- þjónustu fyrir skjólstæðinga þeirra. Atvinnuleitendur á starfssvæði Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands, félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og aðrir íbúar Akraness sem eiga í greiðsluerfiðleikum geta þá fengið að- stoð við að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál sín og leita leiða til lausnar. Ráðgjöfin verður auglýst nánar þegar samningar liggja fyrir. Aukin menntun leiðir til hækkunar launa og betri möguleika á vinnumarkaði og sífellt fleiri nota sér styrki til endur- menntunnar. Á skrifstofu félagsins liggja frammi bæklingar sem athyglisvert er að skoða fyrir þá sem hafa hug á að bæta við þekkingu sína. Landsmennt er bækl- ingur um námsstyrki Samtaka at- vinnulífsins og samtaka verkafólks á landsbyggðinni og úthlutunarreglur má einnig skoða á vefsíðunni www. landsmennt.is. Sjómennt er að sama skapi bæklingur með upplýsingum um reglur Samtaka atvinnulífsins, LÍÚ og sjómannasambandsins og efni hans má einnig skoða á vefsíðu www.sjomennt.is Menntafélagið er skóli véltækni og siglinga og námskeiðabæklingur skólans, sem starfræktur er í Sjómannaskólanum, liggur frammi á skrifstofu VLFA. Hægt að velja um margvíslegar leiðir, s.s. tölvu- námskeið, kennslu á sérhæfðar vélar, málmsuðu, ratsjárnám og margt fleira. Slóðin á vef Menntafélagsins er www. mennta.is Námskeið við allra hæfi Símenntunarstöð Vesturlands býður upp á mjög fjölbreytilega kosti í menntun og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem hafa ákveðnar óskir um námskeið ættu endilega að hafa samband við Símenntunarstöðina því oft er hægt að fá leiðbeinendur til námskeiðahalds eftir pöntun ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á að skoða þá endurmenntun sem í boði er geta leitað til skrifstofu VLFA að Sunnubraut 13. Námskeiðahald liggur að mestu niðri yfir sumarið, en það er gott að nota tímann til að velja nám við hæfi. Fjölbreytt endurmenntun í boði Félagsmenn í VLFA eiga rétt á endurgreiðslu sem nemur allt að 75% af námskostnaði - að hámarki 35.000 krónum Fjöldi bæklinga um símenntun liggur frammi á skrifstofu félagsins. Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vesturlands.

x

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness
https://timarit.is/publication/1854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.