Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 1

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 1
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness sem var haldinn 27. apríl s.l. samþykkti tillögu stjórnar sjúkrasjóðs um að hækka sjúkradagpeninga um 23%. Þar með eru greiðslur orðnar með þeim bestu sem gerast innan starfsgreinasambandsins eða 3.333 krónur á dag. Hin góða afkoma sjúkrasjóðsins hefur leitt til þessara hækk- ana. Aðalfundurinn samþykkti einnig að hækka greiðslu vegna krabbameinsrann- sókna úr kr. 1.500 í kr. 2.500, en sú upphæð fer langt með að standa að fullu undir kostnaði. Þessi hækkun markar tímamót í afkomu og öryggi félagsmanna VLFA. Hækkun sjúkradagpeninga markar tímamót Skemmtiferð eldri félaga í sumar Í sumar verður eldri félögum í Verka- lýðsfélagi Akraness boðið til dagsferð- ar eins og verið hefur undanfarin ár. Skemmtiferðir félagsins hafa verið mjög vinsælar og í fyrra var metfjöldi í ferðinni, tvær fullar rútur af glöðum ferðalöngum sem skemmtu sér vel. Ferðin í sumar verður farin seinni part ágúst og tekur lungann úr deginum, en ekki hefur verið endanlega ákveðið hvert skuli haldið að þessu sinni. Eldri félagar eru hvattir til að hafa samband við félagið hafi þeir ákveðnar óskir um áfangastað, allar ábendingar eru vel þegnar. Horft yfir Breiðina úr gamla vitanum á Suðurflös. Ljósmynd: K.K. Rúmlega 30 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði á matvörukörfu samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á Akranesi sem framkvæmd var af starfsmönnum Verka- lýðsfélags Akraness miðvikudaginn 25. maí síðast liðinn. Dýrust var karfan í Samkaupum - Strax, kr. 4.770 en ódýrust í Nettó, kr. 3.661. Í körfunni er tekið dæmi af innkaupum á hefðbundnum vörum til heimilisins, s.s. mjólkurvörum, kjötvörum, kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Sem dæmi má nefna að allt að 100% munur var á verði á 300 gr. öskju af Smjörva en hún kostaði 93 kr. í Nettó en 185 krónur í Samkaupum- Strax. Þrjár verslanir tóku þátt í könnuninni á Akranesi, Nettó, Samkaup-Strax og Skagaver. Verslun Einars Ólafssonar neit- aði þátttöku. Könnunin var gerð um land allt og má sjá niðurstöður fyrir landið í heild á heimasíðu ASÍ www.asi.is. Á heimasíðu VLFA www.vlfa.is er að finna niðurstöðu könnunarinnar á Akranesi. Tekið skal fram að hér er einungis um beinan verðsamanburð að ræða og ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Stjórn Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að halda uppi reglulegu eftirliti á verðlagi matvæla og þjónustu á Akranesi enda er um mikilvæga hagsmunagæslu fyrir félagsmenn að ræða. 30% munur á vörukörfunni Dýrust var karfan í Samkaupum-Strax, kr. 4.770 en ódýrust í Nettó kr. 3.661 Júní 2005

x

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness
https://timarit.is/publication/1854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.