Muninn - 01.08.2018, Síða 97
»Ýmislegt hefur á daga mína drifið, það er víst. Ég vinn sem smiður, ég
hef unnið við fiskvinnsiu, garðyrkju og innflutning
a bílum. Ég vann sem barþjónn, náði mér í
iandvarðaréttindi, ég hef unnið sem trúbador/
undirleikari, ég hef leikið í nokkrum leiksýningum,
ég fór í ferðalag um Suður Amerfku, ég hef flakkað
þvers og kruss um ísland. Ég hef grátið og hlegið,
syrgt og glaðst, grætt og tapað og allt þar á milli”.
-Bjarni Karlsson, Inspector Scholae 2013-2014
„Þegar ég var formaður voru allir mjög sammála um að ég
væri einhvernveginn aðalmaðurinn og almennt með þetta.
Mér fannst það líka. Daginn sem ég kláraði MA var þetta altt
svo klárt að ég stökk beint og keypti mér íbúð með fulit af
herbergjum og stærðarinnar fjöiskyldubíl. Þetta var bara komið.
Svo tók það bara örstuttan tíma að sjá að ég hafði mjög rangt
fyrir mér. Ég var einhleypur menntaskólastúdent í alltof stórri
íbúð á fjölskyldubíl. Þá ákvað ég að gerast viðskiptafræðingur,
hætti í vinnunni og byrjaði að vinna fyrir sjáifan mig. í dag kem
ég að rekstri nokkurra fyrirtækja og er alitaf með augun opin
fyrir fleiri tækifærum”.
-Valgeir Andri Ríkharðsson, inspector Scholae 2014-2015
„Síðan ég útskrifaðist hef ég unnið við allt miLLi himins og
jarðar, t.d. sem þjónn, í smíðavinnu, við gróðursetningu,
Löndun, fiskvinnsLu og hjá ÖLgerðinni. í dag Legg ég stund
á söngnám í klassískum söng við SöngskóLann í Reykjavík,
vinn sem stuðningsfuLLtrúi í Háteigsskóla ásamt því að vera
aðstoðarleikstjóri Herranætur, LeikféLags Menntaskólans
í Reykjavík. Ég er einnig gjaldkeri Röskvu, samtaka
féLagshyggjufóLks við HáskóLa IsLands”.
-Fjölnir Brynjarsson, Inspector Scholae 2015-2016
„Ég fór tiL SöLden í Austurríki veturinn eftir útskrift að vinna á
veitingastað. Vann í sumar hjá Air lceLand Connect og bý núna í
Danmörku þar sem ég stunda nám við Háskólann í Árósum í GLobaL
Management and Manufacturing”.
-Björn Krfstinn Jónsson, Inspector Scholae 2016-2017
„Ég er á fyrsta ári í Rafmagns- og töLvuverkfræði við Háskóla Islands og
stefni á að kLára þriggja ára B.Sc. námið hér á landi og fara svo möguLega
eitthvert út í framhaLdsnám. Er einnig aðstoðarþjálfari Morfís-Liðs MA í
ár, sem hefur meðal annars þann kost í för með sér að ég hef afsökun tiL
að tjilla í kompunni aðeins lengur”.
-Ingvar Þóroddsson, Inspector Scholae 2017-2018
95