Muninn - 01.08.2018, Síða 107
Umsókninni skilaði ég klukkan 23:57, síðasta skiladaginn. Þó ég mæli ekki með þessu
stressi, þá verða bestu hugmyndirnar oft til án þess að hugsa of mikið. Það á svo
sannarlega við um skiptinámið mitt í Costa Rica.
Á meðan MA-ingar voru að frjósa og
drukkna í lærdómi síðasta vetur, bjó ég í
hálft ár hinum megin á hnettinum að njóta
lífsins í einu besta og fallegasta landi í
heimi. Þá meina ég geggjaðir regnskógar
og enn þá fallegri strendur, allt öðruvísi
menning, ®
góður matur
og bestu
ávextirnir,
vinalegasta og
krúttlegasta
fólk sem ég hef
kynnst, spænsk
tónlist og
einfalt, ódýrt
og stresslaust
líf.
Ég hef elskað Costa Rica síðan að ég fór
þangað fyrir 4 árum. Að kunna spænsku
var líka alltaf draumur. Það kom því ekkert
annað til greina en að velja Costa Rica.
Auðvitað hefði ég viljað vera lengur, en
Skiptinámið er það besta sem ég hef
Ég á samt aldrei
framar eftir að
kvarta yfir að
ekkert sé til að
borðal
þetta passaði bara
svo vel. Ég er enn
þá með gamla
bekknum mínum
3.X en útskrifast
samt einu ári á eftir. arum
Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama,
eins cliché og það hljómar, þá var þetta
algjörlega þess virði!
„Ég hef elskað
Costa Rica
síðan að ég fór
þangað fyrir 4
gert, en líka eitt
það erfiðasta. Að
mörgu leiti hefði
ég getað verið
heppnari með
fjölskyldu. Það
voru allskonar vandamál hjá þeim en sem
betur fer lenti ég ekki í neinu svakalega
alvarlegu. Ég á samt aldrei framar eftir
að kvarta yfir að ekkert sé til að borða!
Ég bjó í hálfgerðu hreysi og deildi
hurðalausu herbergi með báðum systrum
mínum, villikisu og
kakkalökkum.
Björtu hliðarnar
voru að fjölskyldan
mín leyfði mér að
ferðast mjög mikið
á eigin vegum. Það
stóð líka mest upp
úr, öll ferðalögin og
vinirnir sem gerðu
skiptinámið mitt svo miklu betra og
skemmtilegra. Ég eignaðist mínar bestu
minningar og efst á listanum er klárlega
ferðin til Panama, sólsetrin á ströndinni og
143m teygjustökk yfir regnskóginn.
Trúið mér, það var miklu erfiðara að
fara heim en að fara að heiman. Ég
sakna Costa Rica oft fáránlega mikið,
jafnvel einföldustu hluta eins og skólans,
sólarinnar og hversdagslífsins sem gat
verið ansi skrautlegt og öðruvísi.
Pura Vida!
Rakel Reynisdóttir
105