Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 4
rr Guðjón Baldvinsson Huldufólk Agætu lesendur. Nú er Jónsmessan afstaðin fyrir nokkru síðan, og sjálfsagt margir orðnir nokkuð heilsubetri eftir að hafa velt sér upp úr dögg þeirrar nætur, en sú trú hefur loðað við hana að hún sé einstaklega heilnæm. Og þessi þjóðsaga er býsna lífsseig, því alltaf heyrir maður unga sem aldna, og ekki síður þá ungu, minnast á þetta þegar að Jónsmessunni kemur, að nú sé ráð að fara út og velta sér upp úr dögginni. Hins vegar verður að segjast að lítið fer fyrir sögum af lækningum þessarar meðferðar, og bendir það nokkuð til þess að ekki sé um veruleg kraftaverk að ræða. Ekki minnist ég þess í fljótu bragði að hafa séð eða heyrt af hverju Jónsmessu-döggin á að vera svona heilnæm, og þá umftam döggina daginn áður eða eftir. Kannski tengist það eitthvað því að þessi dagur mun vera nefndur eftir Jóhannesi skírara, þó ekki hafi hann hlotið nafhið Jóhannesar-messa, sem kannski hefði legið beinast við. En ffæðimenn segja að Jón og Jóhannes séu tvö afbrigði sama nafhs í íslensku, og þá hefiir kannski bara þótt þægilegra í munni að kalla daginn Jónsmessu. En Jónsmessan er sem sagt fæðingarhátíð Jóhannesar skírara, sem samkvæmt gömlum ritum, mun hafa fæðst sex mánuðum á undan Jesú. Sagt er að Jónsmessan hafi upphaflega átt að tengjast lengsta degi ársins, eða sólhvörfunum, en einhver mglingur hjá Rómarkirkjunni um tilfærslur á stjamffæðilegum staðreyndum miðað við eldri dagatöl, urðu til þess að svo varð ekki, líkt og raunin er með jólin, sem líklega hafa átt að tengjast stysta degi ársins. En þessi helga tenging hefur svo að öllum líkindum orðið til þess í tímans rás að nóttin og döggin hafa fengið á sig helgiblæ, eða orðið hálfgerð kraftaverkaeining. Og maigt fleira virðist öðlast aukið dularmagn á þessari nótt, svo sem steinar, grös og fleira. Gott ef draumar manna áttu ekki líka að hafa dýpri merkingu á þessari nótt. Og satt er það, seiðmögnuð getur náttúran sannarlega verið um Jónsmessuleytið og fegurð íslenskrar vomætur getur verið óviðjafnanleg. Og margar huldar vættir koma líka við sögu í kringum þennan dulmagnaða tíma, og verður mörgum gjamt að hugsa til álfa og huldufólks þá. Huldufólkið á ríka sögu í íslenskri alþýðumenningu og ýmsir, sem vom og em, sannfærðir um að sá þjóðflokkur sé til og nokkurs konar innri birting þjóðarinnar. Reyndar ekki bara þeirrar íslensku því huldufólk er til um alla jarðarkringluna í ýmsum myndum. Nýlega las ég ffásögn konu, sem á æskuárum sínum þurfti að flytjast á nokkuð afskekktan stað nærri skóglendi, vegna þunglyndissjúkdóms móðurinnar, sem með því vildi forðast að þurfa að vera of mikið innan um mannfjölda þéttari byggðar. I dag mundi hún líklega hafa verið greind með fæðingarþunglyndi, en þetta kom yfír hana eftir fæðingu yngra bamsins í fjölskyldunni og lagaðist síðar, sem varð til þess að Ijölskyldan fluttist aftur í þéttbýlla hérað. En þama var ekki um marga leikfélaga að ræða, reyndar enga, og var stúlkunni uppálagt að fara ekki langt ffá húsinu eða kofanum, sem þau bjuggu í, og alls ekki langt inn í skóginn. I skóganjóðri skammt ffá var stór steinn og var það helsta yndi hennar að sitja uppi á honum og hlusta á fiiglana syngja og vindinn rísla í laufi stórra tijánna. Þá, skyndilega, tók að birtast í kringum hana á steininum, „litla fólkið“ sem hún nefhir svo, sem var um það bil 25 sentímetrar á hæð, og þakið svörtu hári ffá hvirfli til ilja. Skoppaði það til og ffá um steininn um leið og það starði á hana kolsvörtum augum. Síðan hurfu þau inn í runnana aftur jaftiskjótt og þau höfðu birst. Og svona gekk þetta í nokkra daga. Eitt sinn sá hún eina veruna halda á agnarlitlu bami, og gerði hún tilraun til þess að hafa tök á því, en viðkomandi þrýsti því þá enn fastar að sér og hópurinn hvarf aftur snarlega inn í tijálundinn. Þegar hún sagði móður sinni ffá þessu fyrst þá gerði hún lítið með það og sagðist bara vera ánægð með að hún heföi einhvem til að leika sér við. En þegar stúlkan fór svo að ítreka þetta nokkrum dögum síðar þá brást móðirin hin versta við og bannaði henni alfarið að tala um þessa ímundun sína eða segja ffá henni. Stúlkan óttaðist að faðir hennar ffétti af þessu og yrði reiður við, af þeirri ástæðu að hún heföi æst upp móður sína með þessu, og hætti hún því að fara út að steininum og sannfærði sjálfa sig um að þetta heföi verið einber ímyndun hennar. En svo gerist það, mörgum árum seinna, reyndar á síðasta ári, þegar hún var orðin fullorðin, að hún las frásögn manns í allt öðm landi, af nákvæmlega eins smáfólki og hún haföi séð í æsku sinni og nefndi það meira segja sama heiti og hún haföi gert með sjálfri sér, án þess að hún heföi hugmynd um hvaðan henni heföi komið sú vitneskja, því aldrei sagði þetta litla álfafólk, sem það að líkindum hefiir verið, nokkurt orð. Vakti þetta upp hjá henni trú á því að líklega heföi þetta ekki verið bara ímyndun hennar, þar sem sama fýrirbæri væri að sjást enn vítt og breitt um heiminn. Og á hennar aldri og jafn afskekkt og þau bjuggu á þessum tíma, þá kvað hún það útilokað að hún heföi heyrt um þetta litla fólk annar staðar eða lesið um það. Já, það er margt skrýtið í henni veröld, og nokkuð áreiðanlegt að maigt er þar til fleira en við þekkjum, getum greint eða ímyndað okkur. Og það er staðreynd að mannfólkið er ekki eina lífið sem hrærist í tilverunni, nánast allt í kringum okkur er lífi þrungið, gróðurinn og dýrin stór og smá. í öllu þessu býr einhver lífsandi, sem hlýtur að taka á sig margslungnar birtingarmyndir, víddir og svið. Og það, að óskylt fólk, víðsfjarri ffá hvert öðru, hér og þar á jarðarkringlunni, er að uppgötva nánast sömu fyrirbrigði í þessum efhum, á sínum heimaslóðum, styður, að mínu áliti, allnokkuð við þann möguleika. Það verður tæplega bara kallað einhver Jónsmessudraumur. 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.