Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 11

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 11
Áður þurftum við að vera með flugvélarnar færðar á ræmur og hafa mynd flugumferðarinnar mikið til í höfðinu. Hlutverk flugumferðarstjóra er m.a. að halda hæfilegu bili á milli flugvélanna. Það er talsverður vandi að vera nógu forsjáll til að láta þetta bil haldast því að flugvélarnar eru á leiðum sem liggja þvers og kruss og mismunandi hraðfleygar. Árið 1972 fór ég í átta manna hópi á fímm vikna námskeið í ratsjárfræðum í London og 1978 fór ég á námskeið í leit og björgun loftfara til Govemors-eyjar í New York og er þar með lokið upptalningu á námsferlinum, auk stuttra fræðslunámsskeiða af og til. Starfsferill Ég var 24 ára þegar ég varð varðstjóri, einn af íjórum sem stjórnuðum hver sinni vakt. Það þætti líklega ekki mikil reynsla í dag. Við urðum að takast á við erfiðleika þó ungir værum. Þá höfðu ekki allar flugvélar talstöð og þeim varð að stjórna með ljósalömpum. Á vetuma gat orðið kalt í gamla flugtuminum en kyndingin átti það til að bila. En við létum það ekki á okkur fá og sátum við stjómborðin í kuldaúlpum með skinnhúfur á höfðinu ef þörf krafði. Þegar ég var nýkominn frá Oklahoma, vorið 1954 var ég sendur til Vestmannaeyja en eini flugumferðastjórinn þar, Skarphéðinn Vilmundarson, hafði orðið skyndilega veikur. Þar var ég í nokkra mánuði um sumarið. Árið 1951 tóku íslendingar við flugumferðastjórninni á Keflavíkurflugvelli. Bjöm Jónsson, fyrsti yfirflugumferðastjórinn i Reykjavik, kenndi fyrstur manna íslenskum flugnemum flugreglur. Hann gerðist tækniráðgjafi hjá Alþjóðaflugmálastjórninni í París og kom að rnáli við mig í árslok 1957 og bað mig að taka við kennslu flugmannanna, og kenna þeim flugreglurnar sem þeir þurftu að kunna. Áður hafði ég fengist við að kenna þeim morsið. Þó að aðalstarf mitt hafi verið flugumferðastjórn þá kenndi ég tlugmönnum bókleg fræði í tæpa ljóra áratugi, allt fram til 74ra ára aldurs og fannst það mjög gefandi og ánægjulegt starf. Ég var sendur til Akureyrar árið 1960 til að koma þar á flugumferðarstjóm, þar leiðbeindi ég þeim Jónasi Einarssyni og Sverri Vilhjálmssyni, sem báðir höfðu áður numið flugumferðarstjórn í Oklahoma og urðu fyrstu flugumferðarstjórarnir þarna. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hélt upp á 60 ára afmælið sitt s.l. vetur og bauð mér á þessa hátíð sína. Þar færði ég félaginu bókina Flugumferðarstjóratal, sem kom út árið 2001 og segir nr.a. sögu flugumferðarstjórnar hér á landi frá því íslendingar tóku við henni vorið 1946 og fram til ársins 2000 og ég hafði tekið saman. Árið 1962 tók ég við starfi aðstoðar yfirflugumferðarstjóra í Reykjavík, vann skrifstofustörf um vetur en gegndi áfram vaktavinnu og varðstjórastörfum á sumrin þegar flugumferð var í hámarki og sumarorlof starfsmanna. Árið 1971 tók ég við nýju starfi yfirflugumferðarstjóra kennslu og þjálfunar flugumferðarstjóra og gegndi því í 3 ár. Ég fékk Ernst Gíslason flugumferðarstjóra til liðs við mig við kennsluna, við endurskipulögðum hana frá grunni með mikilli áherslu á verklegu hliðina. Og sömdum miserfíð þjálfunarverkefni þar sem einkum var lögð áhersla á veikar hliðar. Mikilvægt var að nemar í faginu hefðu gott vald á flugmálinu, enskri tungu. Á fýrsta námskeiðinu kom í ljós misgóð enskukunnátta, ég fékk fagmann til að semja enskupróf fyrir hópinn, þar sem 7 var lágmarkseinkunn, tveir þeirra stóðust það ekki. Ég stöðvaði þá námskeiðið í 3 mánuði og gerði kröfú til þeirra að fá sér viðbótar kennslu og endurtaka síðan prófið sem þeir stóðust þá. Fljótlega varð svo stúdentspróf inntökuskilyrði. Vorið 1974 veiktist Arnór Hjálmarsson yfirflugumferðarstjóri alvarlega og varð að hætta störfum. Starfið var auglýst og sóttu margir um það og þar á meðal ég. Þá var Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra. Hann kallaði mig til viðtals við sig í ráðuneytið þegar að því kom að taka ákvörðun um hver af umsækjendum yrði ráðinn. Hann sagðist ætla að vera hreinskilinn við mig. Sér hefði verið tjáð að hæpið væri að fela mér starfíð vegna þess að ég hefði verið svo mikill félagsmálamaður. Þá var ég búinn að vera í rúm tíu ár formaður Félags flugumferðarstjóra, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í ein 3 ár og í stjóm BSRB í tíu ár og um tíma varamaður í kjararáði þess. Það hafði stundum komið fyrir að ég hafði barið í borðið á samningafúndum með ráðuneytismönnum. Ég sagði við Halldór: „Yrði mér falið þetta starf myndi ég hvorki á því níðast né öðru því sem mér yrði til trúað.“ Þá brosti ráðherrann, undirritaði skipunarbréfíð og rétti mér það. Þar með varð ég þriðji yfirflugumferðarstjórinn yfir flugtumi, aðflugsstjórn og flugstjómarmiðstöð í Reykjavík. Árið 1986 var gerð skipulagsbreyting hjá flugumferð- arstjórninni í Reykjavik og ég tók þá við breyttu starfi sem fyrsti yfirflugumferðarstjóri rekstarsviðs flugumferðarstjórnar og gegndi því starfi til eftirlaunaaldurs, um áramótin 1990- 1991. Ný reglugerð tók þá gildi þess efnis að flugumferðastjórar urðu að hætta starfi þegar þeir næðu 63 ára aldri, eins og flugmenn. Þegar þeim aldri er náð var álitið að sumir menn yrðu ekki hæfir til að gegna þessu starfi. Þetta er þó mjög einstaklingsbundið. Þegar ég varð að hætta var ég kominn á sextugasta og fimmta árið. Þá fór ég að hugsa mig um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Ég byrjaði á því að fara á upprifjunamámskeið fyrir leiðsögumenn ferðamanna hjá Bimu Bjarnleifsdóttir í Menntaskólanum i Kópavogi. Ég hafði áður starfað milli vakta sem leiðsögumaður ferðamanna, einkum farþega af skemmtiferðaskipum, um 15 ára skeið, og var einn af stofnendum Félags leiðsögumanna. En þá flytur Flugskóli Islands úr Fjölbraut Suðurnesja til Reykjavikurflugvallar og ég á þess kost að taka þar upp þráðinn og fara að kenna aftur flugnemum. Ég tók þann kostinn. Vann tvo til þrjá daga í viku og var nokkuð frjáls. Þessari kennslu hélt ég áfram til 74ra ára aldurs. Ég gerðist líka meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju er aðalstarfinu lauk, hafði raunar lengi verið í sóknarnefndinni. Heima er bezt 299

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.