Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 12

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 12
Þegar miðstöðin bilaði í vetrarhörkum í gamla turni var gott að geta notað skjólfötin. Hrafnkell við ratsjána, Valdimar við stjórnborðió. Meðhjálparastörfunum hélt ég áfram til rúmlega 77 ára aldurs. Ég tel mikilvægt að fólk fái að minnka við sig vinnuna eftirþörfum og jafnframt starfa eins lengi og heilsan leyfir og það sjálft vill. Félag flugumferðastjóra var stofnað árið 1955. Ég var formaður þess fyrstu 11 árin. Island var aðili að stofnun alþjóðasamtakanna. Stofnþingið var í Amsterdam 1961. Það voru aðeins tólf félög sem stóðu að stofnuninni og þar á meðal hið íslenska. Ég sat þetta þing og sótti mörg slík á vegum Alþjóðasamtakanna og árið 1973 héldum við þingið hér á íslandi, áður en hin Norðurlöndin gerðu það. Setning þingsins var í Þjóðleikhúsinu, Fjallkonan kom fram við setninguna og það vakti mikla hrifningu gestanna. Flugfélagið Vængir var stofnað utan um flugvél sem fyrrum berklasjúklingar höfðu notað í happadrættisvinning, þetta var Seabee flugvél, TF-VIA, sem bæði gat lent á sjó og landi. Þeir skipulögðu áætlunarflug til Akraness með þessari flugvél og í þrjú ár var flogið þangað. Faðir minn var skyldur einum eiganda Vængja, Karli Sæmundssyni byggingameistara, og hann fékk vinnu sem afgreiðslumaður Vængja á Reykjavíkurflugvelli, í bragga sem var við hliðina á Flugtuminum. í fáein ár unnum við feðgamir hlið við hlið. Hann læknaðist loksins af berklunum á Vífilsstöðum árið 1946, því þá vom súlfalyfin komin til sögunnar. Móðir mín var þá enn við búskap á Mosvöllum en vorið 1948 flytur hún suður með systkini mín. Afí og amma fara þá til sonar síns Ólafs, sem bjó í Stórholti 32 hér í Reykjavik. Amma hafði tekið tvö börn Páls bróður síns í fóstur, Guðmund og Sigríði. Guðmundur Pálsson stundaði fímleika hjá Ármanni og hann stofnaði Trésmiðjuna hf., sem var með húsgagnaverkstæði við Brautarholt. Guðmundur var búinn að byggja sér hús á Kirkjuteigi 29 og fyrsta veturinn höfðu foreldrar mínir þar húsaskjól. Tveir synir þeirra vom með þeim, Kristján og Gestur, en þeir stunduðu nám í Laugarnesskólanum. Það var erfitt að fá að byggja á þessum ámm, t.d. þurfti íjárfestingarleyfi til að ijárfesta eða byggja. Ef Ijölskyldan var stór fékkst frekar leyfi til húsbyggingar. Þegar þetta var sótti ég um byggingarleyfí enda var ijölskyldan stór, elsta barn mitt fætt og annað bam á leiðinni. Ég skráði foreldra mína líka og bræður. Ég fékk leyfið og byggði íbúð að Hamrahlíð 1. Það var byggingarfélag sem byggði en ég vann að byggingunni allan tímann milli vakta, sem verkamaður. Ég lagði kapp á að ljúka sem fyrst eldhúsinu og tveimur herbergjum fyrir foreldra mína, sem fluttu inn í byrjun desember 1950. Ég og þáverandi kona mín, Erla Þórdís Jónsdóttir, og tvö elstu bömin okkar, fiuttum svo sjálf inn í febrúar 1951. Með vaktavinnunni hjá Flugumferðarstjóm vann ég í nokkur sumur við skrúðgarðastörf. Finnur Ámason hét skrúðgarðameistarinn, hann hafði meðal annars gert andapollinn á Akureyri og var í gamni stundum kallaður „faðir andanna.“ Ég hafði sem sagt nóg að gera og á vetuma kenndi ég flugmönnum. Þetta kom sér vel því fjölskyldan fór stækkandi. Böm mín af fyrra hjónabandi eru: Alexander Einar líffræðingur, Ragnheiður, starfar sem sviðsstjóri hjá Ríkissjónvarpinu, Þómnn sagnfræðingur og rithöfundur, Lilja homleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands, Trausti læknir, Vala Sigurlaug, BA í ensku og íslensku, starfar sem kennari og þýðandi og Ásdís er víóluleikari og býr í Amsterdam. Tengdaforeldrar mínir voru Jón Alexandersson forstjóri Útvarpsviðgerðarstofu ríkisins í Reykjavík og kona hans, Þórunn Jónsdóttir. Við hjónin skildum og ég flutti inn til foreldra minna í einn vetur. Konan varð eftir í húsinu en tvö af bömum okkar tók ég með mér. Seinni kona mín er Helga Ámadóttir hjúkmnarfræðingur, dóttir Áma Bjöms Ámasonar, sem var lengi héraðslæknir í Grenivík við Eyjafjörð og konu hans Kristínar Þórdísar Loftsdóttur. Böm okkar era: Ámi Bjöm húsasmíðameistari, Ólafur Kristján hagfræðingur, Vífill kennari, Sindri læknir og Kristín Þórdís sjúkraþjálfari. í ágúst í fýrra hélt ég upp á áttræðisafmælið mitt í fyrrum heimavistarskóla að Holti í Önundarfírði og í tilefni af því gengum við 17 saman upp á Mosvallaljallið. Mér þykir afar vænt um þetta ljall og hafði raunar rölt tvisvar upp á það áður. Bömin mín hafa stundum sagt við mig að ég lifi samkvæmt vísu sem Ólafur móðurbróðir minn sendi mér þegar ég var á þriðja árinu, svohljóðandi: Dafnir þú með dáð í lund og dyggð í sinni, til einskis verðu engri stund á œvi þinni. 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.