Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 14
Frá Eskifirði. Frændi okkar, Ami Pétursson, hafði smíðað Ijómandi fagurt jólatré og málað það mörgum litum og Bjössi hafði um sumarið tekið upp sortulyng og lítil og snúin tólgarkerti höfðu komið í búðirnar frá Noregi. Konumar þeirra höfðu náð í litaðan pappír, sem þær bjuggu til körfúr úr, og var þetta allt mikil nýlunda. Þetta var allt sett upp í stofuna þeirra Ellu og Frissa og tilbúið á aðfangadagskvöld. Það var vani á okkar heimili og öðrum að hafa engan mat á aðfangadag, en þeim mun meiri og betri mat um kvöldið. Eg man sérstaklega eftir því hve okkur fannst tíminn lengi að líða á aðfangadag og það vom glaðleg andlit sem settust að jólaborðinu þetta kvöld. Allir gerðu matnum góð skil og jólagleðin var engu minni þegar Bjössi kom með jólatréð inn í stofuna, alskreytt og ljósum prýtt. Friðrik settist við orgelið og allir söfnuðust saman í stofunni og sungu jólasálmana og mamma las jólaguðspjallið. Þetta vom þau gleðilegustu jól sem við höfðum lifað og jafnvel fullorðna fólkið var svo ánægt að gleðin skein á hverju andliti. Fjölskyldumar stóðu svo sannarlega saman í þessum fagnaði. Fullorðna fólkið, sem hafði mest fyrir öllum aðbúnaði fyrir jólin, lét það líka eftir sér að fara í messu til séra Stefáns. Þar var mikil ljósadýrð og sönghópur kirkjunnar hafði æft ný lög og jólasálma. vertíð á Flornaijörð. Þar stóð vertíðin fram í maí. Þessir bátar hétu Austri og Trausti og var Halldór frændi skipstjóri á Austra, en maóur úr Reykjavík á Trausta. Þetta voru litlir bátar á nútíma vísu, tíu og ellefu tonn. Þrír vom vélknúnir og keyptir frá Noregi og Danmörku, Gideonvél í öðrum þeirra og Skandía í hinum. Sjö manns voru á hverjum báti, þar af þrír landmenn og fjórir sjómenn. Veiðarfæri voru línur með krókum á og uppistöður með gúmmíkúlum, sem héldu þeim á lofti. Lóðimar vom vanalega úr erlendu efni, garni, og tjargaðar til að endast betur. Aðallega var beitt með síld, sem var veidd í net á sumrin og geymd í frysti til vertíðar. Svo voru líka teknar með saltbirgðir því allur afli var saltaður. Foreldrar mínir komu til Eskiijarðar í september 1914. Þá var ég á fyrsta ári. Ég man íyrst eftir mér árið 1917 og það vegna þess að mamma og pabbi fengu lánaðan árabátinn hans afa og rem með mig yfir tjörðinn að býlinu Baulhúsum, en þar bjuggu þá vinir mömmu. Ég sé enn spegilsléttan ijörðinn og pabba minn róandi með okkur mömmu í skutnum. Þetta var mitt fyrsta ferðalag eftir komuna til Eskiljarðar. Bærinn stóð nokkuð frá Qöruborðinu og þurfti að ganga nokkum spöl. Ég var ekki meira er svo farinn Kirkjan ómaði öll, eins og Stefán frá Hvítadal segir i jólaljóði sínu. Eftir kirkjuathöfnina voru allir orðnir þreyttir og heimkomnir fengu fullorðnir sér kaffisopa en börnin mjólk og því næst var farið í háttinn. Þetta voru einhver einlægustu og indælustu jól sem við höfðum verið saman á og em föst i huga mínum. Afi átti á þessum ámm tvo mótorbáta, sem gerðir voru út á sumrin frá Eskifirði, en á vetrum frá Hornafirði. Strax eftir áramótin var farið að búa bátana á Eskifjarðarkirkja eldri, að vetrarlagi. 302 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.