Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 16

Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 16
alveg sérstakur fiskþurrkunarvöllur og fiskurinn sem þar var þurrkaður þótti alltaf bera af og var í fyrsta flokki. Bryggjur voru allstaðar fram í sjóinn, þar sem bátamir lönduðu og á bryggjuhausnum, sem var stærri en bryggjan sjálf, var fiskurinn flakaður, hausinn afskorinn og dálkurinn ijarlægður. Þá var sundmaginn hirtur og þótti góð verslunarvara þegar búið var að verka hann. Eg man vel þegar hann var hafður til matar og hvað hann bragðaðist vel. Þegar búið var að þvo hann og þurrka, var hann glær og harður og þá var hann lagður inn í verslanir og fékkst gott verð fyrir sundmagann. Húsmæðumar áttu sundmagann og kom það sér oft vel. Eins var á vertíð á Homafirði. Þar var sundmaginn hirtur, saltaður og látinn i tunnur og komið með hann heim í vertíðarlok. Þorskhausunum var yfirleitt hent, stundum hirtar kinnar og gellur. Það fannst okkur ágætur matur. Þetta var alt saltað niður í tunnur og svo útvatnað þegar heim var komið og með kartöflum og smjörlíki eða floti, þótti okkur þetta afbragðsmatur. Það vom bryggjur eftir allri strandlengjunni á Eskifirði og hver bátur átti þá sitt sjóhús og bryggju. Þar var fiskurinn unnin í salt og eftir vissan tíma, þveginn upp úr körum, sem alls-staðar vom við hverja verkunarstöð. Eftir að slöngumar komu með rennandi vatni úr ánum reyndist vatnið tært. Fiskurinn var þveginn þegar von var á sólríku og góðu veðri og breiddur út á reit sem var við hverja verkunarstöð. Stundum var fiskurinn fluttur á stómm uppskipunarbátum út á Mjóeyri, þar sem var fint verkunar- og þurrkunarpláss. Það var helst kvenfólk og unglingar sem verkuðu fiskinn og einn eða tveir karlmenn sem voru með hjólbömr. Þeir óku ftskinum út á reitina þegar vaskinu var lokið. Þar var hann þurrkaður og settur í stakka sem kallaðir vom, og segldúkur breiddur yftr til skjóls undir nóttina. Næstu morgnar vom svo notaðir til að breiða og þurrka. Þessi fiskur var yfirleitt seldur til útlanda og komu stór flutningaskip til að flytja hann. Fiskimatsmenn mátu hann og konumar saumuðu utan um fískinn striga og gengu frá honum til úttfutnings. Heimamenn sáu alltaf um að koma fiskinum eða pökkunum um borð í skipið og raða í lestina. Til þeirra starfa völdust sérstaklega ötlugir menn. Stundum dróst að fá borgun fyrir aflann, og þess vegna ekki hægt að borga kaup reglulega. Það gat komið sér illa, en bankinn á staðnum hljóp oft undir bagga og lánaði útgerðarmönnunum til að leysa vandann. Bátarnir voru ekki eins og nú útbúnir allskonar tækjum til að fylgjast með veðurfari. Það þótti gott að hafa kompás og sigla eftir honum. Utvarpið var ekki kornið né Veðurstofan og urðu menn því að fara eftir skýjunum og hlusta á veðurgnýinn. Það kom líka fyrir að bátar komust ekki heim að róðri loknum og stundum fórust þeir. Ég minnist sérstaklega skipsskaða, þegar tveir bátar fórust, annar frá Eskifirði en hinn frá Helgustöðum í sveitinni fyrir utan bæinn. Bátarnir hétu Kári og Heint og var það mikill mannskaði fyrir ekki stærra svæði. Þeirra var leitað lengi en loks var gefist upp. Þarna fóru held ég, átta dugnaðarmenn og mörg börn urðu föðurlaus. Ég var nýbyrjaður að starfa þegar þetta gerðist og afi hafði útvegað góðan kennara handa mér, eins og þá tíðkaðist. Hann var fullorðinn og dugandi maður og fórst með Heim. Það var mikil sorg í bænum og sérstaklega man ég hvað þetta hafði mikil áhrif á bæjarlífið. Þetta var árið 1923 og ég á níunda ári. Skömmu áður en þetta slys var, minnist ég þess að banaslys varð í silfurbergsnámunni i Helgustaðaijalli. Þar fórst maður sem var í námunni að vinna. Hann var á leið út úr göngunum þegar hrundi yfir hann grjót og samstarfsmann hans. Sá sem slapp í námunni var skipstjórinn á M.b. Kára en hann hét Eiríkur og var heimamaður á Helgustöðum, dugnaðarmaður og sérstakur sjómaður. Eiríkur var Helgason, bróðir Olafs. Hann hafði einnig bjargast þegar M.b. Kári fórst og þótti mikil mildi. Ég man ekki til þess að unnið væri í námunni síðan en það komu margir að skoða hana. Fólk á Eskifirði notfærði sér það að fá sér þarna smásteina, sem voru sumir þegar búið var að slípa þá, alveg eins og hreint silfurberg. Þeir þóttu stofuprýði og var oft raðað á stofuhillur. Ég man eftir því að þegar við létum sólina skína á steinana, þá komu allskonar, marglitir geislar út úr þeim. Ég sá mikið eftir kennaranum mínum. Hann hét Einar Baldvinsson og var um sextugt. Hann tók að sér að búa nemendur undir skóla og var gaman að vera í tímunum hjá honum. Ég hafði áður 304 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.