Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 17
Eskifjörður, tekið í Mjóeyrarvík. A myndinni má sjá Hlíðarenda, œskustöðvar Arna Helgasonar. verið hjá eldri manni og konu hans, en þau hættu áður en ég var orðinn læs. Þegar ég var að alast upp á Eskifirði, voru þar fimm stórar verslanir, er gerðu út á vertíðir og öfluðu vel á þeirra tíma mælikvarða. Þar hafði hver athafnamaður sína aðstöðu og gott pláss og stórar bryggjur sem skipin gátu afhafnað sig við. Austast var Vilhelm Jensen. Hann var smiður að mennt, átti stóra fjölskyldu og verulegan útveg á þeirra tíma mælikvarða, dugnaðarfólk, sem setti svip á bæinn. Næsti atvinnurekandi var svo Andreas Figved, norskur og kom frá Stavanger. Hann var mjög athafnasamur á sinni tíð, byggði gott athafnasvæði og stórt og fallegt íbúðarhús. Hann var allra manna ábyggilegastur og átti marga viðskiptavini. Figved rak alltaf tvo til þrjá báta, bæði frá Eskifirði og Hornafirði. Þriðji athafnamaðurinn var austast í innbænum, Guðmundur Jóhannesson, dugnaðarmaður, útsjónarsamur og kom ýmsum nýjungum í gang. Þar man ég best eftir samkomusalnum sem hann byggði við húsið sitt. Þar var bíó, sýndar þöglar myndir og ógleymanlegar. Ég man sérstaklega eftir Chaplin og öðrum sprellikörlum. Mig minnir að inngangseyrir hafi verið 25 aurar fyrir börn. Þá var annað sem þótti mikil nýjung. Það var sjálfsali sem hægt var að versla við allan sólarhringinn. Lærðum við krakkarnir fljótlega á hann. Hann innihélt aðallega sælgæti og smávaming eins og tölur og tvinnakefli. Þau komu sér oft vel á þessum timum. En Guðmundur hafði komið sér upp stórri hafskipabryggju og geymsluhúsi þar fyrir ofan. K.omu mörg skip með vörur, bæði frá Eimskip og Esjan, Nova og Siríus og mörg fleiri. Þá þóttu skipakomur hreint ævintýri og fólk safnaðist saman til að taka á móti þeim og forvitnast um hverjir væru farþegar. Var oft full bryggjan af fólki. Næst fyrir innan (vestan) voru Hinar sameinuðu íslensku verslanir, með stórt athafnasvæði og einnig stóra bryggju. Þær höfðu áður haft mikil umsvif í plássinu, en voru Nú, þegar ég man fyrst eftir, með minnkandi athafnir. Þetta var ein verslun í stórri keðju verslana í landinu, byggð á gömlum merg. Tuliníus var þar í forystu fyrir aldamót 1900. Innst í firðinum var svo Friðgeir Hallgrímsson með stóra verslun og útgerð. í kreppunni, sem hófst fyrir 1930, gáfust öll þessi fyrirtæki upp og var talið að Landsbankinn hefði átt sinn hlut í að koma þeim á kné. En hvað sem má um það segja þá hjálpaði hann þeim ekki til að halda áfram. Þetta urðu skelfmgarár fyrir austan hvað atvinnu snerti. Mér fannst hreppsnefndin standa illa að vígi þessi ár sem þetta stóð yfír Ég man að það lá við að hún gæfist upp og sendi oddvitann og fylgdarlið á fund ríkisstjómarinnar að finna ráð til bjargar. Það var meðal annars hafist handa um að breyta melum í garðræktarsvæði í atvinnubótavinnu. Ríkisstjómin lofaði að útvega útsæði erlendis frá. En þetta dróst tímum saman, svo einstaklingamir tóku sig saman um að fá útsæði frá ýmsum stöðum og settu það niður í beðin. En þegar því var lokið, komu kartöflurnar frá ríkinu. Þær lágu þama undir skemmdum og loks var Pöntunarfélaginu seldar þessar birgðir. Einhverjir gámngar höfðu sett í blöðin í Reykjavík að Eskfirðingar hefðu étið útsæðið, sem ekki var nema hálfur sannleikur. Enda fengu bæjarbúar oft að heyra um útsæðið sem aldrei komst í garðana og ekki dregið af í frásögninni. En þeir létu þetta ekki á sig fá, og næsta skrefíð var að stofna til útgerðar og láta smíða báta erlendis. Verkefninu var hleypt af stokkunum og keyptir fjórir bátar, þrír voru jafnstórir og einn stærstur. Þeir voru skírðir Einir, Reymir, Víðir og Birkir. Aðaldugnaðar- og hugsjónamenn heima á Eskifirði stofnuðu svo samvinnuútgerð í þeim tilgangi að gera þessa báta út. Það gekk erfiðlega í upphafi, félagið hleypti sér í skuldir og lognaðist út af. Skipshafnir bátanna tóku sig þá til og keyptu bátana og gerðu þá út síðan. Þá fór að birta í lofti eftir kreppuna og þeir sem vom í forystu fýrir útgerðinni vom, meðal annarra, Sigurður Magnússon sem varð einna duglegasti sjósóknari á Eskifirði. Hann og hans félagar keyptu Víði. Jens Jensen og hans lið fékk Reyni, Georg bróðir minn og Böðvar Jónasson fengu svo Eini. Þeir gerðu út frá Sandgerði og reyndist það vel. Síldin veiddist fyrir austan og norðan á sumrin. Þessar útgerðir urðu farsælar og lyftu staðnum meðan þær störfuðu. Um það mætti rita langt mál. En svo kom stríðið og ijármagnið flæddi inn í landið og stærri fyrirtæki mynduðust samfara miklum uppgangi í þjóðlífinu. Ég var 10 ára þegar ég hóf nám í Bamaskólanum, sem var reisulegt hús í miðjum bænum. Stóð á hóli og niður á götuna var gangur, steinsteyptar tröppur og grindverk, sem náði niður á götuna. Þetta þótti veglegt hús, tvær stórar Heima er bezt 305

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.