Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 18

Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 18
kennslustofur og stór leikfimissalur, sem notaður var fyrir leikfimi og yfirleitt alla mannfagnaði, svo sem fundahöld, leiksýningar, kvöldvökur og dansleiki. Aður en útvarpið kom til sögu unnar voru þar kvöldvökur á hverju föstudagskvöldi á veturna og voru þær vel sóttar. Þrír vökumenn önnuðust kvöldvökumar og auglýst var á hverjum ljósastaur hverjir það væru. Þessar vökur voru á kvöldin kl. 8 og man ég eftir hve vinsælar þessar skemmtanir voru. Vökumenn lögðu mikið á sig við að fara sem best með efni og velja. Sérstaklega var það Hallgrímur Guðnason, sem gerði þar mesta lukku. Hann lék persónurnar í framhaldssögunum sem hann las og það var mikil ánægja og fólkið þakklátt. Eg man líka eftir leikfélaginu, hvað það hafði mikil áhrif á bæjarlífið og hve mörg leikrit voru á boðstólum, sérstaklega gleymi ég aldrei Skugga-Sveini, sem var sýndur mörgum sinnum. Einnig Tengdamömmu, Ævintýri á gönguför og mörgum fleiri. Við áttum góða leikara, Hildur í bankanum er alveg ógleymanleg? Einnig Guðrún Sigurðardóttir, Hreggviður Sveinsson, Þorkell Eiríksson, Friðrikka Sæmundsdóttir, svo einhverjir séu nefndir. Allt þetta fólk var sem menntað í þessum fræðum. Þeim virtist þetta svo í blóð borið. Við áttum þarna líka ágæta Lúðrasveit, sem stofnuð var um 1924 að mig minnir, af áhugamönnum. Ahuginn var svo mikill að fenginn var lærður maður úr Reykjavík til að æfa lúðrahópinn, menn á öllum aidri. Þessi lúðrasveit varð nokkuð gömul og misjafnlega Qölmenn. Eg var í henni, lærði að lesa nótur og blása á althorn. Auðbjörn Emilsson var lengi stjórnandi og kennari. Hann var fenginn frá Reykjavík til að efla og stjóma sveitinni. Hann var lifandi í þessu og góður í að leiðbeina. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu. Annað þekktist ekki. Karlakórinn Glaður var stofnaður skömmu eftir 1930. Honum stjórnaði Hjalti Guðnason, ólærður hljómlistarmaður. Kórinn var mjög öflugur og söng víða á Austurlandi. Kvenfélag blómstraði og gerði margt til blessunar bæjarfélaginu. Þar man ég eftir mörgum konum í fararbroddi. Það hóf störf áður en ég fæddist og stóð fyrir ýmsum skemmtunum til ljáröflunar. Það hjálpaði mörgum í erfiðleikum. Skátafélag var á Eskifirði um tíma og var ég einn af stofnendum þess og á margar minningar um það, m.a. bréf sem ég fékk frá höfuðstöðvunum i Reykjavík. Þá vil ég sérstaklega minnast á Góðtemplararegluna, sem stóð í miklum blóma frá því fyrir aldamótin 1900. Átti stúkan á tímabili veglegt hús undir starfsemi sína og að henni stóðu merkismenn þeirra tíma, sem sáu hve mikið tjón áfengið olli þjóðinni. Stúkan Björk, sem ég starfaði í á árunum eftir 1930, var mjög öflug og þá gleymi ég ekki bamastúkunni. Hún hét Bjarkarrós nr. 65. Eg gekk í hana fyrsta ár mitt í Barnaskólanum. Kennarar við skólann voru þá Jón Valdimarsson, ættaður úr Dalasýslu og Arnfinnur Jónsson, sonur Ragnheiðar og Jóns ísleifssonar, vegaverkstjóra á Eskifirði. Þeir voru báðir áhugasamir fyrir velgengni okkar í námi. Jón var einnig mikill félagsmálamaður og sérstaklega umhugað um ungu kynslóðina. Hann var gæslumaður bamastúkunnar Bjarkarrósar og aflgjafi hennar meðan hann var á Eskifírði. Arnfinnur var einnig mikið í félagsmálum, aðallega í verklýðsmálum. Hann var foringi á meðan hann var á Eskifirði, umdeildur, en sannur í þeim inálum sem hann sinnti, og gegndi lengi starfi oddvita staðarins. Arnfinnur kenndi okkur söng, dýrafræði og landafræði og var duglegur að uppfræða okkur. Jón Valdimarsson kenndi kristnifræði, lestur, skrift og reikning. Það voru skemmtilegir tímar og hann gerði allt námsefnið svo skýrt fyrir okkur. Ég man ekki eftir að nokkur krakki væri að slugsa í tímum hjá Jóni. Hann var kennari af guðs náð. Ég útskrifaðist úr skólanum meó það eina fullnaðarskírteini sem ég hefi á ævinni hlotið, undirritað af Arnfmni og geymi það enn. Stundum voru aukakennarar við skólann, eins og Einar Loftsson, sem varð síðasti prestur Fríkirkjusafnaðarins á Eskifírði. Það var virkilega gaman að vera hjá Jóni Valdimarssyni í bamastúkunni. Hann upprætti Ijótan munnsöfnuð hjá þeim blótsömustu og ég man að hann sagði við okkur að ljótt orðbragð væri eins og forarblettur á hvítum silkikjól. Þetta síaðist inn í okkur nemendur hans og ég man að hann hrósaði okkur í skólalok á hverju vori fyrir framfarir í prúðmennsku á skólaárinu. Ég reyndi eftir mætti að hjálpa Jóni í barnastúkunni. Ég vildi gera sem flesta Eskfírðinga að reglusömum mönnum ef þess væri nokkur kostur. Ég talaði við fólkið í bænum og fann fyrir þakklæti í að útrýma áfengi meðal meðbræðra okkar. Ég man ekki eftir neinni konu sem neytti áfengis á æskudögum mínum, heldur voru það einungis karlmennimir sem héldu þessum ósið uppi. Ég eignaðist fljótt traust kennara minna og reyndi að gera þeim allt til hæfis. Ég var fjögur ár í skólanum og hafði af því gagn og gaman. Engin efhi vom til að halda áfram námi, þó sótti ég námsflokk á Neskaupstað árið 1931. Þetta var eina fræðslan sem ég fékk um ævina og er þakklátur fyrir. Skóli lífsins tók við og hefur reynst mér notadrjúgur. Ég átti góða leikfélaga sem em mér ennþá minnisstæðir. Á kreppuámnum frá 1932, reyndi á allan almenning á Eskifirði. Þau kenndu manni að lífíð er ekki alltaf leikur, en reyndist mörgum lærdómur. Ég vann í físki við bát Halldórs frænda míns. Við höfðum nokkuð stóran reit vestan við húsið, þar sem allur afli var þurrkaður og þveginn. Þar hjálpaðist fjölskyldan að eftir bestu getu og eins við mat á fiskinum og að koma honum í sem mest verð. Ég lærði af sjálfsdáðum bókhald þess tíma og hjálpaði fólki að gera skattaskýrslur. Stundum vann ég hjá vini mínum Davíð Jóhannessyni á pósthúsinu. Árið 1936 var ég svo heppinn að fá starf á sýsluskrifstofunni og þar vann ég til ársins 1942. Þá bauðst mér starf í Stykkishólmi sem sýsluskrifari, þar sem ég hef búið og starfað fram á þennan dag. Við vomm þar lengst af á sýsluskrifstofunni saman, Emil Bjömsson sýslufulltrúi og ég. Lærði ég mikið af Emil, enda var hann óspar við að leggja mér lífsreglumar og var minn lærimeistari uns hann flutti til Reykjavíkur og varð þar stjómarráðsritari. Það var oft glatt á hjalla og gaman að vera í návist Emils. Hann var mjög 306 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.