Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.06.2007, Qupperneq 22
þeir komu úr kaupstaðarferðinni. Guðmundur Einarsson, sem var þessu fólki kunnugur og eins í dalnum, dró í efa að grjóti hefði verið hlaðið upp að hurðinni að innanverðu en rammlega hefði verið gengið frá, því mikill hávaði hefði dunið á hurðinni í ofViðrinu, eins og einhver ætlaði að brjótast inn. En nokkru eftir þennan atburð fengu þeir sér vinnumann, sem Snjólfúr hét. Þegar Ragnhildur kom ung að árum austur í Alftafjörð var hún öllum ókunnug þar um slóðir. Hvar hún dvaldi næstu árin uns hún giftist Sigfúsi Jónssyni og þau fara fljótlega að búa á afdalajörð, veit ég ekki. Ragnhildur verður þar föst í sessi. Kemur aldrei fram í sveit og á því engan að þar nema Jón bróður sinn á Geithellum. Kristín Jónsdóttir, sem bjó um tíma í Markúsarseli og átti heima alla ævi í sveitinni, segist hafa séð Ragnhildi tvisvar, í annað skiptið í brúðkaupsveislu Jóns bróður síns. Ragnhildur gaf sig lítið að fólki þar en Sigfús maður hennar skemmti sér og öðrum. Þegar ég sem þetta skrifa, heyrði talað um Ragnhildi var það á einn veg: „Hún Ragnhildur var sérlunduð og einþykk kona.“ En þegar maður kynnist æviferli hennar, kemst maður á aóra skoðun og sem ég gat um í byrjun þessa þáttar. Þó allmargt fólk yrði síðar í Víðdal, amaði ýmislegt að. Tveir sonarsynir hennar voru daufdumba og maður hennar átti góðan kunningsskap við vinnukonu á bænum. Það kom illa við Ragnhildi er hún frétti, sem vonlegt var. Ragnhildur var fædd að Skálafellsseli í Suðursveit 1826. Foreldrar hennar vom Jón Þorsteinsson og Sigríður Þorvarðardóttir. Um 1838 kom Ragnhildur austur í Álftfjörð ásamt Jóni bróður sínum, síðar bónda Geithellum. Ragnhildur giftist Sigfúsi Jónssyni og bjuggu þau lengi á Hvannavöllum í Múladal og síðar á Gmnd í Víðidal, sem áður getur. Tvær systur Ragnhildar komu til dvalar í Víðidal, þær Þórey, sem dó þar að vetrarlagi og Auðbjörg, sem villtist í þoku þama á öræfunum. fannst með lífsmarki en varð ekki lífguð við. Með Þóreyju kom í dalinn dóttursonur hennar, sem síðar var lengi hreppstjóri Geithellnahrepps. Helga, dóttir Þóreyjar, giftist Jóni Sigfússyni og tvö systkini hennar dvöldu í Víðidal um tíma, Sigríður og Bjami. Þessi afskekkti dalur var eins og afdrep fátæks fólks úr Suðursveit, ein ætt sem þama vildi eiga gott afdrep. En það var eins og einhverjir vættir vildu koma í veg fyrir það, einhver grá mugga. Bjami Þorsteinsson bjó Síðarað Hraunkoti í Lóni. En fólkið sem átti heima í hinum afskekta dal, átti þaðan afar góðar minningar, þrátt fyrir erfiða vetur og aðrar aðstæður. Bjami Þorsteinsson bóndi í Hraunkoti í Lóni, var lengi vinnumaður í Víðidal og kunni þar vel við sig. Honum varð, heima þar í Hraunkoti, í þokudumbungi, litið til Víðidals og heyrðist segja upphátt: „Nú er sólskin heima.“ Ragnhildur varð fjörgömul, hún dó á Bragðavöllum árið 1917. Gráa hrossið Ragnhildur Jónsdóttir, kona Sigfúsar, síðasta ábúanda Víði- dals, fór eitt sinn sem oftar á búskapar ámm sínum að tína kalvið og sprek til eldiviðar í hlíðinni inn og upp af bænum og þegar hún hafði tínt nægilega mikið í byrði og var lögð af stað heimleiðis, þá varð henni litið niður á sléttlendið þar fyrir neðan. Landslag var þannig farið að þar var mýrarfláki ekki stór og lág melalda þar austan við. Brá henni kynlega við er hún leit gráan hest standa á mýrarblettinum, því að engan hest áttu þau hjón með þessum lit. Hesturinn stóð kyrr nokkur augnablik, en hélt síðan af stað í áttina að melnum, gekk yfir hann og hvarf að lokum bak við hann. Ragnhildur hélt samstundis af stað heimleiðis og ásetti sér að grennslast betur eftir hesti þessum. Lagði hún síðan leið sína á þessar slóðir, þar sem hún sá hestinn fyrst, en er þangað kom, var þar engin för að sjá eftir hann, og hvergi á þeirri leið, er hún hafði séð hann ganga þræddi hún þó leiðina nákvæmlega að hún taldi. Þegar á melinn kom sá hún hrossið hvergi, og aldrei síðan. Þessa sýn færði Ragnhildur í tal við smalamenn úr Lóni er áttu þama leið um og gistu hjá henni. Sögðu sumir þeirra að þessi sýn hefði borið fyrir á þessum slóðum. Einar Jónsson bóndi á Smiðjunesi og Síðar Brekku í Lóni sagði Guðmundi Einarssyni er þeir hittust í brúðkaupsveislu Bjama í Hraunkoti og báðir vel við skál, að einu sinni hefði hann séð gráa hrossið er hann var í göngum í Stafafellsljöllum á svipuðum slóðum og Ragnhildur hefði séð það, og horfið í lækjadrag bak við melhæð. Kvaðst hann hafa gengið þar um en engin bein séð þar. Taldi hann að strokuhross hefði verið þama að ráfa, og orðið til í lækjarfarveginum, þetta væri þó merkileg sýn sem ekki væri hægt að bera á móti. Kannski er þetta gráa hross nú einbúi í dalnum. Heimild: Guðjón Brynjólfsson og Guðmundur Einarsson. 310 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.