Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 23

Heima er bezt - 01.06.2007, Síða 23
VICTORY Frægasta skip breska flotans HMS Victory, er eitt frœgasta skip í sögu breska flotans, og best þekkt sem flaggskip Nelsons flotaforingja, í orrustunni við Trafalgar, 21. október 1805. Skipið er til enn í dag, og er geymt í höfninni í Portsmouth i Englandi. Er það án vafa elsta orrustuskip sem til er. Skipið var byggt árið 1759, og var öflugasta orrustuskip sinnar tíðar, með þrjú fallbyssuþilför, er báru 104 fallbyssur. Hönnuður skipsins var Sir Thomas Slade, landmælingamaður hjá flotanum. HMS Victory tilheyrði s.k. efsta flokki herskipa, en til þess að komast í þann flokk urðu þau að hafa meira en 800 manna áhöfh og vera yfir 2000 tonn að stærð. Bygging skipsins kostaði hvorki meira né minna en 63.176 pund, sem áætlað er að vera á núvirði nálægt 2,5 milljörðum Victory var sjósett árið 1765, en ekki var lokið við smíði þess fyrr en 1778. Þetta hlé, sem varð á smíði skipsins, varð til þess að viðurinn sem nota átti í það, veðraðist mjög vel, þar sem hann var geymdur á byggingarsvæðinu og er það m.a. talin ein ástæða þessarar löngu og góðu endingar þess. Victory var í þjónustu flotans í nærri því íjörtíu ár, og var þekkt fyrir góða sjóhæfni. Skipið var flaggskip margra flotaforingja, þ.á.m. Kempenfelt, Howe, Hood, Jervis og Saumares. Það tók þátt í orrustu við Ushant eyju á Ermarsundi árið 1781 og St. Vincent höfða við Portúgal, 1797. Eftir það var skipið dæmt óhæft til frekari þjónustu og gefin út skipun um að því skyldi breytt í spítalaskip. En sú ákvörðun var dregin til baka þegar amiað skip í sama flokki, Impregnable, fórst árið 1799. Þá var farið í verulega endursmíði og viðgerðir á skipinu og var það verk unnið í Chatham á Bretlandi á árabilinu 1800-1803. Kostaði sú viðgerð Heima er bezt 311

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.