Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 24

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 24
70.993 pund, eða meira en upphaflegi byggingarkostnaður þess. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var t.d. skutur þess gerður afar skrautlegur og hefur það efalaust m.a. átt sinn þátt í þessum háa kostnaði. Frægasti flotaforinginn sem stjómaði Victory var án vafa, eins og fyrr greinir, Horatio Nelson, sem réði þar ríkjum á ámnum 1803-1805, en hann var þá yfirhershöfðingi breska flotans á Miðjarðarhafi. Mest allt tímabilið 1793 til 1815 átti Bretland í stríði við Frakkland, og bjó við stöðuga innrásarhættu af hendi heija Napóleons. Til þess að ráðast á Bretland þurfti keisarinn að safna saman gríðarlegum flota skipa svo flytja mætti þúsundir hermanna yfir Ermarsund. Sjóliðsforingjum Napóleons var fengið það hlutverk í hendur að ná saman þessum flota svo heíja mætti innrásina. Árið 1804 hafði Nelson náð að halda ffanska flotanum í herkví um 18 mánaða skeið við Toulon í Frakklandi, en sá floti var þá undir stjóm Villeneuve sjóðliðsforingja. 30. mars 1805 tókst þó Villeneuve að komast í gegnum herkví Nelsons í Toulon með 17 skip og sameinast spænska flotanum undir stjóm Gravina sjóliðsforingja við Cadiz á suðvestur Spáni og saman tóku þeir stefnu þaðan á eyjuna Martinique. Varð úr því mikill eltingarleikur, þar sem Nelson elti hann allt til Vestur-Indía í Karabíska hafinu og aftur til baka, þó án þess að þeir lentu í orrustu. Með Nelson stöðugt á hælum sér, gat þessi fransk-spænski floti ekki ráðist á nýlendur Breta í Vestur-Indíum eins og þeir höfðu ætlað sér og snem þeir því við aftur til Evrópu. Franski flotinn lokaðist svo inni í höfninni í Cadiz á Spáni og þegar þeir ætluðu að sigla út á Miðjarðarhafið 19. október 1805, beið Nelson eftir þeim þar fyrir utan, á Victory og með flota sinn. Sú orrusta sem þá fylgdi eftir, er oft talin ein afdrifaríkasta sjóormsta sögunnar, því í henni var herskipafloti Napóleons þurrkaður út og þar með komið í veg fyrir áætlanir hans um aó ráðast á England og ná yfirráðum í Evrópu. Napóleon skipaði Pierre de Villeneuve sjóliðsforingja að sameinast öðmm frönsk- um skipum sem vom við Cartagena í Miðjarðarhafi. Villeneuve vissi hinsvegar að 29 bresk herskip vom þar á svæðinu og að fransk-spænski flotinn yrði fyrir vemlegum áföllum ef þeir lentu í bardaga við þau. Napóleon áskaði þá Villeneuve um hugleysi sem varð til þess að franski sjóliðsforinginn hífði upp segl og hélt frá Cadiz, 20. október. Herskipaflota Nelsons tókst að koma í veg fyrir að fransk-spænski flotinn gæti siglt inn á Miðjarðarhaf og neyddi þá til uppgjörs í orrustu við Trafalgarhöfða, sem er við suðvestur Spán, 21. október. Villeneuve hafði yfír að ráða fleimm herskipum en Nelson (33 skipum gegn 29 hjá honum) og var sannfærður um að hann myndi vinna sigur. Hann gaf út þá skipun að flotinn skyldi sigla í norður með óreglulega stefhu. Nelson skipti upp flota sínum eftir fyrirffam gerðri áætlun, í tvær flotadeildir og réðist þvert á röð fransk-spænsku skipanna. Mun þetta hafa verið ný aðferð í sjóormstum, og gafst hún vel. Kl. 11:50 að morgni þessa dags, lét svo Nelson flagga út þessum frægu boðum til flota síns: „England væntir þess að hver maður geri skyldu sína.“ Síðan, þegar syðri flotadeildin, sem stjómað var af Cuthbert Collingwood, hafði ráðist á óvinaskipin, hóf Nelson að svara skothríðinni frá skipi Velleneuves, Bucentaure. Ensku skipin bmtust í gegnum skiparöð óvinanna og skutu af gríðarlegum fjölda fallbyssa. Kl. 17 var ormstunni lokið, og fransk-spænski flotinn nánast í rúst. Velleneuve sjóliðsforingi var handtekinn, auk 7000 manna úr áhöfnum fransk- spænska flotans. Um það bil 20 frönsk og spænsk skip gáfust upp og aðeins 11 náðu að snúa aftur til Cadiz. Ekkert skip enska flotans eyðilagðist, en um 7000 franskir og spænskir, og 1500 breskir sjómenn særðust eða dóu. Sumir hafa haldið því ffam að mesta tjón Breta hafí þó verið að missa Nelson sjóliðsforingja. Kl. 1:15, þegar Victory var að fást við Redoubtable, náði leyniskytta að hæfa hann svo hann skaddaðist á mænu. Hann lést um borð í HMS Victory kl. 4:30, vitandi það að England hafði unnið sigur. Afgerandi sigurNelsons við Trafalgar mddi braut birgðaflutninga fyrir Breta til herferðar Wellingtons, sem endaði með öðmm ffægum sigri yfir Napóleon við Waterloo, árið 1815. HMS Victory er eina skipið sem enn er til af þessum átjándu aldar skipum í heiminum, og er líka elsta starfandi stríðsskip sem enn er í þjónustu, með eigin skipstjóra, liðsforingja og áhöfii. Þýtt og endursagt: Guðjón Baldvinsson. 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.