Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Side 27

Heima er bezt - 01.06.2007, Side 27
Tjaldanes og gera þar haug og var Egill þar lagður og vopn hans og klæði.“ Seinna voru bein hans flutt í kirkju- garðinn á Hrísbrú. Afram lá leiðin svo fyrir sunnan Mos- fell þar sem Egill bjó á efri árum og að Skeggjastöðum. Fyrir utan Mosfell er Kirkjugil en um það fóru Kjalnesingar til kirkju að Mosfelli. Egill átti tvær kistur af ensku gulli, morðfé í þá daga. Karlinn ætlaði að ríða með það á Þingvöll og strá gullinu yfír þingheim, vildi láta menn berjast um það. Sonur hans bannaði honum þetta. Lét Egill þá tvo þræla grafa gullið en drap þá síðan svo að þeir segðu ekki frá. Sumir segja að gullið sé grafíð í Kirkjugili aðrir að það sé í fenjum í daln- um eða í hver hinum megin í dalnum. Egill var brellinn. Frá Skeggjastöðum lá leiðin á vaði yfir Leirvogsá og í brekkurótunum norður af Hrafnhólum, en síðan hjá Haukaijöllum, sérkennilegum hamraborgum og norður yfír Svínaskarð, Svínaskarðsveg svo- nefndan. Þarna eru glöggar götur. Svínaskarð er 481 m.y.s. og þar lá gamla þjóðleiðin um sumardag en á vetuma var þar oft ófært vegna svellalaga og fannfergis. Þetta var styttri leið en að fara út fyrir Esju. Norður af lágu götumar á gilbarmi og niður í Svínadal. Eftir honum rennur Svínadalsá og var á víxl farið vestur fyrir hana eða austan megin. Síðan var farið yfír Laxá á Norðlingavaði rétt fyrir neðan þar sem Svínadalsá rennur í hana og upp hjá Vindáshlíð. Vöð á Laxá voru oft tæp og var þá þrautaleiðin að fara yfír Laxárvoginn en stundum hamlaði ís þar för. Arið 1557 var Oddur Gottskálksson lögmaður á leið á Alþingi við Öxará. Hestur hans hrasaði á Norðlingavaði og Oddur datt af baki, en tókst að komast upp á eyri. Kápan hans sveiflaðist þá yfir höfuð honum og kaffærði hann aftur. Þegar hann náðist á þurrt var tjaldað yfír hann, en hann lést um nóttina. Sennilega hefur hann ætlað Þrengslaleið upp með Laxá og hjá Stíflisdal í Selkot og síðan Kjósarheiði á Þingvöll. Dys er í Svínaskarði. Margt hesta- og göngufólk hefur þann sið að kasta steinvölu í Dysina, vill friða æðri máttarvöld. Það er betra að hafa írafellsmóra með sér en á móti. Náttúran er óblíð þeim sem ekki leitar samkomulags við hana. Fyrir fáeinum árum fór undirritaður um Svínaskarð upp úr 20. september með tvo til reiðar á leið í haustbeit að Reynivöllum í Kjós. Eg lenti í byl og vonskuveðri. Aður en ég lagði á brattann tók ég steinvölu upp af götu minni og setti í vasann. Það var hvasst í skarðinu og ég áði þar ekki heldur seildist í vasa minn eftir steinvölunni og henti í Dysina. Lúinn en sæll komst ég klakklaust að Reynivöllum. Oft hefur kaffísopinn verið góður hjá þeim hjónum séra Gunnari Kristjánssyni og Önnu, en þennan dag sló hann öll met. Hér fyrr meir voru prestasögur nokkuð tíðkaðar. Eina úr nútímanum langar mig að segja hér. Eitt sinn vorum við bræðumir að sækja hesta úr haustbeit upp að Reynivöllum. Séra Gunnar fylgdi okkur út í girðinguna þar sem hestarnir voru. Við gengum framhjá kirkjugarðinum og á legsteinunum hvíldi nýfallin snjór. Ég hugsaði með mér að í svona kirkjugarði hlyti að vera notalegt að láta jarða sig. Ég spurði séra Gunnar hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja til þess að það gæti orðið. „Tja,“ sagði hann eftir nokkra umhugsun, „þú þyrftir nú helst að vera dauður.“ Drifhvít vetrarkyrrð ríkti í Kjósinni þennan dag. Svínaskarði er tengd hryggileg saga. Á aðfangadag jóla árið 1900 lagði 15 ára piltur frá Hækingsdal í Kjós á skarðið. Hann ætlaði að eyða jólunum með foreldrum sínum. Þegar hann skilaði sér ekki hófst umfangsmikil leit að honum og fannst hann loksins dáinn í snjóskafli í háskarðinu. Þannig voru þessijól í Hækingsdal. Sveinn Pálsson lýsir því í Ferðabók sinni að hinn 9. október 1792 hafi hann farið frá Meðalfelli í Kjós um Svínaskarð til Mosfellssveitar: „Koldimmt var orðið þegar við komum upp á háfjallið,“ segir hann, „og komumst við með naumindum að Gufunesi kl. 11 um kveldið. Þar fengum við bát og komum til hinnar fögru Viðeyjar um miðnætti og var þá ferðum mínum lokið að því sinni, en ég mun hafa vetursetu í Viðey eins og síðastliðinn vetur.“ Frá Vindáshlíð lá leiðin um götur sem séra Magnús Grímsson (1825- 1860) prestur á Mosfelli og rithöfundur kallar Sandfellsgötur. Þá nafngift mun ég taka góða og gilda enda var Magnús sem ungur maður leiðsögumaður útlendra náttúrufræðinga um landið. Magnús þótti lipurt skáld en líka hugvitsmaður, bjó m.a. til sláttuvél. Hann gaf út íslensk ævintýri ásamt Jóni Ámasyni og þýddi nr.a. „Nokkur orð um kartöflur“ eftir Leplan, öndvegisrit um þá fæðutegund. Sandfellsgata lá rétt við rætur Sandfells að austan og norðanverðu og hjá Dauðsmannsbrekkum um Fossárdalinn yfir Fossá og um Reiðhjalla. Þaðan svo hjá bænum Fossá í Hvalfírði. Á Fossá bjó á átjándu öld bóndi nokkur sem hafði ránskap sem aukabúgrein. Staðsetningin fyrir þann starfa var afar hagstæð þarna enda stendur bærinn nánast á krossgötum. Kannski bendir örnefnið Dauðsmannsbrekkur, en þar sat stigamaðurinn oft fyrir vegfarendum, til þess að hann hafí kálað einhverjum svona í leiðinni. Nú hefur siðmenningin rutt sér til rúms og í dag eru seldar pylsur og gos og bingókúlur á krossgötum við alfaraleiðir. Bóndinn á Fossá væri í nútímanum talinn full grófúr. Og þó. Upp frá prestssetrinu Reynivöllum lá Kirkjustígur um Reynivallaháls hjá Prestsvörðu og Teitsvörðum ýmist að Hvítanesi eða Fossá. Einnig lá Gíslagata um Reynivallaháls og sameinast hún Sandfellsgötu. Líka mætti nefna Selstíg, sem lá suðvestan í Sandfelli, allbrött leið sem sameinast Gíslagötu. Ý msir hafa lent í basli á Reynivallahálsi. Séra Friðrik Friðriksson (1868-1961) ættaður frá Hálsi í Svarfaðardal, segir frá suðurferð skólapilta í Latínuskólann um mánaðamótin september-október 1887. Þeir lentu í roki og skafhríð. Kirkjustíg hafa þeir farið frá Fossá yfír að Reynivöllum. „Þegar við komum á brúnina," segir hann, „sáum við ljósin í glugganum á Reynivöllum, er sýndust beint fyrir neðan. En tvo tíma tók það að komast ofan hálsinn. Það var langversta raunin í allri ferðinni.“ Höfðu þeir þó deginum áður lent í Heima er bezt 315

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.