Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Side 36

Heima er bezt - 01.06.2007, Side 36
Hitinn er aðeins 3 stig. Vatnið sjatnar áreiðanlega í nótt, sagði hver við annan. En hvað skeður þá? Húsfreyjan á Skeggjastöðum lítur út í gluggann og segir: „Sjáið þið til. Hún er þá bara að koma.“ Þá ber stórfenglega sýn fyrir augu. Undan bænum slær áin sér dálítið út. Gljúfurbarmarnir eru þarna mjög lágir, og Skeggjastaða megin eru dálitlir hvammar meðfram ánni. Nú fer Jökulsá hamförum. Jakabreiðan fyllir farveginn og þar sem þrengir að, fleygir áin jökunum upp á gljúfurbarmana. ísinn stenst ekki þetta áhlaup, þótt þykkur sé. Hann lyftist, springur, og jakamir rísa á rönd 50 til 75 sm þykkir, og áin mylur þá, eins og í vélknúinni ískvörn. Hraðinn er mikill og flug í straumkastinu. Hver getur mælt þetta ógnar afl? Það suðar og brestur, þegar jakamir urgast saman og ísinn springur. Árbakkinn titrar við átökin. Allir horfa undrandi og hugfangnir á þessar hamfarir. — Fyrr en varir er allt fólkið komið niður á árbakkann. Við setjumst og horfum heilluð á þennan hrikaleik. Engin orð fá lýst að fúllu því, sem fyrir augun ber. Við ferðamennimir gleymum því í svipinn, að leið okkar lengist óþægilega við þessa breytingu á ánni. Hestarnir okkar bíða á Hvanná. I morgun var rösklega 10 mínútna gangur á milli bæjanna, en nú er það að minnsta kosti þriggja til fjögra tíma ferð eftir því, á hvaða drætti er farið yfír ána. Næsta dag fékk ég að reyna, hvemig það er að húka í grunnum kláfi, sem dreginn er á strengjum yfír gínandi gljúfrið. Traustar hendur toga í dragreipið, og fyrr en varir er kláfurinn kominn að hinum gljúfurbarminum. Þeirri loft- ferð er lokið. Á hverjum bæ í dalnum er nú rætt um sama efni. Hamfarir Jökulsár eru efni umræðnanna. I byggðarlaginu hefur orðið mikil breyting á þessari dagsstund. I gærmorgun gat fólkið á Jökuldal skotist yfir ána og spjallað við grannana, en í kvöld er sú leið útilokuð. í stað þéttbýlis er komin einangrun og strjálbýli. Jökulsá hefur aftur náð völdum í dalnum og missir þau að líkindum ekki aftur fyrr en á næsta vetri. Ekkert vatnsfall á Islandi er eins breytilegt og Jökulsá á Dal. í frostum og hreinviðri síðla vetrar getur hún verið blátær, eins og saklaus bæjarlækur, en í vorleysingum og sumarhitum er vatnið eins og kolmórauð leðja. Ekkert jökulfljót á Islandi er eins ljótt á litinn. Brúin á þjóðveginum hjá Fossvöllum er ef til vill elsta opinbera mannvirkið á íslandi. Fyrsta brúin, sem sögur fara af, brotnaði í svonefndum brúarbyl árið 1671, en ekki vita menn fyrir víst, hvenær sú brú var byggð, en sumir telja, að Hansa-kaupmenn hafi byggt brúna. Á 18. og 19. öld var brúin oft endurbyggð, en steinsteypubrúin, sem nú brúar gljúfragilið, er byggð árið 1931. — Vissa er fyrir því, að í nær 300 ár hefur verið brú á Jökulsá á Dal hjá Fossvöllum. Munnmæli herma, að á lýrstu árum íslandsbyggðar hafi verið steinbogi eða klettabrú yfir gljúfrið hjá bænum Brú. Bæjamafnið bendir til þess, að sú saga sé sönn. Sagnir um steinboga eða klettabrýr á stórvötnum em margar í íslenskum þjóðsögum, og talið er víst, að steinbogi hafi verið á Hvítá í Árnessýslu hjá Brúarhlöðum, og á Hvítá í Borgarfirði, þar sem nú heitir Barnafoss. Greina þjóðsögur frá þessu, og ömefnin benda í sömu átt. Yfír tuttugu forn býli em á Jökuldal og nokkur nýbýli hafa verið reist þar hin síðari ár. Þar er heimavistarbarnaskóli að Skjöldólfsstöðum. Sauðíjárrækt er þar aðalatvinnuvegur, og era Jökuldælingar íjármargir. Sími er á flestum bæjum, og á næstu áratugum koma vafalaust rafmagnsþræðir um endilangan dalinn. Lífsskilyrðin batna, og fólkinu mun fjölga. Margt fallegt hafa skáldin sagt um dalabyggðir og dalafólk. Dalameyjar og hraustir drengir dalanna eru eftirlæti íslenskra skálda. Æskumenn úr dalabyggðum Islands era hlutgengir, hvar sem þeir koma, og átthagatryggð þeirra, sem þar hafa átt sín æskuár, er traust og heit. Fólkið í dölum landsins á sína framtíðardrauma og gleðistundir. „ Þótt kuldinn næði um daladœtur, þœr dreymir allar um sól og vor, “ segir þjóðskáldið Davíð Stefánsson um dætur dalanna. HEB 1957. Viðauki: I bókinni „Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal“, sem bókaútgáfan Hólar gaf út á síðasta ári, þar sem er rakin ábúendasaga Vaðbrekku og margvíslegur annar fróðleikur, segir Ingunn Einarsdóttir frá Aðalbóli, með eftirfarandi hætti frá ofangreindu atviki, þegar Páll Gíslason lenti í Jökulsá: „Mér fannst að við höfum verið ansi heppin. Ymislegt stóð nú bara tæpt stundum en allt bjargaðist. Maður var oft hugsandi yfír því hvemig þessu mundi reiða af. Hugsandi útaf bústofninum. Allt byggðist á honum. Maður var stundum áhyggjufullur með það. Ymislegt getur nú komið fyrir. Sumarið, sem Páll var héma, voru þeir að flytja fóðurbæti yfir ána og þá voru þeir eitthvað að metast um það Páll og Jón Hnefill hvor ætti að fara yfír en Páll réði og fór í kláfínn. Svo slitnaði strengurinn og hann féll í ána eins og oft hefur verið sagt frá. Eg var auðvitað slegin en ég var líka svo himinlifandi. Eg frétti þetta náttúrulega bara stuttu eftir að það gerðist. Eg vissi að hann var mjög góður sundmaður. Hann lærði sund þegar hann var í héraðsskólanum á Laugarvatni og lagði sitt kapp í það að verða vel syndur þar. Hann var sterkbyggður maður. Kláfurinn var ónýtur og margsinnis búið að biðja um efni í nýjan kláf. Þegar séra Sigurjón frétti af þessu sagði hann: - Helvíti brá þeim illa þegar maðurinn kom lifandi upp úr ánni. Þeir sendu strax efni í nýjan kláf.“ 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.