Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 37

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 37
Kviðlingar kvæðamál - Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Lia vísnaþáttur Góðir lesendur. Júní er víst talinn fyrsti eiginlegi sumarmánuðurinn. Þá eru trén orðin laufguð og tún græn yfir að líta. Eg er alinn upp í fannaplássi, en vorið var líka fljótt að koma, eftir að það lét á sér bæra. Um þetta fyrirbrigði orti ég ungur að árum, og mundi víst ekki gera betur nú. Sést af þessu, að mér hefur lítið farið fram á ljóðasviðinu. En erindin eru þannig, óbreytt frá fyrri tíð: Ekki er lengi að leysa snjó Laxárdals úr hlíðum, þegar Suðri sendir nóg af sumarvindum þíðum. Þá er allt í einum sjó á dalbotni víðum. Aar-sprænan, oftast mjó, er á miðjum síðum. Og eftir viku, elfan ströng ísa- snjóa trafið hefur flutt - með jjöri og söng fjarlœgt út í haftð. En ekki meira frá mér af ljóðmáli, því að hagyrðingur mánaðarins er mættur til leiks, og það ekki af lakara taginu, bróðir Guðmundar Inga skálds, Halldór Kristjánsson (1910- 2000). Hann kenndi sig jafnan við bæinn, sem hann var fæddur á og ólst upp, Kirkjuból í Bjamardal í Önundarfírði Hann stundaði nám í Núpsskóla, en var að mestu sjálfmenntaður maður og fjölfróður. Sýndi hann það glögglega, er hann tók þátt í spurningakeppnum í útvarpi, og bar sigur úr býtum. Hann keppti á móti mér eitt sinn og vann mig þar. Fyrir keppni þessa var Halldór spurður, hvað hann segði um að mæta mér á þeim vettvangi, og hann varpaði fram vísu: Þó ég tapi, telst ei smán, tvísýnni í keppni. En ef ég sigra, er það lán, - eða bara heppni. Margir telja æskuárin besta tíma ævinnar. Halldór segir sitt álit: Fögur orð um œskuglóð oft við höfum skrifað, þó eru árin öll jafn góð, ef að rétt er lifað. Fögur er óskin, sem Halldór sendi vini sínum í vísuformi: Sittu heill við sól og fönn, sjáðu blessast hverja önn. Vertu sœll af sauði, kú, sonum, dœtrum, góðri frú. Bræður Halldórs vom Guðmundur Ingi skáld, bóndi og skólastjóri, og Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfírði. Heiðra skal ég herra vorn, - hann sem öllu ræður. Guðmundur Ingi og Ólafur Þ eru mínir bræður. Þegar Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði í Hróarstungu keypti ritið „Kyntöfrar“, og virtist mjög hrifínn af, orti Halldór: Glumdu Eiríks hlátrahljóð, heim frá verslun gekk hann, er við kostakaupin góð kyntöfrana fékk hann. Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.