Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.06.2007, Qupperneq 40
Jón R. Hjálmarsson: KYROS Persakonungur Indó-Evrópumenn stíga tiltölulega seint fram á svið veraldarsögunnar, því að það var fyrst um 2000 f. Kr. sem hópar af þessum kynstofni byrjuðu þjóðflutninga sína út frá sléttum Mið-Asíu. Til vesturs héldu tlokkar sem síðar urðu forfeður flestra þjóða í Evrópu og til suðurs héldu aðrir hópar sem urðu forfeður Indverja, en til suðvesturs fóru Medar og Persar og tóku sér bólfestu í ljallahémðunum fyrir austan Mesopotamíu. Þar áttu þeir síðan heima eftir að sögur hófust í nágrenni við ýmis stórveldi á sléttunum við fljótin Evfrat og Tígris og loks í skugga herveldis Assyríumanna og létu lítið á sér bera lengi vel. En eftir að stórveldi Assyríumanna hrundi og höfúðborg þeirra, Ninive, var brennt til ösku árið 612 f. Kr. skiptu sigurvegararnir löndum þannig að Kaldear fengu sléttulönd Mesopotamíu, en Medar og Persar fengu öll ljallahémðin þar fyrir austan, þar sem nú er landið íran. Persar voru undirþjóð Meda á þessum tímum, en tóku mjög að eflast eftir að einn af smákóngum þeirra, Kabýses 1., gekk að eiga dóttur Astyagesar Medakonungs. Við það reis Kabýses til mikillar virðingar og varð þá brátt yfirkonungur í öllum löndum Persa. Af hjúskap þessum fæddist sonur sem síðar varð víðfrægur sem Kýros konungur mikli og stofnandi íyrsta heimsveldis Indó-Evrópumanna. Gríski sagnritarinn Herodotos segir sögu um umhaf Kýrosar sem minnir mjög á útburðasögumar um Ödipús, Móses, Rómúlus og Remus og tleiri svipaðar flökkusagnir. Hún er á þá leið að Astyages Medakonung dreymdi að dóttursonur hans mundi steypa honum af stóli. Honum brá illa við drauminn og skipaði svo fyrir að bam það sem dóttir hans gekk með skyldi tafarlaust borið út eftir fæðingu. En þjónn konungs, sem átti að sjá um verkið, hafði ekki brjóst í sér til að deyða hvítvoðunginn. Þess í stað fékk hann fjárhirði einum bamið og skipaði honum að bera það út. Sá treysti sér heldur ekki til þessa illvirkis. 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.