Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Side 4

Heima er bezt - 01.10.2007, Side 4
---- Manngildið Agœtu /esendur. Fyrir nokkru síðan rakst ég á skrif ungrar konu, sem velti fyrir sér skoðunum fólks á því sem heimfæra mætti undir manngildi og atriði því tengdu. Það hafði vakið nokkra undrun hennar viðmót sem hún mætti hjá samferðafólki sínu. Ftún hafði starfað sem sölufulltrúi hjá ákveðnu íyrirtæki í höfuðborginni, og gengið ágætlega. Svo kemur að því að hana langar til þess að breyta til, hætta sölumennskunni, og fór hún að vinna hjá fyrirtæki sem sá um skúringar og ýmis þrif hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Flenni fannst einfaldlega hún einhvern veginn gera meira gagn og fá meiri ánægju út úr því starfí. Og þá gerist þetta undarlega, viðmót fólks gagnvart henni gjörbreytist. Nú var hún allt í einu farin að fá augnagotur, glósur, og ýmsar athugasemdir sem hún hafði ekki vanist áður. Þetta þótti henni undarlegt, sem vonlegt er, og eitthvað sem hún hafði ekki átt að venjast. Nokkru síðar ákvað hún að fara í skóla og ná sér í nokkra viðbótar menntun. Og þá fer fólk að klappa henni á öxlina og segja sem svo, já, gott hjá þér að fara í skóla, góða mín, alltaf gott að mennta sig meira, o.s.frv. Þetta þótti henni ekki heldur þægilegt, því í því fólst einhver skoðun viðkomandi um að, já, gott hjá þér að rífa þig svolítið upp úr lágklassanum og mennta þig. Ég minnist líka viðtals við konu, sem fram fór í sjónvarpi nýlega, sem ræddi þar m.a. um starf sitt, er hafði verið í fískvinnslu, lungann úr hennar starfsævi. Ræddi hún m.a. um að sér þætti það ágætis starf og hefði líkað það vel, allan sinn starfstíma, auk þess sem það hefði verið betur borgað en ýmis önnur störf sem buðust í hennar heimabyggð, svo sem afgreiðsla í verslun, t.d. en það þótti eitthvað virðulegra starf, að hennar sögn. Undarlegast þótti henni þó að þurfa að horfa upp á það, þegar fólk var að koma með óþekk böm sín, á vinnustað hennar í fiskvinnslunni, böm, sem löt voru í skóla og nenntu ekki að læra. Þar var þeim bent á fiskvinnslufólkið og umhverfi þess og sagt sem svo: „Sko, ef þú nennir ekki að læra, þá endar þú bara hér.“ Þama var, bókstaflega fyrir framan nefið á fólkinu sem hafði valið sér fiskvinnslu að starfí, verið að segja að það væri annars flokks, eða jafnvel einhvers konar undirmálsfólk, og þá jafnframt verið að ala á þessu sjónarmiði hjá ungviðinu. Einnig berast af því fréttir reglulega, að starfsmannavelta í afgreiðslum ýmissa verslana, ekki síst stórmarkaða, sé mikil og hröð, fólk staldri stutt við í þeim störfum. Og ein aðal ástæða þeirra öru skipta er framkoma viðskiptavinanna við það, sem mun oft á tíðum vera bæði önug og dónaleg. Sem sagt, ótrúlega margir virðast líta niður á það fólk sem við þessi þjónustustörf vinnur. Og þetta á við víðar, þar sem eitthvað reynir á þolinmæði fólks sem er að fara fram á þjónustu ýmis konar. Ef hún kemur ekki á færibandi tafarlaust, með bukki og beygingum, þá er eins og út brjótist óðara einhver skuggahlið í persónuleika margra og henni er hiklaust skellt á oft saklaust starfsfólk, sem sjaldnast hefur vald á því að hnika til aðstæðum. Þetta er afar undarlegt athæfí og siður hjá sumu fólki, að strá í kringum sig orðum og athöfnum sem miða að því einu að helst niðurlægja annað fólk og upphefja sjálft sig. Og ég er ekki frá því að þetta mein fari vaxandi í þjóðfélagi okkar, frekar en hitt. Og ekki er að efa að með öllu þessu ríkidæmi fólks, sem alls staðar sprettur upp í þjóðlífínu orðið, þá mun vegur manngildisins fara minnkandi að sama skapi. Margur verður af aurum api, segir einhvers staðar, og ansi er ég hræddur um að það sé sannleikur sem við íslendingar eigum kannski eftir að kynnast í ríkari mæli í komandi framtíð, en hingað til. Um leið og Mammon fer að ráða ferðinni að mestu, og verða aðal markmið flestra þjóðfélagsþegnanna, þá eykst úlfúðin og harkan. Sumir halda nefnilega að allt fáist fyrir peninga, og að þeim sem lægra sigldir séu í þeim efnum, beri skylda til að beygja sig og bukka fyrir hinum sem belgdari eru á því sviði. En ansi er ég hræddur um að þarna sé hálf loftkennd staðreynd á ferð hjá því ágæta fólki sem þannig er farið að hugsa. Það er kannski hægt að vaða áfram og troða undir einhverja samborgara sína um stundarsakir í krafti auðs og þess valds sem hann færir, en auður veitir ekkert af því sem virkilega skiptir máli, og mest skilur eftir í sálartetrinu. Það em aldagömul sannindi og margar dæmisögumar sem sagðar hafa verið því til sönnunar, af bæði leikum og læröum. Stundum verður maður þess var að auðmenn taka að gefa fjárhæðir til ýmissa góðra málefna, sem auðvitað er allra góðra gjalda vert, og ekkert nema mjög gott um það að segja, þannig séð. En jafnframt tekur maður eftir því að það er aldrei gert nema þess sé rækilega getið í fjölmiólum og auglýst, svo það fari nú ekki framhjá neinum, hvað viðkomandi sé nú góður í sér. Þá fer ekki hjá því að maður fái á tilfínninguna að þama sé fyrst og fremst verið að kaupa sér ímynd og auglýsingu með gjöfínni. Tilgangurinn er sumsé sá að græða á henni. Það dregur óneitanlega talsvert úr gildi hugsunarinnar á bakvið gjöfína eða styrkinn. Flún er ekkert annað en enn Framhald á bls. 521 484 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.