Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 12
Steindór við Trabantinn.
kjaftinum. Hundakvikindin höfðu notað tækifætið og slegið
upp veislu. Þetta varð hálfgert leiðindamál.
Við vorum með tjöldin skammt frá Unaðsdal rétt við Kaldalón,
þar sem Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og læknir, átti heima.
Við vorum líka inn á Nauteyri og víðar á þessum slóðum.
A Nauteyri vora draugar en ég kynntist þeim ekkert. Hann
Þórbergur segir frá þeim í einhverri af bókunum sínum.
Þegar ég var að vinna við símann í Húnavatnssýslum vorum
við með tjöldin skammt frá brúnni yfir Miðfjarðará. Við fóram
stundum heim að Reykjum í Miðfirði, bæ sem er stutt ffá
þar sem tjöldin vora. Þar var jarðhiti og myndarlega búið.
Mig minnir að við höfum keypt þar mjólk. Einnig man ég
vel eftir Stóra-Osi, bæ sem er skammt frá brúnni. Þar var
mikið sómafólk. Báðir þessir staðir vora góðir kaffíbæir. Við
kölluðum það góða kalfíbæi þar sem okkur var boðið kaffí
og meðlæti.
Einn kaupmaður á Hvammstanga varð mér minnisstæður,
Sigurður Davíðsson, sem verslaði í skúr og átti annan skúr sem
hann nefndi Norðurbraut og stóð sá skúr á holtinu við veginn
hjá Stóra-Ósi. Þar era vegamót og liggur annar vegurinn norður
í gegnum Línakradal í áttina til Akureyrar. Hinn vegurinn
liggur út í þorpið Hvammstanga. Sigurður sem hafði fengið
viðumefnið, smávegis, verslaði í Norðurbraut á sumrin og þá
fóra fáir framhjá án þess að kaupa sér eitthvað. Sigurður átti
bróður sem var kallaður Ói, hann var vörabílstjóri og besti
maður sem öllum vildi gott gera. Heimspekingurinn Gunnar
Dal er sonur Siguróar kaupmanns.
Þegar ég fór að vinna við símann var kominn sími á flesta
eða alla þéttbýliskjama á landinu. En víða voru sveitabæir án
síma. Það var algengt að símstöð var á einhverjum einum bæ
í miðri sveitinni og þangað fór fólk á nærliggjandi bæjum ef
það þurfti á síma að halda.
Við voram mikið í því að leggja síma um sveitir heirn á
hvem einasta bæ, bæði fyrir norðan og vestan og einnig yfír
fjallvegi. Ég kynntist mörgu góðu fólki í sveitum landsins
Ekið var aftan á Trabantinn.
þessi ár sem ég var hjá símanum. Á sumum bæjum var mikið
til af bókum sem gott var að fá lánaðar. Mér þótti alltaf gaman
að lesa.
Ég var m.a. við að leggja símann í Svínadalnum í A-
Húnavatnssýslu. Við vorum með tjöldin okkar rétt við bæinn
Svínavatn en þar var símstöð og kirkjustaður. Við bæinn er
mikið vatn sem heitir Svínavatn. Þar var talsverð silungsveiði.
Við voram líka að leggja línur í Blöndudal sem er næsti dalur
við Svínadal en austar, nær Vatnsskarðinu. Auk þess að vera
að leggja nýjar línur um landið fóru símamenn með eldri
línunum og gerðu við ef þess þurfti.
Þá var ég líka í Skagafirðinum að leggja línur í Blönduhlíðinni
og við lögðum síma úti á Skaga og voram með tjöldin hjá
Hrauni á Skaga. Þá kynntist ég Guðrúnu frá Lundi og hennar
manni. Þau bjuggu þá á Malarlandi. Við keyptum mjólk hjá
þeim.
Á þessum tíma var róið frá öllum bæjum á Skaganum. Maður
Guðrúnar hafði smíðað sér bát úr einum drumbi, sem rak á
fjöru hjá honum. Það var mikill reki á Skaganum og þar ráku
heljarstór tré, líklega hafa þau komið alla leið úr skógum
Síberíu. í gamla daga kepptist biskupsstóllnn við að kaupa
sem flestar jarðir sem voru með reka.
Við vorum að vinna við símalagnir og viðgerðir í Laxárdalnum
og sóttuin mjólk á bæinn Skinnastaði. Þar haföi alist upp stiilka
sem var systir Stefáns Islandi. Þetta var falleg stúlka en því miður
man ég ekki nafftið á henni lengur en hún var kölluð Ninna.
í Húnavatnssýslum og Skagafírði eru afar grösugar sveitir
og mjög fallegt. Ég byrjaði að vinna hjá símanum upp úr 1930
og var þar til um 1940.
Eftir að þú hœttir að vinna hjá símanum hvað fórstu þá
að gera?
„Já, þá fór ég að keyra vörabíl sem ég átti sjálfur. Ég kom
honum upp á land, mig minnir á Stokkseyri. Síðan fór ég að
492 Heima er bezt