Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 5
Rætt við Steindór Jónsson, bifvélavirkja
Það er sól og hýtt þennan síðsnmarsdag þegar
ég kem á heimili Steindórs Jónssonar, í reisulegu
húsi við Skipholt í Reykjavík. Hann býr þar
í skjóli dóttur sinnar, Dóru Steindórsdóttur, og
eiginmanns hennar, Þorvaldar Ingólfssonar. Erindið
er að taka viðtal við Steindór, fyrir blaðið Heima
er bezt. Það hvarflar að mér að œvi þessa manns
hafi kannski verið eins og dagurinn, sól, hlýtt en þó
talsverð gola.
Offáir eru eins lánsamir og Steindór að fá
að eyða œvikvöldinu á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar. Dóra og Þorvaldur komu upp á land
eins og földi annarra Vestmanneyinga þegar gosið
varð.
Steindór liggur útafí rúmi sínu og er upptekin
við að hlusta á spólu sem inniheldur ýmiss konar
fróðleik og Ijóð, en hann tekur gestinum vel og er til
í að segja eitthvað frá œvi sinni sem spannar hvorki
meira né minna en 99 ár.
Steindór á
œttarmóti á
Skógum,
myndin tekin
29. september
2003.