Heima er bezt - 01.10.2007, Page 8
Hrafn og Margrét Johnsen, kona hans, ásamt jjölskyldu sinni; Marinó og Dóra með hálfbróður sínum, Hrafni
talið frá vinstri; Guðmundur Geir, Jón Olafur, Margrét, Jón Steindórssyni.
Hlöðver, Eydís og barn þeirra, Hrafnhildur.
frá bænum. Hann tók það ráð að fá að byggja hlöðu yfir
heyið á bænum Vallnatúni, sem var mun styttra frá engjunum
en Hellnatún. Þegar Guðmundur fer að grafa fyrir hlöðunni
kemur hann niður á gamla sendingu, ekki beint draug, heldur
var það oft gert að taka dýr og magna þau og senda til þeirra
sem menn töldu sig eiga eitthvað sökótt við. Þetta hafði verið
mórauður hundur og hann kemur þarna upp og er sýnilegur
fólkinu í Vallnatúni. Þá bjuggu þar systkinin Sveinn og Ólöf.
Þau sáu hundinn oft og fussuðu og sveiuðu honum en allt kom
fyrir ekki. Ég sá hann ekki en var hræddur við sögumar af
þessum uppvakningi. Við það bættist að hundurinn á bænum var
mórauður og hét Spói. Við náðum aldrei saman vegna hræðslu
minnar, ég var hræddur við báða, hundinn og uppvakninginn
þó að ég sæi hann aldrei.
Sveinn kenndi mér stærðfræði en allur hans reikningur var
í pundum og eldgömlum orðum yfir reikningsheiti enda fór
lengi vel heldur lítið fyrir stærðfræðikunnáttu minni. Ég kann
eina vísu um það og hún er svona.
Lítið í mér vitið vex
þó verði limirstórir.
Þegar dragast þrírfrá sex
verða eftir Jjórir.
Við fluttum til Vestmannaeyja vegna þess að mágur minn,
maður einu systur minnar, stundaói þar sjó og þau höfðu nóg
húsrými. Seinna byggðu þau hús í Vestmannaeyjum sem enn
stendur og heitir Reykir.
Þar átti ég heima á tímabili. Ég var fermdur í Landakirkju
af sér Oddgeiri Þórðarsyni. En þetta varekki góður tími fyrir
mig, eins og áður segir var ég haltur og forðaðist að blanda
geði við aðra krakka. Eg hafði mikla minnimáttarkennd út
af því að vera haltur og vegna þess var ég óframfærinn og
blandaði lítiö geði viö ókunnuga.
Strax og ég hafði aldur til fór ég að aka bíl, ég var lítið á
sjónum og ekki hneigður til vinnu sem tengdist fiski eða sjósókn.
En ég var samt sæmilega fiskinn, sértaklega á keilu. Keilan er
kötturinn hans Farós eins og þú veist. En blaðamaður verður
að viöurkenna fáffæði sína og hefur aldrei heyrt um þetta áður.
Steindóri ofbýður og ákveður að fræða manneskjuna betur um
þessi mál. „Eins og þú veist“ segir hann þá, „þegar Israelar
fóru yfir Rauðahafið opnaði Móses þaö og þeir gengu þurrum
fótum yfir. Svo komu Egyptamir, þá féll sjórinn yfir og allt
sem þeir vom með dmkknaði og urðu að öðmm lífverum.
Egyptamir, sem fómst urðu að selum. Þeir höfðu mikið af
köttum með sér og trúðu á þá, kettimir urðu að keilum. Keilan
er eini fískurinn sem ég hef séð sem er svolítið loðinn. En það
er ekki gaman að gera að þessum físki.
Þegar ég var í Vestmannaeyjum gerði bróðir minn út á mið
sem heita Seilur, það em sérstök mið sem em full af keilu.
Keilan gleypir og önglamir verða fastir í kokinu á henni og þegar
maður var að skera af henni hausinn þá var hnífurinn alltaf í
önglinum og því hélst illa bitið í honum. Já, ég ætlaði að segja
þér af hundinum hans Farós, en hann varð að steinbít.“
Hvað fórstu svo að gera í landi?
Jú, við stofnuðum bílastöð með vörubíla en Sigurjón bróðir
minn stofnaði bílaverkstæði og með því hafði hann einn fólksbíl
sem hann ók fólki á um Eyjamar. Það kom stundum fólk og
vildi láta aka sér í kringum Fellið í skemmtiferð. Ferðin kostaði
eina krónu. Ég keyrði stundum leigubílinn.
Bílaverkstæðið var fyrst þar sem Brynjólfsbúð var í gamla
daga.
Eg keyrði líka vömbíl frá krónum, krær var það kallað, þar
sem gert var að fiskinum. Það var þannig ef nokkrir menn áttu
eða gerðu út sama bátinn, að flskinum var skipt á milli þeirra
og hafði þá hver sína kró til að setja fískinn í. Það var lagt
upp á Bæjarbryggjuna og þaðan var fiskinum ekið á vörubíl
upp í kræmar í aðgerðarhúsinu. Aðgeröarhúsið var byggt á
488 Heima er bezt