Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 18

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 18
Kaupmannahöfn þegar hún sá myndir eftir Kröjer á sýningu og hreifst mjög af þeim. Ungu stúlkunni var strítt á áhuga sínum á þessiun þekkta málara en hún lét engan bilbug á sér fínna og þar sem hún ætlaði sjálf að gerast listmálari reyndi hún að komast í læri hjá honum. En Kröjer kærði sig ekki um kvenkynsnemendur. Þó fór svo að hann varð kennari hennar þegar hún komst í sérstakan kvennaskóla listnema. Seinna leyföu foreldrar Marie henni að fara til Parísar í listnám og þar leiddu örlögin þau Kröjer aftur saman. Því haföi verið spáð fyiir Kröjer að hann ætti eftir að hitta tilvonandi eiginkonu í París. DagnokkumsatMarie ^ ásamt félögum inni á Café de la Regence. Kröjer gekk ffamhjá og kom auga á hana. Minnugur spádómsins var hann fullviss um að þama sæti verðandi lífsföiuautur. Marie og Kröjer giftust 1889 og eignuðust dótturina, Vibeke, 1895. Þau bjuggu á sumrin á Skagen í löngu, gulu, lágreistu húsi sem kallað varKröjershús. Þekktur rithöfúndur og málari w líkti Marie við, jtitabeltisfúgl í hænsnagarði innan um Skagabúana“. Hún klæddi sig eins og hún væri í París eða Biarritz. Húsið bjó hún í stíl eigin persónuleika. ,/iHt var svo tært og svalt eins og hún sjálf‘. Húsið stóð í góðu skjóli umkringt klifúrrósum, villivínviði og blómum. Þekkt er mynd Kröjers af eiginkonunni sitjandi í garðstól undir blómstrandi rósamnna. Á Ijósmyndum frá fyrri ámm er Marie geislandi glöð og horfir beint ffaman í myndavélina. En þetta breyttist eftir því sem árin liðu og á myndum er sem lífsgleðin sé horfin og Marie starir döpur út í bláinn. Hjónabandið var ekki hamingjusamt. Getgáturem uppi um ástæðurþess. Hjónin vom ólík að eðlisfari. Marie sóttist eftir kyrrð og einveru en Sören vildi helst vera innan um vini í veislugleði. Vinir hans mátu mest hjá honum elskulegheit og töffandi viðmót. Bæði þjáðust hjónin af sjúkdómum. Marie smitaðist af taugaveiki í brúðkaupsferðinni og beið þess aldrei bætur. Sören var með syfilis og eltist mjög um aldur ffam. Einnig þjáðist hann af geðhvarfasýki og dvaldist af þeim sökum nokkmm sinnum á hælum. Árið 1902 kynntist Marie sænska tónskáldinu Hugo AlfVen. Hann samdi ógrynni tónverka allt ffá smálögum og upp í sinfóníur. Alfven fékkst einnig við myndlist og með honum og Marie tókust ástir þegar hann dvaldist á Skagen. Marie sótti um skilnað ffá Kröjer og hann fékk foreldraréttinn yfir dótturþeirra, Vibeke. Marie eignaðist dótturina Margit með Alfven 1905 en þau giffust ekki fyrren 1912. Ekki varð Marie hamingjusöm rneð AlfVen sem þótti sýnahenni litla tillitssemi. Þau bjuggu j ásetrihansíTalIberg í Dölunum í Svíþjóð og sýna ljósmyndir af mæðgunum dapran svip Marie. Marie og AlfVen skildu að lögum 1936ogsama ár kvæntist hann Carin Wessberg. I bréfi til vinar Iöngu seinna skrifaði Marie að hún undrist mjög hvemig hún fékk sig til að skilja við Sören „...þessa góðu, göfúglyndu og elskulegu persónu." w Núfannsthenniþað óskiljanlegur asnaskapur. Enn nú skal vikið að endingaigóðu og hamingjusömu hjónabandi. Anna, sem seinna hlaut ættamafnið Ancher, var dóttir gestgjafahjóna á Bröndumshóteli á Skagen. Kvöldið áður en hún fæddist í ágúst 1859, tók móðir hennar, Ane Hedevig, á móti ffægum gesti, ævintýraskáldinu H. C. Andersen. Andersen var þreyttur eftir dagsferð í vagni eftir sandinum alla leið ffá Frederikshavn. Ane Hedevig vildi gera vel við gestinn og sendi þjónustustiilku út eftir glænýrri rauðsprettu. Ferð hennar dróst á langinn og skáldið gerðist óþolinmótt og fékk eitt af sínum þeklúu skapvonskuköstum. Gestgjafakonunni varð svo mikið um að sagan segir að hún hafi flýtt sér upp á loft og fætt Önnu. Anna aðstoðaði foreldra sína við hótelreksturinn. Sumarið þegar hún var 15 ára bar að garði ungan, síðhærðan málara ffá Borgundarhólmi, Michael Ancher. Anna þjónaði honum til borðs og sagði eftirá að hann væri grindhoraður og glorhungraður Skagen er lítill bær á norðurodda Jótlands. Pangað leituðu listmálarar og nýttu sér skæra dagsbirtuna og draumkennda kvöldbirtuna. Þeir voru kallaðir Skagamálarar. Anna Ancher: Stúlkan í eldhúsinu. Kröjer má/aði mynd af Marie, eiginkonu sinni, við hafið. og heföi borðað þijár steiktar dúfúr. Michael varð einn eftir af sumargestunum um haustið og var boðið í fermingarveislu Önnu. Hann varþá25 ára. Nú fóm listmálarar að venja komur sínar til Skagen og nóg var að gera á Bröndumshóteli. Anna fékk áhuga á málaralist og byijaði sjálf að mála vatnslitamyndir. Þar kom að Anna og Degn bróðir hennar fóm til Kaupmannahafhar að nema myndlist. 498 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.