Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Side 23

Heima er bezt - 01.10.2007, Side 23
eða sársaukaleysi (analgesia) og óminni eða minnisleysi (amnesia). Nú er unnið að því að greina þessi einkenni að og rekja hvar í heila og/eða mænu einstök lyf kalla einkennin ffam, og hvernig lyfín verka á tilteknar frumur eða frumuhópa. Frumuhimnan, og þar með himnan utan á taugaffumum eða taugungum, er flókin samloka úr fítuefnum (lípíðum). I henni fljóta „eyjar“af sérhæfðum prótínefnum. A himnu taugungs í hvíld er ákveðin rafspenna, róspennan, sem viðhaldið er með því að ensímakerfí í ákveðnum prótíneyjum dæla hlöðnum atómum (jónum) út úr og inn í frumuna. Taugaboð berast eftir endilöngum taugungi sem boðspenna, bylgja breytinga á himnuspennunni. Þar sem taugungar koma saman kallast taugamót, og um þau berast boð með sérstökum boðefnum, sem losna úr enda eins taugungs og verka á þann næsta. Einkum innan heilans eru boðleiðirnar afar flóknar og liggja um fjölda taugunga, enda þekkjast innan heilans mörg og mismunandi boðefni. Til að boóefni verki þarf á ffumuhimnu viðtökutaugungs að vera sérhæfður nemi, sem greinir þetta boðefni, en engin önnur. Nemamir em mismunandi eftir gerðum taugunga og legu þeirra innan heilans. Þau taugaboðefni sem menn kynntust fyrst verka utan heilans og eru örvandi; losun viðkomandi efna á taugamótum kallar ffam boðspennu og þar með framhald boðsendingar um næsta taugung. Innan heilans þekkjast líka nú hömluboðefni. Það em efni sem loka taugabrautum, hindra myndun boðspennu og þar með boðflutning eftir brautunum. Eitt þessara hömluboðefha er gamma-amínósmjörsýra eða GABA. * Á taugungum í ýmsum hlutum heilans eru ýmsar gerðir af nemum fyrir GABA, og áhrifin eru mismunandi eflir gerð nemanna. Komið hefur í ljós að deyfi- og svæfilyf sem notuð em við skurðaðgerðir virkja tilteknar gerðir GABA-nema og stöðva með því einhver boð innan heilans eða draga úr virkni þeirra. Ýmis svefnlyf og róandi lyf, svo sem valíum, bindast líka GABA-nemum. Staðdeyfílyf draga ekki aðeins úr I Frœðiheiti á smjörsýru eru dregin af lal- rteska orðinu yfir smjör, butyrum, og GABA er skammstöfun á ensku heiti boðefnisins, Gamma- Amino Butyric Acid sársauka. Þau stöðva líka önnur boð um taugar á deyfða svæðinu eða draga úr þeim. Þannig dofnar allt skyn frá svæðinu og vöðvar lamast. Þetta kernur sér stundum illa, til dæmis myndi staðdeyfing við fæðingu koma í veg iyrir samdrátt í legvöðvum - fæðingarhríðir. Alexander M. Binshtok og samstarfsmenn hans við Massachusetts General Hospital- sjúkrahúsið í Boston þar sem fyrsta skurðaðgerðin með etersvæfingu var ffamkvæmd, vinna að tilraunum með efni, QX-314, sem unnið er úr lidokaíni og lamar sársaukaskyn en ekki skyn- eða hreyfiboð af nokkm öðru tagi. Sá ljóður er á, að QX-314 þarf að komast inn í taugafrumur til að hafa þessi áhrif, en eitt sér kemst það ekki gegnum rásir á yfírborði frumnanna. I sterku kryddi, chillipipar, er efni, kapsaikaín, sem kallar fram kryddbragöið í munni og veldur sviða ef piparinn er borinn á húð. Þetta efni þarf að komast inn í skyntaugafrumur til að hafa þar áhrif, og getur auk þess flutt QX-314 með sér inn í frumumar. Þetta notuðu þeir Binshtok sér og sprautuðu í tilraunarottur blöndu þessara efna „krydduðu QX-314“ og kölluðu með því ffam sérhæfða sársaukadeyfingu. Þessar tilraunir gætu, ef frekari prófanir gæfust vel, orðið gmnnur að nýju, sérhæfðu staðdeyfilyfi og em dæmi um það hvemig menn vonast til að geta, með aukinni þekkingu á sambandinu á milli sameindagerðar og lífifræðilegra áhrifa efnis, fengið fram „skraddarasaum- uð“ lyf, er henta hverju sinni aðgerðinni og sjúklingnum sem gengst undir hana. Heimildir Grein í Scientific American í júní 2007, bls 32-39, eftir Orser, B. A. „Lifting the Fog Around Anesthesia,,, er helsta heimild að efni þessa pistils. Um tilraunir Binsthtoks og félaga með „pipraóa staðdeyfilyfið“má lesa í tveimur greinum í Nature, 4. október 2007: Edwin W. McCleskey. „A local route to pain relieffbls. 545-546) og A. M. Binshtok, B. P. Bean & C. J. Woolf. „Inhibition of nociceptors by TRPVl-mediated entry og impermeant sodium channel blockers"(bls. 607-610). Ljóðið í upphafi greinarinnar og skýring á því er sótt í Ritverk Jónasar Hallgrimssonar; ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Reykjavík 1989. Auk þess las Elín Margrét Thorlacius læknir megnið af greininni yfir í handriti og haföi vit fyrir afa sínum þar sem þess gerðist þörf. Lausn á þraut í síðasta blaði (bls. 447) Ummál hrings er sem kunnugt er 2*7Cxr, þar sem r er radíus hringsins. Ef dreginn er hringur á jörðina með suðurskaut hennar í miðju og radíus 5/2k = 0,798 km, er ummál þessa hrings eða breiddarbaugs 5 kílómetrar. Maðurinn hefur ferð sína fimm kílómetrum norðan við bauginn og kemur því á hann að suðurgöngunni lokinni. Hann gengur svo allan hringinn, fimm kílómetra leið í austurátt (raunar skiptir ekki máli hvort hann fer í vestur eða austur), og þaðan 5 km til norðurs á upphafsstaðinn. Raunar eru lausnirnar fleiri. Ef norðurgöngunni lýkur á hring með 2 'A km ummáli eru 5 km tvær umferðir, þrjár á l2/3 km hring o. s. frv. I öllum tilvikum stendur hann á upphafsreit að lokinni 5 kílómetra göngu eftir hringum. Heima er bezt 503

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.