Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 28
Úr stofum Arnarhreiðursins. Þar var allt sérvalið og af vönduðustu gerðjajht húsgögn sem tæki og veggklæðningar. Arininn, sem sjá má á einni myndinni, var úr marmara oggefinn af Mussolini, einrœðisherra á Italíu. Fjögurra tommu þykkt teppið var gjöf frá Hiro Hito Japanskeisara. er fiillkomin ástæða til þess að heimsækja það. En tæplega er hægt að minnast á Berchtesgaden svæðið án þess að geta um eitt með trægari kennileitum þess og sem er ástæða upphafsorða þessa greinarstúfs, en það er hið fyrrum kunna Amarhreiður Hitlers, sem byggt var upp á toppi Kehlsteinþallsins, og sem teljast varð næsta ótrúlegt verkfræðilegt atfek, miðað við þekkingu og tækni síns tíma. Þetta hús, sem í dag er rekið sem veitingahús, er ein af örfáum menjum þýsku nasistanna sem fengu að halda sér og hefúr verið haldið við til dagsins í dag. Eins og fyrr greinir yfirtóku nasistar svæði við rætur fjallana Hoher Göll og Kehlstein, er nefnist, Obersalzberg, (sem kannski mætti þýða sem Aðalsaltfjallið), enda var unnið salt úr því um langa hríð. Smám saman hafði byggst upp þama bændasamfélag, en það er ekki fyrr en 1877 að fyrsta gistihúsið er byggt á svæðinu og sumt tfæga fólkið fór að gista þar, svo sem t.d. úr austumsku konungsættinni. Svo fórþað að tíðkast að ríka fólkið fór að setjast þama að og byggja sér hús. Þeirra á meðal var tjármálaíúlltrúi og ffamleiðandi píanóflygla, Bechstein að nafúi. Hann reisti lítið hús þama og nefndi það „I laus Wachenfeld“ sem mjög lauslega mætti kannski þýða með orðinu Gæsluhúsið. Og með byggingu þess má segja að einn stærsti þátturinn í örlagasögu Obersalzberg hefjist. Eftir uppþotið 9. nóvember 1923 og fangavist sína í framhaldi af því í Landsberg, kom Adolf Hitler til Obersalzberg til þess að dvelja í litlum bjálkakofa rétt ofan við svæðið. Þar kynntist hann smám saman nágrönnunum og naut stuðnings þeirra og vina, sem önnuðust ýmislegt fyrir hann. Systir hans keypti Haus Wachenfeld, og Hitler keypti það svo af henni árið 1927, þar sem honum hafði ekki tekist að fmna sér neinn annan ívemstað. Og allt var óbreytt enn um sinn, fyrir utan smávægilegar breytingar sem gerðar vom á húsinu. Það var ekki fyrr en Hitler var orðinn ríkiskanslari árið 1933, að húsið var stækkað, og flokksfélagar og frægt fólk fór að sækja þangað til hans. Svo mikill varð straumurinn að nauðsynlegt reyndist að stækka það enn. Rudolf Hess var þá settur í það semja við eigendur jarða í kring um húsið um kaup á þeim. En þegar honum var skipað til annarra verka var Martin Bormann fengið í hendur að skipuleggja allt svæðið á Obersalzberg. Hann var fljótur að grípa það tækifæri, sem hann taldi að gæti orðið til þess að auka vinsældir sínar hjá Hitler. Áður en hendi varð veifað, hafði hann náð á sitt vald nærri 800 hektara svæði í kringum 508 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.