Heima er bezt - 01.10.2007, Page 32
Þorsteinn Jósefsson:
Grímsey 1957
Land og lega
Grímsey er blágrýtisklettur, sem rís úr hafi röskum 40
kílómetrum norður af Gjögri. Hún er sæbrött og hömrum
girt allt um kring. Hæst er hún um miðbikið og nær þar
rösklega 100 metra hæð, en þaðan hallar henni til beggja
enda.
Grímsey er 5.3 ferkm að stærð. Hún er um 6 km að lengd
en um það bil tveggja km breið, þar sem hún er breiðust.
Hún mjókkar til beggja enda og þó einkum til norðurs.
Að austan er samfellt standberg, og þar er öll fuglabyggðin.
Þar er bjargið hæst, 80—100 metra hátt, og þar er venjulega
sigið eftir fugli og eggjum á vorin. Fuglabjargiö er einstaklega
litríkt, mikiö af gróðri í því, einkum skarfakáli, en auk þess
er bergið þéttsetið fugli á vorin og sumrin, og þaó setur sinn
ákveðna svip á bjargið, lífgar og lýsir það upp.
Að vestan er eyjan nokkru lægri, og á nokkrum stöðum
skerast þar inn í hana víkur og vogar. Þar er lending eða höfn
eyjarinnar, og þar er öll byggóin. Standa bæirnir í samfelldri
röð uppi á sjávarkambinum, 10—15 metra yfir sjávarmáli.
Víða er fagurt og sérkennilegt stuðlaberg í víkunum framan
við bæina, en handan við þá, til austurs og norðurs, hækkar
eyjan skyndilega, og þar taka beitilöndin við.
í Grímsey er nyrzta byggð íslands, enda er eyjan talin öll
norðan heimskautsbaugs. Þar hverfur sól ekki af lofti um
þriggja vikna skeið um sólstöðurnar á vorin, og jafnvel í
svartasta skammdeginu, þegar sólargangurinn er skemmstur,
sést sólin svífa stundarkom yfir háfjöllum í suóurátt.
Búsar. Þaó er nyrsti bœr í Grimsey og jafnframt nyrsti
bœr á Islandi.
Fuglabjörg og fuglalíf
Það, sem aðkomumanni þykir tilkomumest og sérkennilegast
í Grímsey, er miðnætursólin og fuglamergðin í bjarginu
umhverfls eyna.
Ef flogið er meðfram bjarginu, þá sér maður hvíta mekki
þyrlast til lofts. í fyrstu sýnist þetta eins og reykský, sem rísa
upp frá bjarginu í stefnu til himins, en við nánari athugun
kemur í ljós, að þetta eru tugþúsundir og milljónir bjargfugla,
sem styggzt hafa og hefja sig til flugs af ótta við hvin eða
gný tröllfuglsins mikla - flugvélarinnar, sem nálgast með
ægilegum hraða.
En styggöin varir ekki lengi. Fuglinn er heimakær, og
sér í lagi á vorin, á meðan hann liggur á eggjum eöa gætir
unga sinna, og á skammri stundu er bjargið þéttsetið .aó
5 12 Heima er bezt