Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 33
Miðgarðar, ein af stœrstu jörðum Grímseyjar; þar var
prestssetur um langt skeið. A myndinni sést kirkjan,
skólahúsið og íbúðarhúsið í Miðgörðum 1957.
nýju, fugl við fugl á hverri syllu, hvert sem litið er. Hér á
fuglinn heima, og hér unir hann sér vel.
Þegar gengið er eftir bjargbrúninni er þvílíka fuglamergð
að sjá allt frá neðstu stöllum til efstu brúna, að helzt sýnist,
sem bjargið sé lifandi og bærist. Hvert sem litið er, hvort
heldur til hafs eða bjargs, er allt morandi af fugli. Eins og
annars staðar í fuglabjörgum þar sem sjófugl hefst við að
ráði, leggur allmikinn þef af bjarginu, enda situr dritið eins
og hvít skán í því og lýsir bjargið upp. Þarna er eilífur kliður
gargandi fugla, jafnt á nóttu sem degi, kliður, sem varir frá
vori til hausts og aldrei verður lát á.
I Grímsey er talið að um eða yfir 60 tegundir fugla hafist
við og rúmlega 20 tegundir verpi þar.
Mest er þar af stuttnelju, fýl, lunda, langvíu, álku og teistu,
sem hafast við í bjarginu, en uppi á eynni eru heil svæði
hvít af kríugeri, og mikið kríuvarp er í eynni. I Grímsey er
líka haftyrðillinn, sem hvergi verpir annars staðar á íslandi,
svo að vitað sé. Nokkurt æðarvarp er í Grímsey, og á vorin
sitja þær oft svo fast á eggjum sínum, að ganga má að þeim
og strjúka þær.
Til skamms tíma var bjargsig mjög algengt í Grímsey, og
frá hverju heimili var farið í bjarg til eggjatöku. Oftast fóru
6—10 manns saman í bjargið í einu. Einn seig, annar hafði
eftirlit með sigmanninum og var kallaður sjónarbjargsmaður,
en hinir drógu. Aö sigi loknu var fengnum skipt og fékk hver
sinn hlut. Stundum var líka farið í handvað niður, og þurfti
þá ekki fleiri en sigmanninn einn, sem festi sigvaðnum við
hæl á brúninni og fór síðan óbundinn niður, sem svo var
kallaö. Þótti sú aðferð ekki hættulaus og ekki henta öðrum
en ofurhugum einum, en hins vegar gat slik aðferð orðið
ábatasamari en hin. Nokkur hætta er ávallt af steinhruni
við bjargsig, en furðufáir munu hafa slasazt eða farizt við
bjargsig í Grímsey.
Auk eggjatöku var einnig sigið eftir fugli, og var það
gert á ýmsum tímum sumars, eftir því um hvaða fugl var
að ræða. Þannig var t. d. ekki sigiö eftir skegluungum fyrr
en í 15.—16. viku sumars og eftir fýlsungum í 18. viku.
Þykir sá síðarnefndi arðsamastur allra fugla og var mikið
sóst eftir honum. Var það siður, að einn maður hefði jafnan
þann starfa á hendi að kreista kviðinn á fýlsungunum, þar
til hann spjó lýsi eða einhvers konar fitu, því að ella hefði
spýjan runnið sjálfkrafa upp úr honum, þegar honum var
kastað í bing og þá eyðilagðist fiðrið.
Nú er bjargsig, fuglataka og eggja að hverfa í Grímsey
sem atvinnugrein úr þjóðlífi þeirra eyjarskeggja. Eiga þeir nú
afkomu sína undir öðrum arðvænlegri atvinnugreinum, sem
gefa fljótteknari tekjur og eru ekki jafn áhættusamar. Hins
vegar kunna Grímseyingar ennþá ekki við það að ná ekki í
egg eða fugl til matar, þegar fuglinn er sestur að í bjarginu
á vorin, og enn iðka þeir [1957] bjargsig sem sjálfstæða
íþrótt, þótt ekki sé það í þeim mæli, sem áður var.
Kvikfé og önnur dýr
Fyrir 100 árum kemst sr. Jón Norðmann svo að orði, er hann
minnist á dýralíf í Grímseyjarlýsingu sinni:
„Af lifandi skepnum er fyrst fræga að telja mennina, því
næst brúnskjótta hryssu, feita, gamla, þolna og hrekkjótta,
þessu næst um 200 fjár og nokkra hunda. Ei eru á eynni
kettir, kýr né mýs.“
A þeim röskum hundrað árum, sem liðin eru síðan sr.
Jón skrifaði þetta, hefur sú breyting á orðið, að brúnskjótta
hryssan er dauð og nú er þar enginn hestur og hundar ekki
heldur, og enn hafa ekki flust þangað mýs né rottur [1957],
þótt undarlegt megi teljast. En gömul trú var það, að moldin
í eynni væri eitruð, og því gætu mýs ekki þrifizt þar.
Fjáreign í Grímsey hefur mikið aukizt, og eru þar um 350
kindur og auk þess nokkrar kýr, sem engar voru á dögum
sr. Jóns Norðmanns. Kýr eru þar nú [1957] 14—16, auk
ungviðis. Ketti hafa menn sér til gamans, og eitthvað er
þar af hænsnum.
Hvítabimir flæktust áður fyrr oft með hafís til Grímseyjar, og
ganga um þaö ýrnsar þjóðsögur. Ein þeirra hermir frá bjarndýri,
setn komið hatl til eyjarinnar og „lagzt á hramminn,“ þ. e.
búið sér til bæli í snjóskafli, lagzt þar og sogið hramminn. Var
það gömul hjátrú, að ef bjarndýr lægi í mánuð á hramminum,
Heima er bezt 513