Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 34

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 34
þá risi það upp og gjöreyddi alla byggðina. Er bjamdýrið hafði legið í bæli sínu um hálfsmánaðartíma og allar tilraunir til að vinna á því reyndust árangurslausar, var leitað til manns þess í eynni, er Eyjólfur hét og kallaður var Dýra-Eyjólfur, vegna þess, að hann hafði áður lagt að velli 19 bjarndýr. Nú var það trú manna, að viðureignin við hið 20. bjamdýr væri ævinlega hættulegust, en samt tókst Eyjólfur á hendur að freista enn gæfunnar. Tók hann lamb, sem hann átti, með sér í veiðiförina og veifaði því fyrir bælisdyrum bjamarins. Við það ærðist bjöminn, hentist út og beit um leið höfuðið af lambinu, þaut síðan til sjávar og langt út á ísinn. En Eyjólfur elti og gafst ekki upp, fyrr enn hann hafði unnið dýrið. Rostungar flæktust áður fyrr stöku sinnum til Grímseyjar, og um skeið var ógrynni af hákarli og sel við eyna, en hann sést naumast nú. I bók sinni „Reise nach Island“ segir A. Tienemann frá því, að vorið 1821 hafi Grímseyingar fengið 360 seli, og hafi mergðin þá verið svo mikil á ísnum við Grímsey, að veiðimennimir töldu sig ekki hafa komizt yfir að drepa nema hundraðasta hvern sel, sem þeir sáu. í þjóðsögu einni er sagt frá bónda nokkmm í Grímsey, Jóni að nafni, sem drap fjölda sela með því að takast fangbrögðum við þá. Eitt sinn hitti hann fyrir rauðhöfðóttan sel, og var sá miklu verstur viðureignar. Lauk glímu þeirra Jóns og selsins með því, að selurinn beit nefið af Jóni, og var Jón eftir það kallaður Jón selsnefur. Þá segir sr. Jón Norðmann frá dýrategund, sem hann taldi hafa gengið á eyna áður fyrr, en það vom skrímsli. Og það, sem meira er, að sr. Jón kann að lýsa þeim. Er þama um ýmis tegundaafbrigði að ræða, svo sem rokk, en það var þrífætt skrímsli, stórt og snoðið. Það sló afturfætinum inn á milli framfótanna og byltist þannig áfram. Skeljaskrímslið gljáði frá hvirfli til táar og í því hringlaði, þegar það hreyfði sig. Loks var svo fímmfætt skrímsli, lítið, mórautt og kafloðið, en auk þess gengu sagnir um sexfætt og sjöfætt skrímsli. Tákn þess, að skrímsli væri í nánd, var það, að þá dró allan mátt úr mönnum. Eitt sinn var ung stúlka send milli bæja í Grímsey, og þegar hún kom ekki fram, var hennar leitað. Þegar hún fannst, var hún nær uppétin, svo að ekki var eftir nema annar fóturinn. Var það kennt skrímsli. Grímseyingar í Grímsey eru nú, árið 1957, um 80 manns heimilisfastir. Fækkaði íbúunum allört árin eftir síðari heimsstyrjöldina, eða úr 130 niður í 70, en heldur hefur þeim Qölgað á síðustu árum. Gera forráðamenn eyjarinnar sér vonir um, að unnt verði að stinga fótum við frekari fólksflótta úr eynni með gagngerum endurbótum á samgöngum, hafnarbótum, jarðrækt o. fl. Hefur nú verið hafizt handa um stórvirkar framkvæmdir í eynni, svo sem byggingu flugvallar, hafnargerð og jarðrækt. Hafa eyjarskeggjar fengið stórvirkar vélar til jarðræktar, en hafa allt fram til þessa varla þekkt annað en handverkfæri. Um langt skeið hafa 10 býli verið við lýði í eynni, en þau Vatnsberi í Grímsey. A sumum bœjum varð að sækja vatn í fötum og bera það alllanga leið. Voru þá notaðar vatnsgrindur. Þær sjást nú óvíða á íslandi. heita (talið frá suðri): Syðri-Grenivík, Ytri-Grenivík, Borgir, Sveinagarðar, Miðgarðar, Sveinsstaðir, Eiðar, Efri-Sandvík, Neðri-Sandvík og Básar. Sumir þessara bæja eru komnir í eyði, aðrir hafa skipt um nafn, og enn hafa svo nýbýli risið upp. Sagnir herma, að flestir hafí bæir orðið 50 í eynni og íbúarnir 300 talsins. Aður fyrr var Grímsey klaustra og kirkjueign, og enn er hún að mestu ríkiseign, en þó á Grímseyjarhreppur nokkra landspildu, og einnig er nokkur hluti eyjarinnar í sjálfsábúð. Byggðin er allþétt vestan til á eynni, og er hún þéttust við Neðri-Sandvík. Þar er höfnin, og þar er verzlunin og annað athafnasvæði Grímseyinga. í Miðgörðum er kirkja, skóli og bókasafn. Þar var löngum prestssetur, en oft hefur Grímsey verið prestslaus, og enginn er þar læknir heldur. Um aldamótin síðustu [1900] voru öll hús í Grímsey úr torfi og grjóti, en á því hefur orðið veruleg breyting síðustu árin, og nú hafa flestir komið sér upp steinsteyptum íbúðarhúsum, en á nokkrum stöðum sjást þó torfbæir ennþá. Um skeið fór nijög orð af Grímseyingum sem góðum skákmönnum, enda munu þeir löngum hafa teflt mikið sér til dægrastyttingar. Þetta orðspor varð til þess, að frægur amerískur íslandsvinur, Williard Fiske, gaf manntafl á hvert 514 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.