Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 37

Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 37
Kviðlingar kvæðamál Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnaþáttur Kæru vísnavinir. Líklega halda margir, að erfítt sé að fínna alla þá mörgu hagyrðinga, sem ég leiði fram á síður þessa rits í mánuði hverjum. Þetta hélt ég einnig, er ég hóf þessa þáttagerð eða blaðamennsku, hvort sem fólk vill kalla það. Staðreynd er, að mikill ijöldi fólks hefur ort sér til hugarhægðar. Vera má, að félagsleg einangrun hafí stuðlað að því að fólk tók að setja saman vísur. Þetta varð dægradvöl dalabóndans og fiskimannsins, sem unnu tilbreytingarlítil störf. Vísan krefst ekki langar yfírlegu. Eitt sinn sagói ég: Oft mig Ijóðin hafa hresst heima í stofu og niðri í lest. Og séu ekki sum hvað verst, sendi ég þau í „Heima er bezt“. Fyrr á tíð vann ég oft við uppskipun á fiski úr togurum. Það var eitt sinn að ég setti saman eftirfarandi vísu, og sem ekki þarfnast skýringa: Eftir vonum vinnan gekk; vílcur burtu tregi. Nítján hundruð fullar fékk á fimm og hálfum degi. Þóttu góð vinnulaun árið 1959. En verðbólgan hélt áfram, og á síðari hluta áttunda áratugar liðinnar aldar fóru tölurnar að hækka heldur betur. Eftirfarandi vísa sýnir það: Bærilega baslið gekk, bati kom í haginn. Þarna tíu þúsundfékk þennan laugardaginn. Svona yrkir maður við vinnuna og þarf engan að spyrja leyfis. Eitt sinn var ég settur í það að vinna verk tveggja manna, þar eð samverkamaður forfallaðist. Vísa varð til: Hjálpar mér, að hönd er sterk, af hreysti lítt þó raupi. Tveggja manna vann ég verk við einföldu kaupi. En þá er ég kominn að hagyrðingi októbermánaðar. Hann er að vísu ekki mjög kunnur lengur, því hann gaf út ljóðasafn sitt ungur að árum, undir heitinu BURKNAR, 1922. Jóhannes Örn Jónsson hét hann, og skrifaði sig lengi Örn á Steðja, enda bjó hann á býlinu Steðja í Hörgárdal lengi. Hann samdi einnig margt í óbundnu máli og safnaði þjóðlegum fróðleik. Hann var Skagfírðingur, fæddur 1892, látinn 1960. Hér er haustvisa, sextán mœlt: Lauf skrælnar. Líf kólnar. Lund hryggist. Grund sneggist. Mjöll fæðist. Fjöll klœðast. Fönn skeflir. Hrönn efist. Frost lindir fast bindur Fýr kyndist. Gnýr vindur. Ráð týnast. Dáð dvínar. Dug smœkkar. Hug lœkkar. Vinur dýra hefur Jóhannes Örn verið. Hann yrkir: Gleym ekki fuglunum fögru, sem fögra um hjarnskaflinn. Gleym ekki músinni mögru, er mœnir á glugga þinn. Gleym ekki hesti, sem hangir á hjarni í fannroka byi Dagar hans líða svo langir, er lífsþrótt vantar ogyl. Gleym ekki guði alþjóða, gleym ekki því, sem er smátt. Gleym ei þvífagra og góða, gleym ekki því, sem á bágt. Ráð nefnir skáldið þetta erindi, og em það orð í tíma töluð: Reyn þín störf að rækja œ með prýði, réttu veslum hönd I lífsins stríði. Að þrosakamarki máttu til að stefna. Og mundu stöðugt loforð þín að efna. Heima er bezt 51 7

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.