Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 38
Um eilífðarmálin hefur Jóhannes Örn hugsað:
Þó að báran þrumi há
þungum meóur sogum,
allir skjól að ending fá
inni' í Heljarvogum.
Með einföldum orðum kemst höfundurinn að sannleikanum:
Efþú stjakar öðrum hart
út af götu þinni,
sjálfur þarftu vcegðar vart
að vœnta nokkru sinni.
Mikillar beiskju gætir í stökum þeim, sem hér fara á eftir:
Gæt þess, snót, ég grœt ei þig,
sem gabbaðir og tældir mig,
og laptir út mitt leyndarmál,
- þú Lokadóttir. - Nál.
Að aumka þig mér oft er tamt,
en að þér hlœ ég stundum samt.
Að endingfinnst þér eitrið rammt
í illkvitninnar skál.
Meyjartár nefnir Jóhannes Öm ljóó það, sem á dönsku heitir „Det
var en lördag aften“. Nokkur erindi eru hér úr þýðingu hans:
Er sólin seig í hafið,
ég sat og vænti þín.
Þú hézt mér komu kvöldið það,
en komst þó ei til mín.
En sorgin heim mig sótti,
og sáran grét ég þá,
og úti í dyrum tafði títt,
ef til þín mœtti sjá.
Um drottinsdagsins morgun
mitt dimma greiddi ég hár,
og svo til kirkju fályndfór
og fölvagrá sem nár.
En ei þú komst í kirkju,
þvi kunni ég að sjá,
að aðra brúði áttir þú
og ástkærri þér hjá.
Og heljarsœrð í hjarta,
þá heim ég ráfaði ein.
Þá drupu í hvert mitt daufa spor
mín dreyrartárin hrein.
Hvar lesast rauðar rósir,
hvar rósjurt engin grær?
Hvaryljar manni ástarsól,
er aldrei Ijómað fær?
Eg hefi kynnt vísur og erindi eftir Jóhannes Öm Jónsson,
er nefndi sig Örn á Steðja. Njótið vel.
Dægurljóðaþáttur
Október kominn og indælu sumri er að ljúka með minningar
sínar, sumar dýrmætar. Þau, sem aldin eru að ámm, eiga
þær margar. Sumum deilum við með öðrum, er fúndum ber
saman.
í nýliðnum september, nánar tiltekið 14. - 16., tók ég þátt í för
til Þórbergsseturs að Hala í Suðursveit. Við vomm um þrjátíu
að tölu, esperantistar að meirihluta, sem lögðum það á okkur að
heimsækja safn, sem reist hefur verið til minningar um merkan
rithöfúnd og menningarfrömuð, Þórberg Þórðarson.
Hann fæddist á Hala 12. mars 1888, en sagðist vera fæddur ári
síðar, eða 1889. Þórbergur var einn af frumherjum tungumálsins
esperanto hér á landi, og þótti okkur, sem lagt höfum stund
á þetta tungumál, vel við eiga að kynna okkur safn það, sem
reist hefur verið honum til minningar og sæmdar. Er óhætt
að mæla með því að fólk sæki þetta safn. Þar er á einunr stað
mikinn fróðleik að fmna um þennan sérstæða nrann, hugsuð
og rithöfund.
Við gistum tvær nætur á Hala eða gistiheimilum, sem þar
eru í grennd. Var öll fyrirgreiðsla með ágætum, svo og á
Þórbergssetri, þar sem dagskrá fór fram og neytt var veitinga.
Verður öllum, sem þama voru viðstaddir, ógleymanlegt
að kynnast þessu setri, sem staðsett er skammt austan við
Breiðamerkursand, í skjóli Vatnajökuls. Forstöðumaður safnsins
er Þorbjörg Amórsdóttir, skólastjóri, en hún er tengdadóttir
Torfa Steinþórssonar, skólastjóra og bónda á Hala, sonar
Steinþórs, er var bróðir Þórbergs.
Laugardagskvöldið 15. september fór fram dagskrá, sem
helguð var Þórbergi, og gert hefur þennan stað þjóðfrægan.
Þar flutti ég ljóð það, sem hér fer á eftir. Lagboðinn er „Skozka
lagið,,, sem margir kannast við. Það söng ég eftir mínu lagi,
en síðan sungu viðstaddir ljóðið. Fer það hér á eftir.
Höldum við nú að Hala;
hyggjumst þar manninn ala.
Sogum við loftið svala,
svelgjum þar vatnið kalt.
Tölum við esperanto,
aukum við lífsins kontó.
Það er nú mætast mottó,
- mannlífið allt.
Viðlag:
Verum nú létt í lund,
lofa skal hverja stund.
Sœlt er að gleðjast
og syngja' á Ijúfum vinafund.
518 Heima er bezt