Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 41

Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 41
Síðan fóru þeir til Spánar og lögðu undir sig hluta landsins. Landsvæðið Andalúsía sem íyrst hét Vandalúsía vitnar enn um dvöl þeirra þar. En ekki festu þeir lengi yndi á þeim slóðum og sigldu yfir til Norður-Afríku árið 529 og stofnuðu ríki þar sem nú er landið Túnis. Talsvert kvað að Vandalaríkinu um skeið og meðal annars rændi þjóðflokkurinn sjálfa Rómaborg árið 455. Vandalir fengu orð fyrir mikla grimmd og tilgang- slausa eyðileggingu hvar sem þeir komu og orðið vandalismi hefur verið notað í mörgum tungumálum yfir slíkan verknað. En fljótlega dró mátt úr þessum norrænu víkingum og hurfu þeir úr sögunni eftir að keisarinn í Konstantínopel lagði land þeirra undir sig á sjöttu öld. Búrgundar munu upphaflega hafa komið frá Borgundar- hólmi. Þeir tóku sig upp frá heimahögum og brutust vestur yfír Rín árið 410, þar sem þeir stofnuðu ríki. Þeir lentu í herhlaupi Húna árið 436 og voru þeir þá hraktir og drepnir og ríki þeirra sundrað. Frá þeim tímum er mikill sagnaarfur sem fram kemur í Niflungaljóðinu þýska sem og í Eddukvæðum. Einhver hluti Búrgunda komst undan Húnum og fékk leyfi Rómverja til að setjast að í Róndalnum í suðurhluta Gallíu. Nafn þessarar horfnu þjóðar er enn varðveitt, þótt afbakað sé, í heiti vínræktarhéraðsins Bourgogne í Frakklandi. Engilsaxar voru ættaðir frá Jótlandi og norðanverðu Þýska- landi. Þeir réðust inn á Bretland á tjórðu og fimmtu öld og komu í mörgum hópum. í kjölfar hernaðar þeirra yfirgáfu Rómverjar þetta gamla skattland sitt og íbúarnir voru ýmist undirokaðir eða þá þeir flýðu til fjalla á Comwall og Wales og víðar. Frá þessum átökum og ófriði eru sagnimar um Arthúr konung og riddara hringborðsins. Engilsaxar voru heiðnir og því gengu miklar hörmunar yfir hina kristnu þjóð sem fyrir var í landinu. Þá féll líka niður fornt heiti landsins og hið rómverska Bretland (Britanía) varð smárn saman hið germanska England. Árið 476 rak málaliðsforinginn Ódóvakar sem var af kynstofni Herúla síðasta rómverska keisarann í vestur- hluta ríkisins frá völdum og gerðist sjálfur konungur á Italíu. Austgotar, sem Húnar höfðu undirokað, losnuðu úr prísund- inn, upp úr miðri 5. öld þegar Húnaríkið leystist upp. Tóku þeir þá að herja víða á Balkanskaga og keisarinn í Kon- stantínopel reyndi að losna við þá með því að fá þá til að ráðast inn á Ítalíu. Árið 488 steypti Austgotakonungurinn Þjóðrekur Ódóvakar af stóli og stofanði Austgotaríki sitt á Norður-ltalíu. Það hélt velli fram á 6. öld, þegar keisarinn í Konstantínopel lagði það undir sig. Hurfu Austgotar þar með úr sögunni. Frankar, sem upphaflega áttu heima við neðanvert Rínar- fljót, tóku að sækja inn í Gallíu seint á 5. öld. Þar stofnaðaði síðan Klóðvík konungur ríki Franka og landsheitið Gallía féll niður og Frankland eða Frakkland kom í staðinn. Eitt af verkum Klóðvíks sem staðið hefur til þessa dags var að hann gerði París að höfúðborg landsins. Langbarðar voru síðasta germanska þjóðin sem stofn- aði ríki á þessum tímum. Þeir voru sagðir ættaðir frá Norðurlönd-um og nafn þeirra táknar hina síðskeggjuðu. Við upphaf okkar tímatals héldu Langbarðar sig við neðan- verða Saxelfur, en fóru síðan að þoka sér suður á bóginn og áttu um skeið ríki á sléttunum við Dóná, þar sem nú er Ungverjaland. Loks brutust þeir svo suður yflr Alpafjöll og stofnuðu ríki á Norður-Italíu árið 568. Lombardi heitir enn landsvæði á þeim slóðum og minnir það á dvöl þess- arar horfnu þjóðar í landinu. Ríki Langbarða stóð vel og lengi, en árið 774 lagði Karl mikli Frankakonungur það undir sig og krýndi þá sjálfan sig með hinni fornfrægu jámkórónu Langbarða. Framhald afbls 484 einn hlutinn af hörðum viðskiptum og í raun lítið annað en svolítið breytt form á keyptri auglýsingu, bara undir öðrum formerkjum. í þekktu ljóði eftir Davíð Stefánsson, var setning, sem hljóðaði eitthvað á þá leið, að sumir skrifi í öskuna, öll sín bestu Ijóð. Ég hef alltaf skilið þá setningu þannig að sumir inni af hendi sín bestu verk og umhyggju, án þess að ætlast til að það sé auglýst sérstaklega eða blásið upp. Hún eigi við fólk, sem vinnur sín verk og áhugamál, algjörlega óháð því hvorl þjóðfélagið tekur eftir því eöa ekki. Það stendur sína piikt í lífínu, og skilar sínu hlutverki með sóma, alveg óháð því hvort það hljóti einhvern ávinning í efnislegum mannvirðingastiga eða aðdáun umhverfisins fyrir þau. Þetta er fólk sem stráir blómum á götu samferðafólksins með tilveru sinni, og er kannski oftar en ekki sá grundvöllur sem hinir, sem hærra hreykja sér, standa á, ef að er gáð. Meðal þess er líka tíðum stærstu og dýpstu sálirnar að fínna, og þær sem ríkastar verða, þegar upp verður skorið í alvöru. Mig grunar því miður, að það sé viss hætta á því, að sú mikla eftirsókn eftir auði og vindi, sem fer stöðugt vaxandi í þjóðfélagi okkar, eigi víða eftir að slá fölva á manngildið og færa fólk í sundur frekar en hitt. Það er engu að síður ljóst, að þetta er þróun sem ekki verður stöðvuð, þannig er lífið og umhverfið, það tekur stöðugt breytingum, og nú um stundir eru þær í þessu formi. Þess vegna vil ég halda því fram að í þjóðfélögum sem þannig stendur á í, sé aldrei mikilvægara en einmitt þá, að halda á lofti hugsunum og skoðunum um hin góðu gildi, sem ég vil nefna svo, mannkærleikann og virðinguna fyrir samferðafólki sínu, sem á allan sama rétt til lífs og athafna, hvort sem auramir em fleiri eða færri í buddunni, og óháð þeirri leið sem það velur að ganga í gegnum lífið. Slík viðhorf til lífs og sálar, munu örugglega gefa hverjum sem er, mest í aðra hönd, alla tíð. Heima er bezt 521

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.