Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 44
ég veit, að þið gerið það. Nii tel ég það víst, að Haukur
læknir komi þér í hug, þegar þú lest þessar fréttir, en hafðu
engar áhyggjur hans vegna. Eg hef ekki fengið bréf frá
honum lengi, enda löt að skrifa honum upp á síðkastið.
Eg veit að hann hefur aldrei borið neina ást til mín, en ég
var dálítið hrifin afhonum á tímabili, og hann vildi ekki
særa tilfmningar mínar, þess vegna komust kynni okkar
svo langt, sem þér er kunnugt um, en við hefðum aldrei
bœði orðið hamingjusöm, til þess vorum við of ólík um
flesta hluti. Eg ætla að skrifa honum bráðlega og leysa
hann frá heiti sínu við mig. Eggeri ráð fyrir að hann dvelji
ennþá úti í Ameríku.
Skilaðu kveðju frá mér til pabba.
Vertu blessuð mamma.
Þín Agnes.
Ragnhildur andvarpar þunglega, svo réttir hún manni sínum
bréfíð.
- Lestu þetta, Sveinn, segir hún lágt.
Hann leggur frá sér dagblaðið og tekur við sendibréfínu.
- Nú, það er frá Agnesi okkar.
- Já, það er frá henni.
Sveinn rennir augunum yfír bréfíð, en les það ekki til
enda.
- Jæja, það er svona, þessu bjóst ég reyndar við. Hann kastar
bréfinu á borðið.
Ragnhildur lítur dapurlega á manninn sinn.
- Já, svona fór það, ekki bar Agnes gæfu til að njóta lífsins
með Hauki lækni, en kannski er það rétt, sem hún segir í bréfínu,
að hann hafí aldrei borið neina ást til hennar, og þá er þetta
líklega bezta tilhögun örlaganna.
- Það getur verið. Mér er illa við öll svik. Val forstjóra þekki
ég ekkert, en hann er kominn af ágætu fólki.
- Vonandi hefúr Agnes verið heppin í valinu, og hún er þá
búin að festa ráð sitt. Við förum suður og sitjum brúðkaup
þeirra, Sveinn minn.
- Já, auðvitað gemm við það, ekki megum við verða til þess
að varpa skugga á hamingju einkadótturinnar, þá loksins að
hún telur sig hafa fundið hana.
Læknishjónin rísa bæði á fætur og ganga fram úr dagstofunni.
Áhuga þeirra er lokið fyrir frekara lestrarefni að þessu sinni.
***
Haukur Snær hefur lokið námi sínu í Ameríku. Heimþráin,
voldug og sterk, vaknar í sál hans. Hann minnist þess, hverju
hann lofaði Agnesi, og því ætlar hann ekki að bregðast. Bréf
hafa farið á milli þeírra síðan þau skildu, nema síðasta misserið
hefúr ekkert bréf komið frá henni. Hann skrifar Agnesi og segir
henni hvenær hann ráðgeri að koma heim, en endurfundimir
við hana eiga ekkert skylt við gleði eða tilhlökkun í sál hans.
Þrátt fyrir það heitir hann því að reynast drenglyndi sínu trúr
og verða henni góður eiginmaður, ef til þess kemur að örlögin
hnýti þau saman á þann hátt. Ekki vill hann skapa henni þann
sársauka, sem hann sjálfúr leið, þegar hin volduga örlagagyðja
sleit hans eigin hamingjuþráð í sundur á vori lífsins.
Bjart vorkvöld ríkir í tign sinni og veldi um láð og lög. I hinum
gullnu kveðjugeislum sólarlagsins siglir millilandaskip upp að
hafnarbakkanum í Reykjavík og leggst þar við festar. Haukur
Snær stígur á land og heilsar ættjörðinni að nýju. Foreldrar
hans fagna honum á hafnarbakkanum, en Agnes kemur ekki til
að heilsa honum. Hann spyr einskis um hana. Ef til vill hefur
hún ekki vitað á hvaða tíma skipið var væntanlegt. Kannski
er hún heldur ekki í Reykjavík.
Haukur fylgist með foreldrum sínum heim á kæra vistlega
æskuheimilið og friðsæl hvíld bíður hans þar eftir langt ferðalag.
Hin milda íslenzka vornótt vakir yfír höfuðborginni og vaggar
bömum hennar í draumljúfum faðmi sínum.
***
Nýr dagur sezt að völdum. Haukur vaknar af væmm djúpum
svefni, glaður og endumærður. Móðir hans færir honum kafti upp
í herbergi hans. Hún leggur Morgunblaðið hjá kaffibakkanum.
Haukur drekkur kaffið, tekur síðan blaðið og les. Síðast lítur
hann yfír dagbókarsíðuna, og augu hans nema staðar við
hjúskapartilkynningu. Hann les: „I dag verða gefin saman í
hjónaband ungfrú Agnes Sveinsdóttir, læknis á Sólvangi, og
Valur Dalberg forstjóri, Reykjavík,,. Haukur les nöfnin aftur og
aftur. Það er ekki um að villast, - Agnes ætlar að gifta sig í dag.
Svo ást hennar var þá ekki einlægari en þetta. Haukur brosir.
Engin beiskja vaknar í sál hans. Nú er hann laus allra mála
- fijáls aftur. Hann klæðir sig í skyndi og gengur út. Bjartur
vormorgunn heilsar honum, þrunginn lífi og fyrirheitum. Haukur
gengur léttur í spori niður á landsímastöðina. Og þaðan sendir
hann Agnesi heillaóskaskeyti í tilefni dagsins. Vordagamir koma
og líða. Ungi læknirinn dvelur heima hjá foreldmm sínum.
Enn er framtíð hans óráðin.
***
Fagurt síðsumarskvöld breiðir húmsæla kyrrð yfir Víðifjörð.
Guðbjörg hjúkmnarkona kemur frá húsi læknishjónanna og
gengur niður að spítalanum. í fyrsta sinn fer hún með djúpa
hryggð í huga frá húsi læknishjónanna. Tíðindin, sem þau hjónin
sögðu henni í kvöld, hafa svipt hana því friðsæla öryggi, sem
hún hefur fundið hér á þessum sviptigna, afskekkta stað. Páll
læknir er búinn að segja embætti sínu lausu frá 1. október í
haust. Hann treystir sér ekki lengur til að starfa í þessu stóra og
erfíða læknishéraði, sem krefst oft langra og erfíðra ferðalaga á
torsóttum fjallvegum, og veðrátta vetrarins tíðum válynd, enda
er hann orðinn gamall maður. „Læknaskipti,,. Þetta eina orð
vekur sáran, kvíðablandinn ótta í sál ungu hjúkrunarkonunnar.
Hún heföi helzt kosið að segja einnig stöðu sinni lausri og fara
héðan strax í haust. En hún er ráðin til vors, og því verður
ekki breytt.
Guðbjörg opnar sjúkrahúsið hljóðlega og gengur upp í herbergi
sitt. í skauti næturinnar vakir hún ein og þjáist af óljósum kvíða,
sem hún getur eigi sigrast á.
***
524 Heima er bezt