Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 45

Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 45
Septembersólin skín björt og hlý inn um opinn gluggann á lækningastofunni. Páll læknir situr þar einn inni. Hann raðar verkfærum og ýmsum öðrum hlutum inn í stóran skáp. Öllu vill hann skila af sér í röð og reglu, því að senn er starfí hans lokið á þessu sjúkrahúsi. Guðbjörg hjúkrunarkona kemur inn á lækningastofúna og nemur þar staðar. Páll lítur til hennar og segir glaðlega: - Nú get ég sagt yður góðar fréttir, Guðbjörg, - það er búið að ráða hingað nýjan lækni. - Jæja, það hlaut að draga að því. Enga gleði er að sjá í svip hennar yfir þessari frétt. Páll heldur áfram og segir: - Hann er nú ekki af verri endanum, - nýkominn írá Ameríku, - hefúr stundað þar ffamhaldsnám að undanfömu. - Svo. - Það verður ánægjulegt tyrir yður, Guðbjörg, að starfa með svo færum lækni í framtíðinni. Þér eruð hjúkrunarstarfinu vaxnar, hversu fær sem læknirinn kann að vera. - Hvað heitir hann, þessi nýi læknir? - Haukur Snær. - Haukur Snær? Ósjálífátt hefur Guðbjörg nafnið upp eftir Páli. Hún náfölnar, og allt hringsnýst fyrir augum hennar, og hún er að falla í ómegin. Páll lítur á Guðbjörgu, og honum bregður. - Er yður illt, segir hann. - Það er ekkert. Læknirinn sprettur upp af stólnum og styður hana út að opnum glugganum. Svalt og hreint útiloffið leikur um höfuð hennar, og hún nær jafnvæginu aftur. Læknirinn ýtir stól að glugganum og segir: - Setjist þér, Guðbjörg, meðan þér jafnið yður. Hún sest, og athugul augu gamla læknisins hvíla á fölu andliti hennar. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann sér svipbrigði á andliti hj úkrunarkonunnar. - Vitið þér, hvort þessi nýi læknir er fjölskyldumaður? Guðbjörg lítur á lækninn, og sársaukafullu brosi bregður fyrir á andliti hennar. - Ég tók svo eftir... en get þó ekki fullyrt það. - Það skiptir heldur engu máli. Guðbjörg stendur upp af stólnum og gengur hægum skrefum út úr stofunni. Gamli læknirinn horfir á effir henni og andvarpar. Sízt vildi hann verða til þess að hryggja þessa góðu, hugljúfu samstarfsstúlku sína, en fféttin hafði önnur áhrif en hann hafði búizt við. Hér hljóta leyndir þræðir kaldra örlaga að liggja að baki. Hún er ekki með öllu ókunn eftirmanni hans, - það er hann viss um. Hann ætlar að reyna að skyggnast síðar inn í þá örlagaþræði og verða, ef mögulegt er, ungu hjúkrunarkonunni að liði. *** Á léttum lognöldum siglir stórt strandferðaskip inn höfnina á Víðifirði. Haukur Snær stígur þar í land. Páll læknir tekur á móti honum á hafnarbakkanum, og þeir ganga saman heim að sjúkrahúsinu. Guðbjörg hjúkrunarkona stendur innan við gluggan í herbergi sínu og horflr út. Augu hennar fylgjast með læknunum tveim, sem ganga upp götuna, og hjarta hennar titrar af sársauka. Haukur Snær, konungssonurinn í ævintýrinu fagra, sem fylgt hefúr henni í vöku og svefhi í vonlausri helsærðri æskuást, um löng gleðisnauð ár, gengur nú fyrir neðan gluggann hennar, fullkomnari í glæsileik en nokkru sinni fyrr. Öll ást og aðdáun sálar hennar sameinast í eina heita og sterka tilfinningu, sem brýtur af sér alla fjötra og heimtar frelsi sitt. Unga hjúkrunarkonan felur andlitið í höndum sér, og sársaukinn í sál hennar brýzt út í heitum, þungum támm. Þið, miskunnarlausu örlög. Hví mátti hún ekki starfa hér á þessum afskekkta stað í ró og friði? Hví þurfti hann, sem hún í raun og vem var að flýja, að ráða sig hingað, - og hún að verða starfsfélagi hans. Hvemig stenzt hún þá eldraun, sem bíður hennar hér? Hún hefúr breytt um nafn, og hún hefur einnig breyzt í útliti, - ef til vill þekkir Haukur hana ekki aftur. Hann hlýtur að vera búinn að gleyma henni fyrir löngu. En Agnes? Hún hlýtur að þekkja hana strax, þegar hún kemur, - og varla verður þess langt að bíða, að hún komi á eftir lækninum. Páll læknir hafði sagt henni, að Haukur myndi vera fjölskyldumaður, og hún efast ekki um, að það sé rétt. Frá titrandi hjarta ungu hjúkmnarkonunnar stígur brennandi bæn til himins: „Góðí Guð, gefðu mér kraft til að standast þessa þungu eldraun, sem bíður mín. Hjálpaðu mér til þess að bregðast ekki helgustu köllun minni, hjúkmnarstarfinu“ Hinn svalandi kraftur bænarinnar lægir sársaukann í sál hennar, og lind táranna hættir að streyma. Stundin er komin, hin miskunnarlausu örlög verða ekki umflúin, læknamir em komnir inn í sjúkrahúsið og hún verður að mæta Hauki. Unga hjúkmnarkonan gengur frá glugganum og út úr herbergi sínu, köld og róleg hið ytra. Læknamir standa á ganginum og ræðast við. Guðbjörg gengur til þeirra. - Þetta er hjúkrunarkonan, Guðbjörg Jónsdóttir, segir Páll læknir. Hann veitir nána athygli snöggum svipbrigðum á andliti unga læknisins. Haukur réttir Guðbjörgu höndina, og augu hans hvíla á andliti hennar í orðvana leiðslu. - Komið þér sælir, herra læknir. Rödd ungu hjúkmnarkonunnar hljómar lág og þýð. - Komið þér sælar, ég heiti Haukur Snær. Hann áttar sig og sleppir hönd hennar. Hér stendur hann fJammi fyrir ókunnugri stúlku - eftir nafni hennar að dæma - og hann verður að trúa því. Hjúkrunarkonan hneigir sig hæversklega fyrir honum og hraðar sér inn í næstu sjúkrastofú, starfið kallar á hana. Ungi læknirinn stendur kyrr í sömu sporam, og fomar harmljúfar endurminningar brjótast fram í sál hans. í nokkur augnablik gleymir hann gamla lækninum, sem hefur fært sig að glugganunr og horfir út. Mynd þeirrar stúlku, sem hann hefúr tmlega geymt í hjarta sínu undanfarin ár, og hjúkmnarkonan, sem fyrir nokkrum mínútum stóð hér frammi fyrir honum, em eins, - aðeins nafnið greinir á milli þeirra. Einkennilegt að tvær stúlkur skuli vera svo líkar. Þær hljóta að vera tvíburasystur, það getur ekki annað verið, báðar eiga þær sama föðumafn. Einkennileg tilviljun, ef hann á að starfa í framtíðinni með systur hennar Önnu. Sársaukafúllir drættir fara um karlmannlegt andlit unga læknisins. Páll snýr sér að Hauki, og kynlegu brosi bregður fyrir í góðmannlegum svip gamla læknisins. Hann segir: Heima er bezt 525

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.