Góðan daginn - 09.06.1944, Blaðsíða 1
III. árgangur
Útgefandi og ábyrgðarmaður: HÁNNES JÓNASSON
Föstudaginn 9. júní 1944 5. tölublað
LÝÐVEL0ISK0SNINCS8NÍR
Tuttugasti maí rann upp, hátignarskær og
fagur, háheilagur fyrir Siglfirðinga í tvöfaldri
merkingu. Útvarpið tilkynnti alveg sérstaklega
að Siglfirðingar héldu 20. maí hátíðlegan svo
sem vanarlega. Hátíðahöldin fóru fram á þann
hátt, að öllum sölubúðum var lokað, einnig póst-
húsi, og Jón Gunnarsson gaf öllu verksmiðju-
fólkinu frí, sennilega með fullu kaupi. Bankarn-
ir mundu líka hafa lokað, ef þeir hefðu þorað,
en slæðingur gat verið af víxlum, sem þyrfti að
afsegja þennan dag. Hjá almennum borgurum
mun hafa verið etinn venjulegur laugardags-
matur, en hjá „the upper ten“ mun hafa verið
eitthvað út að brugðjið, máske snaps með
matnum eða eitthvað þess háttar. Þetta voru
hátíðahöldin hinn siglfirzka 20. maí í þetta sinn.
Má segja, að deginum hafi verið fullkominn
sómi sýndur þó ekki væri með öðru en gefa hinu
langhrjáða og þrautpínda verzlunarfólki frí, og
því þar með gefið tækifæri til þess að skemmta
sér ofurlítið sér til andlegrar og líkamslegrar
hressingar.
En það var önnur hlið á þessum merkisdegi.
Þá um morgunin byrjuðu atkvæðisgreiðslur um
stofnun lýðveldis á íslandi og um hina — af
mörgum töldu — vansköpuðu stjórnarskrá, sem
þó Sigurður Kristjánsson í Sparisjóðnum full-
yrðir, að muni standa til bóta þegar tímar líða
fram, eða í síðasta lagi árið 1998, með öðrum
orðum þegar ,,tíð“ Jónasar Guðmundssonar, á-
búanda á Vörðubrotum, endar.
Vér vorum snemma á ferli þennan dag eins
og reyndar ævinlega , því oss þykir loftið heil-
næmt á morgnana áður en leiðtogar lýðsins hafa
mengað það með pólitískri fýlu. Vér vildum
líka sýna þegnskap vorn og ættjarðarást með
því að vera með þeim fyrstu, er greiddu atkvæði
í þessu langstærsta velferðarmáli þjóðarinnar,
Því hvað er það, þótt vér búum við dýrtíð, skipa-
leysi, kolaleysi, smjö/leysi, rafmagnsleysi og
hálfbrjálað verðlagseftirlit, ef vér getum stofnað
lýðveldi, fengið forseta og losnað við kónginn!
Sigurður Árnason opnaði dyrnar að kjörsaln-
um fyrir oss og hneygði sig um leið með mikilli
hæversku. Ekki hafði hann þarna neitt Alþýðu-
blað undir hendinni. Blasti þá við oss kjörstjórn-
in. Sat þar lengst til vinstri Sigurður Gunn-
laugsson, hátíðlegur á svip, og var auðséð, að
hann tók hlutverk sitt alvarlega. Næstur hon-
um sat Jóhann Þorvaldsson og þá Ásgrímur
Albertsson, hinir slyngu og orðkænu ritstjórar,
sem eru svo leiknir að gera svart hvítt og hvítt
svart. Þessir tveir síðastnefndu brostu blíðlega
hvor til annars með þeim munnvikjunum, er
saman sneru, en hin er frá sneru voru harð-
saman kipruð af pólitískri andúð. Tvær konur,
ungar og broshýrar, voru í salnum, sín hvoru
megin, til yndisauka og augnagamans fyrir kjós-r
endur. Fjöldi annarra starfsmanna við atkvæða-
greiðsluna var þarna inni, og mun ekki aftalið
að verið hafi 12 manns. ^
Jóhann Þorvaldsson rétti atkvæðaseðilinn
alvarlegur á svip, svo sem vera ber, en vér lut-
um höfði er vér tókum á móti plagginu, gengum
síðan inn í kjörklefann og krossuðum fast og
innilega eftir bezíu sannfæringu.
Auk þeirra, er í kjörsal stórfuðu, var fjöldi
annarra manna við eftirlit, smölun og fleira, er
við þurfti. Má þar fyrstan til nefna Pál Erlends-
son, skrifstofustjóra nefndar þeirrar, er sá um
undirbúning atkvæðagreiðslunnar.. Fékk Páll
almannalof fyrir röggsamlega frammistöðu, ljúf
mannlega framkomu og ástúðlegt viðmót. Tók
hann á móti hverjum manni, er til hans leitaði
um upplýsingar, með sætasta lýðvt Idisbros á
vörum, stjórnarskráreld í augum og dósirnar í
frámréttum höndum.
Starf Páls var með annars fólgið í því að sjá
um, að þeir kjósendur væru kærðir inn á kjör-
skrá, er þar vantaði og þar áttu að vera. Gekk
Páll þar duglega fram og má áreiðanlega þakka
honum það, að vér bárum af öllum öðrum kaup-
stöðum um þátttöku í atkvæðagreiðslunni.
Um það var þetta kveðið:
Siglufjörður forystuna hlaut,
í fyrsta sinn hann býr í heiðurs skini,
hann margra góðra manna þar til naut,
þó mest skal þakka Páli Erlendssyni.
Framhald á 2. síðu.