Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Blaðsíða 4
- 4 - R Sfö r i J M fleirum síðar, verið haldnir kom út og mun Effl EIN GLEBITÍÐINDI. Sa stórviðburður varð hór í skólanum, skömmu eftir útkomu síðasta Blyss, að franskt hlað, du la Red Star, hirtist í íslenzkri þýðingu tveggja valinkunna nemenda úr skólanum. Ma glögglega marka ágffiti skóla vors af því, að jafnvel erlendar stórþjóðir eru nú farnar að stunda blaðaútgáfu innan hans. MÚLFUNDIR. Það má með sanni segja að málfunda- nefnd só sú af hinum fjölmörgu nefndum, er "grassera" her í skólanum, sem starfar af mestu fjöri, (Vitaskuld erum vór í ritnefndinni feiknafjörug líka). NÚ hafa alls verið haldnir sex málfundir í vetur og er vafalaust von a Tveir þessara málfunda hafa síðan síðasta tbl. Blyssins óg nú ræða nokkuð um þá, A fyrri fundinum var rætt um hlaðaút- gáfuna i skólanum, og hafði Guðmundur Jafetsson, ritstjóri Jafets (Faxa), fram- sögu, Síðar tóku ritstjorar hinna blað- anna, Blyssins og du la Red Star, til máls og vorðu sína málstaði. Urðu umrsður hin- ar fjörugustu, þó að ekki se hægt að segja að nokkuð nýtt varðandi starfsemi blaðanna kæmi fram. Er óhætt að fullyrða, að þessi málfundur hafi verið með skemmtilegustu nálfundum vetrarins, - Haukur Sigurðsson kennari var velsæmisvörður a fundinum. Síðari fundurinn fjallaði um menntanál og höfðu þeir Sveinbjörn Björnsson og Ólafur JÓnsson framsögu. Eru þeir báðir lesendun Blyssins að góðu kunnir. Un- rsðurnar voru allfjörugar framan af, en síðan tók að dofna yfir þeim unz fundurinn gaf upp öndina við lítinn orðstír klukkan 10,4o eftir tveggja stunda líf. - Björg- vin Magnússon kennari sat yfir oss á þess- um fundi og var hann til fyrirmyndar að því leyti, að hann tók fullan þátt £ um- ræðunum; þó ekki sem "virðulegur fulltrúi kennarastóttarinnar" heldur eins og hver annar fundarmaður. Væntum ver Björg- vins a fleiri nálfundi í vetur. SEINT FYLLIST SÚLIN PRESTAOTA, segir máltækið og seint þreytast kennarar á prófum. NÚna nýlega denbdu þeir yfir oss hinu hvimleiða miðsvetrar- prófi og hlaut rnargur letinginn þá hin þyngstu áföll, Eru taugar vorar enn í megnasta^ólagi eftir þær hrellingar all- ar. - Nu tekur senn að vora og óðum líður að prófunun niklu. Líðan vor aum- ingjanna £ landsprófsdeildunum, er þvi hin ömurlegasta og herma óstaðfestar fregnir að bindindisnefnd œtli bráðlega að efla til bænasamkomu fyrir sálarheill vorri og prófvelferð. Seljurn vór þetta þó ekki dýrara en vór keyptum. RISIN UPP FRá DAUÐUM. Um likt leyti og vór skrifuðum and- látsfregn vorrar ágætu tónlistardeildar hór i Blysið tók nokkuð að bera á lífs- hræringum með henni og nú fyrir skömmu var hún stofnuð fyrir alvöru, Má því telja tónlistardeildina fullkonlega risna upp fra dauðum og sannast hór enn sen fyrr hið fornkveðna, að það lifir lengst, sem lýðun er leiðast. Ó.J. - 0O0 - Kjaftasaga eftir beztu heimildun: "Þekkirðu kónginn?" spurði maður nokkur Vigni Andresson. "Nei, eg þekki hann ekki neitt", svaraði Vignir snúðugt. "Það var skrítið", sagði þá maðurinn "eg var nefnilega að koma fra Danmörku, og talaði við kónginn, og hann sagðist þekkja þig." :"0h, hann hefur bara verið ai svaraði Vignir hreykinn. gorta'

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.