Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 10

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 10
FRA MALFUNDANEFND í þessu rissi mínu ætla ég að gera til- raun til að skýra í fáum orðum frá mál- fundunum f vetur. Flestum er kunnugt um frummælendur og umræðuefni hvers fundar fyrir sig, en það gæti verið gleymt. Fyrsti fundurinn var haldinn 16. nóvember '65. Á þeim fundi var umræðuefnið "kvenréttindi" , og voru frummælendur þau ólaíía Bjarka- dóttir og Jakob Smári. Nokkuð voru fundarmenn tregir við að láta álit sitt 1 ljós, en sú firra lagaðist fljótlega. Sem betur fer voru fundarmenn ekki alveg á sama máli, og fór þessi fund- ur vel fram. Á næsta fundi sem haldinn var 2. desember var umræðuefnið: " Tízka og bítlamenning ". Erlín óskars- dóttir og Ásgeir Magnússon voru frum- mælendur um þessi efni. Frjálsar um- ræður á þessum fundi urðu allfjörugar, og sýndist sitt hverjum, eins og gefur að skilja. Þriðji fundurinn var svo haldinn 16. desember. Þar var til umræðu mikið áhugamál okkar unglinganna, en það er "Skemmtanalíf æskunnar". Frummælend- ur voru þau Þórdís Malmquist og Guðni Jóhannesson. Margar góðar tillögur komu fram á þessum fundi, og finnst mér að framámenn æskulýðsmála borgarinnar mættu taka þær til athugunar. Allir voru sammála um, að fleiri staði þyrfti til skemmtanahalds fyrir æskufólk. Fyrsti fundur eftir jólafríið, og sá fjórði í tölu- röðinni, var haldinn 10. janúar. Það mætti halda að umræðuefnið, sem var "Frjálsar ástir" hafi verið geysivinsælt, en þegar til kastana kom, fannst mörgum það nokk- uð háfleygt ( og nærgöngult). Frummæl- endur voru: Þórunn Stefánsdóttir og Jónas Sveinsson. Þetta var að vonum langfjöl- mennasti fundurinn, og er gizkað á, að fundarmenn hafi verið um 180. En þrátt fyrir þennan fjölda tóku aðeins 17 til máls og má gera ráð fyrir, að ein ástæðan til þess, að ekki tóku fleiri til máls sé sú, að þessi fundur var haldinn á sal og það þykir nokkuð þvingandi. Fimmti og siðasti fundurinn til þessa fór fram 8. febrúar. Þar voru tekin til umræðu "skólamálin". Frummælendur voru þau Vilborg Sigurðardóttir og undir- ritaður. Fundur þessi gekk vel þangað til margir <fundarmanna þ.á.m. margir ræðu- menn og annar frummæiandinn (fóru) gengu út. Eftir þetta tóku annars bekkingjar fund- inn f sínar hendur, ef svo má að orði kom- ast. Það má einnig segja, að þeim hafi tekizt þetta hlutverk vel. Ræðumenn á þess- um fimdi voru 18 alls, þar af 10 úr öðrum bekk. Að lokum má geta þess að strax á fyrsta fundi var lúðrasveit á æfingu, og spilaði hún undir málflutning ræðumanna. Þess skal einnig getið hér, að tala ræðu- manna hefur farið ört vaxandi siðan á fyrsta fundi og vonandi á hún eftir að aukast enn. Vil ég hvetja nemendur til að koma á málfundi þá, sem eftir eru og æfa sig í ræðumennsku. Reykjavík 16/2 '66 Kjartan Jónsson 3. - Y. - 10 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.