Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 22

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 22
Hvers vegna eru sumir ungu mannanna reiðir? Þessi spurning getur verið dálítið þung í vöfum. Hefur ekki æskan alltaf leik- ið lausum hala og farið sínu fram? Að visu hefur hún ekki fyrr gert sig hása, rifið hár sitt og meitt á bftlasamkomum eins og nú tíðkast, en leitað útrásar á annan hátt. T.d. dýrkaði Egill Skallagrímsson Bakkus á yngri árum og einnig fullorðinn, og byrj- aði fyrr á ólifnaði sínum en flestir ungling- ar á vorum dögum gera, og jafnar það met- in. Fljótt á litið virðist þetta allt vera rétt og satt. En, ef málin eru skoðuð frá hærri sjónarhóli, sjáum við, að félagsandinn hef- ur breytzt og það meira en lftið, vegna þess að við erum öll með sama marki brennd. Því valda breyttar þjóðfélagsað- stæður. Algengt er að börn hafi lftil samskipti við móður sína. Börnin eru send á dag- heimili eða til einhverrar stelpuskjátu í næsta húsi. Hún nennir kannske ekki einu sinni, að skipta á, ef börnin eru lftil, en ræðir í séfellu heimsvandamálin við vin- konur sínar, talar um bítla, sem giftust f fyrradag, eða um nýjustu Rolling-Stonse plötuna, jafnvel um stráka. En móðirin vinnur úti. Afleiðingin af, þessu er sú, að börnin þekkja foreldra sína ekki sem skildi. FöðUrnum dettur oft ekki í hug þessar slæmu afleiðingar eða stendur á sama hvernig fer. Krakkarnir eru látnir bjarga sér sjálfir án leiðsagn- ar. Enginn leggur þeim lífsreglurnar fyrr en f barnaskóla og gefst það oft misjafn- lega, því þótt skömm sé frá að segja, er þar mest lagt upp úr einkunnum, þótt aðal- verkefnin þar ættu, að vera uppeldið. Ekki er hirt um, þótt illgresi vaxi innan um ungviðið. Allir eru að flýta sér. Árangurinn sýn- ir sig. Hinn græni stofn fer að visna og þá er blaðinu snúið við. Allir fara að ala ungl- ingana upp, því miður, stundum lögregl- an. En þá er það orðið of seint. Þetta unga fólk hlýtur því að vera mjög reitt. Sigurður Þórðarson H. - A. - 22 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.