Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 13

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Blaðsíða 13
stígið á þessari öld. Eina breytingu mætti þó gera strax ; að dreifa þunga landsprófnámsins yfir fleiri ár en eitt ; að láta nám frá 11 - 16 ára aldursskeið þyngjast jafnt og þétt, en aldrei skyndilega. Ef til vill mætti jafnvel taka landsprófið f áföngum. Þá væru fyrstu skrefin stigin f þá átt, sem ég hef áður lýst. En til að minnstu framfarir f þessa átt eigi að takast, verður að hætta við þar nákvæmu skiptingu f skyldunámi og „ frjálst nám ” sem nú er verið að framkvæma. Núverandi „ sérskólar ” verði sem mest felldir inn f þessa almennu skóla, eða nám f þessum almennum skólum vandlega tengt viðeigandi sérskólum. T.d. mætti krefjast svipaðs inntökuprófs f kennaraskóla og háskóla. Kennaranám tæki sfðan 2 ár. Barnaskólar, gagnfræðaskólar, menntaskólar og ýmsir sérskólar leggist þannig niður f núverandi mynd, en f staðinn kæmi almennur skóli, sem tæki yfir öll stigin. Til greina kæmi samt, að sérstakur skóli væri fyrir börn undir 10 ára aldri, eins konar lestrarskóli, og færi þaðan enginn, nema hann hefði næga lestrarþekkingu til almenns náms. Auðvitað gæti vel árt sér stað, að almennu skólarnir skiptu að einhverju leyti með sér verkum, þannig að einn legði áherzlu á ákveðnar greínar, annar skóli á aðrar greinar og væri þá flutningur nemenda miili þessara skóla hafður sveigjanlegur f framkvæmd. Auðvitað yrðu ákveðnir tækni irðugleikar við að framkvæma þessa breytingar, en þeir væru þó þýðingarlitlir miðað við aðalvandamálið - fastheldni við gamlar venjur. Að endingu vil ég aftur leggja áherzlu á að meðan rórtækar breytmgar hafa ekki verið gerðar á fræðslukerfi okkar þurfum við að hafa laudsprófið áfram. Það er stærsta spor til að samræma fræðslukerfið, sem enn þá hefur verið. Guðlaugur Gunnlaugsson svarar þannig : Með landsprófi. KROSSGÁTA LÖÐRÉTT; LARÉTT : 1. athöfn 1. áður lifað 2. sefandi 4. tfmabil 3. klaki 5. smáorð 4. festir við 6. flanar 5. ekki margar 9. sigtið 1. lík 11. espar 8. vinstri sinnaða 13. 3 bókstafir 10. nudda 14. "hossast" 12. þverbiti 15. á fæti 11. f augnablikinu 16. rasið 18. maður 19. húsdýr 20. huldufólk.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.