Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 3

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 3
Minning RUNÓLFUR JÓNSSON f. 12. október 1898 á Svmafelli f Öræfum A.-Skaft. dáinn 6. desember 1968. Var að vinna við sitt starf, vofeiflega frá oss hvarf, f hugum okkar hann er nær, hjartað meðan áfram slær. Sá sviplegi atburður gerðist nú fyrir skömmu, að okkar ágæti húsvörður Runólfur jónsson féll niður örendur við störf sín. Þetta vildi til er sfðustu nemendurnir voru að fara út úr skólanum eftir skemmtun. Aldrei hefði mér dottið f hug, er ég sá Runólf heitinn hlaupa upp tröppur skólans með bros á vör, að það væru hans sfðustu spor. Ég veit að Runólfs er saknað mikið af nemendum, þó stundum tæki hann óþyrmilega f etnhvern, en það gerði hann ekki fyrr en f fulla hnefana, og veit ég, að enginn hefur erft það við hann. Engum datt f hug, að þessi sfvinnandi og síkáti maður væri kominn á áttræðisaldur. Oft þurftum við nemendur að leita til þessa öndvegis- manns og gerði hann allt, er f hans valdi stóð til að hjálpa okkur. Runólfur heit- inn hóf húsvarðarstörf við Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1963 en áður hafði hann gegnt ýmsum störfum og allsstaðar þótt hinn traustasti maður. Með Runólfi hverfur dugnaðarmaður, sem var óvenju viljasterkur og áhugasamur f starfi, og mun verða erfitt að fylla það skarð, er varð við fráfall hans. Að lokum viljum við nemendur votta hinni ágætu konu hans, Katrfnu jónsdóttur, og dóttur þeirra, dýpstu samúð okkar. Fyrir hönd nemenda, Þórhallur Björnsson.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.