Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 4

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 4
Ægit mitt á atómtjóÁum Fyrir nokkru varð ég þess aðnjótandi að heyra upplestur á nokkrum "ljóð- um" í sjónvarpsþættinum "Bókaskápurinn", sem okkar ágæti Helgi Sæmunds- son hefur umsjón með. "Skáldin" lásu sjálf upp úr verkum sfnum, af mis- munandi mikilli andagift. Að sjálfsögðu telja þau þetta krot sitt fullkomið, eða svo heyrðist mér. En ég tel þetta vægast sagt mjög lélegt. Af þeim "ljóðum" sem þarna litu dagsins ljós, var eitt er mér fannst hafa algera sérstöðu hvað innihaldsleysi snertir. Að vfsu man ég ekki nafn höf- undar, en það er aukaatriði. "Ljóðið" heitir A fjórðu hæð við umferðar- götu, og er eitthvað líkt þessu: Bílamir á bílastæðinu hnipra sig saman eins og hræddar skjaldbökur eða mýs, mig langar niður til að strjúka þeim. Já, -meira var það ekki. En að sjálfsögðu selst þetta eins og heitar lummur, vegna þess að þetta er eftir "viðurkennt skáld". Eg er ekkert skáld, og sízt af öllu hefur mér dottið í hug að framleiða svona "skáldskap" f stórum stíl. En samt þyrmdi svo yfir mig að ég gat ekki orða bundizt, og sagði svon^ alveg ósjálfrátt og án þess að hugsa ( eins og svo mörg skáld ) : Sjónvarpið í horninu andskotast eins og flogaveikissjúklingur með kast mig langar óstjórnlega til að slökkva á því. En ég ætla ekki að fara að leggja neinn dóm á þetta óráðshjal mitt, því að þetta er ekki skáldskapur. Aftur á móti get ég bent þeim unnendum atóm- ljóðalistarinnar sem þetta lesa á, að ef þeir hafa hugsað sér að kaupa bók með ekki merkilegra innihaldi en því er á undan er lýst, að þeir geta eins vel sparað sér peningana, og "ort" svona þvælu sjálfir. Það ætti að reynast þeim auðvelt. 4 Sífulli Sjóræninginn.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.