Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Qupperneq 6
Kennaragrfn
Hafið þið tekið eftir, hvernig einn af hinum ágætu íslenzku-
kennurum skolans, reynir að telja kjark f sína nemendur
( aðallega landsprófsnemendur ). Notar hann þar ýmsar
leiðir, en sú sem virðist vera vinsælust er svona :
"Takið eftir því, að fjörutxu prósent af bekknum fellur f vor."
Það sem virðist vera númer tvö á vinsældarlistanum hjá
þessum sama kennara er á þessa leið :
"Svo þegar þið komið f prófið, verðið þið náföl og hríðskjálf-
andi, og sumir verða jafnvel það veikir, að þeir æla. En
svona fólk á ekki að vera að bagsast þetta f landspróf, það
getur bara farið heim til mömmu sinnar."
Hafið þið tekið eftir því, að kennararnir ( flestir a.m.k. )
reyna oft að vinna sér hylli nemanda. Reyna þá sumir þá
aðferð, að segja brandara ( svo sem um Lampa-hjónin... ),
aðrir hleypa nemendum fyrr út úr kennslustund en aðrir.
Vonandi að.það komi þeim hærra á vinsældarlista nemenda.
En svo eru enn aðrir. sem gefa skít í allar vinsældir, og
nota sfna gömlu, góðu, höfuðverkjaraðferð, þ.e.a. s. að
öskra ýmsar upphrópanir það hátt, að verkamannagreyin
uppi f Hallgrímskirkju fá snertingu af hjartaslagi, blóðtappa,
heilablóðfalli o.fl. á um það bil fimm mfnútna frestiT
6