Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 13
Hr. X gekk nú út úr vagninum og lagöi af stað gangandi niður í miðbæ.
Hann beindi vélinni að öllum, sem hann mætti og allir ruku af stað til að
bæta fyrir brot sfn. Bankastarfsmenn mundu ekki eftir að nokkurn tíma
úður hefðu eins margir komið og tekið út peninga, því að allir þurftu að
borga gamlar skuldir. Aldrei hafði skattstofan haft eins mikið að gera við
að taka við peningum fyrir vanskil og skattsvik.
Næst fór hr. X í fangelsi bæjarins og fékk leyfi til að beina vélinni að
nokkrum forhertum morðingjum og bankaræningjum. Næstu nótt brutust
þeir aliir út. Morðingjarnir fóru f kirkju og bankaræningjarnir fóru og
grófu upp þýfi ( sem þeir höfðu stolið og grafið niður áður en þeim var
stungið f steininn ), og fengu það lögreglunni í hendur. Sumir af morðingj-
unum voru svo forhertir, að það var ekkert gott til í sálum þeirra. Þegar
allt iilt hafði verið hreinsað úr sálum þeirra,var ekkert eftir því að illt
illt = 0. Þeir hurfu. Eins fór fyrir hr. X þegar hann kom heim. Hann
beindi vélinni að sjálfum sér og hvarf. Hann hefur ekki sést sfðan.
S.Th.
13