Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 14
Tilfögur
1. Leggja ætti niður ósvífna kennara.
2. " " " kennara sem segja að nemendur viti ekkert.
3. " " " " " ætíð taka dæmi í tímum frá sínum
sokkabandsárum.
4. Hver nemandi ætti að leggja 0,50 kr. f sjóð til að styrkja dönskukenn-
ara skólans til Danmerkurferðar til að læra danskan framburð.
5. Landsprófsdeildir ættu að leggja í sjóð 4*10-2 kr. til kaupa á tauga-
pillum handa reikningskennurum.
6. Leikfimiskennarar ættu að fá 0,50 kr. hver f styrk til að kaupa lýsi
o^g, hr^insikrem.
7. Teiknikennari skólans ætti að fá styrk sem nemur 1/2 litakassa ( sem
inniheldur einungis brotna liti ), til utanfarar vegna vanþekkingar á
notkun ljósra lita.
8. Sögukennari skólans mun verða ansi dýr í rekstri, því honum þyrfti
að veita styrk að upphæð kr. 1 til kaupa á Limmit's megrunarkexi,
vasaklútum, pressustykki, strokjárni og LUVIL
Aukaliðir: Skjóta ætti saman í loftmæli handa ritstjóra, klippingu handa
formanni skólafélagsins, einnar ærlegrar máltfðar handa formanni skemmti-
nefndar og gleraugnageymslu handa formanni árshátíðamefndar.
Heilbrigðismálanefnd ætti að skjóta saman í viftu til hreinsunar á lofti á
kvennanáðhúsi skólans.
Til spamaðar á fótum og fótabúnaði nemenda ætti að setja upp vindlinga-
sjálfsala í sal skólans.
Lftill stubbur í landsprófi
lék sér við það verkefni
að safna saman lélegri
útjaskaðri hótfyndni.
14
(0).