Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Qupperneq 19

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Qupperneq 19
Þögn Hljóðvana varir mínar bærðust, er ég horfði út á strandlengjuna og yfir hafflötinn. Ég leit döprum augum á fólkið, sem var langt frá mér, öslandi f fjörunni - hrópandi og kallandi. Ég gekk niður að sjávarbakkanum, og eyru mín námu ölduganginn. Ég lokaði augunum og ímyndaði mér, að hljóð kæmu fram yfir varir mínar. Ég var svo ein. Og þá komst þú. Ég las orðin af vörum þfnum. Þú tókst um hendur mfnar og leiddir mig upp að grasfletinum. Ég vildi svara þér. En fjötrar bundu orð mín f þögn. Og þú fórst. Eg er ein. Eg grúfi mig niður í grasið og græt, þöglum gráti þess vanmáttuga. Edith Randy 3-X.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.