Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI
5
ans segja um þessa hluti, hvort þau
staðfesta þessa reynslu, eða eru
henni andvíg, og hvaða lærdóma og
sjónarmið þau setja fram.
Þótt menn hafi sennilega frá upp-
hafi vega gert sér grein fyrir vanda-
málum uppeldisins, þá er það þó
tæpast fyrr en á síðastliðinni öld að
uppeldisvísindi koma til sögunnar.
Þá er það, að menn taka að rann-
saka ýms uppeldileg fyrirbrigði í ljósi
þeirrar sálfræðilegu þekkingar er
menn þá réðu yfir.
Og á síðustu 70 til 80 árum hefir
þessum rannsóknum fleygt fram og
hafa þær varpað ljósi yfir margt, er
áður var í myrkrum hulið. Hér skal
aðeins bent á eina staðhæfingu
barnasálfræðinganna, sem kann að
hafa stórfellda þýðingu fyrir allt upp-
eldi, er menn hafa lært að tileinka
sér hana, en hún er sú, að hin upp-
eldilegu áhrif liggi alla leið til vögg-
unnar, að á hinum fyrstu 5—7 æfi-
árum barnsins séu lögð aðaldrögin að
hinum þýðingarmestu þáttum í
skapgerð þess og venjum, og þessi
fyrstu ár séu því einna þýðingarmest
fyrir allt líf þess og velferð.
Þessa staðhæfingu hafa þeir gott
af að athuga, sem halda að litlu
börnin séu til þess að leika sér að
þeim og ekkert geri til þótt þeim sé
komið upp á alls konar kenjar og
keipa meðan þau eru ung, því alltaf
sé hægt að venja þau af því. er þau
eldast.
En er ekki eins og reynslan hvisli
að okkur, að það hafi æði oft mistek-
ist og að margt ógæfusporið megi
rekja til dekurs og oflætis hinna
fyrstu æfiára.
Og er það þá ekki einnig ljóst, að
hversu góður sem skóli er, sem fær
börnin eftir þessi fyrstu ár, þá megni
hann lítils á við móður hendur og
huga við hin fyrstu spor. Og það sem
hin nýju sjónarmið leggja mesta
áherzlu á að móðirin og heimilið hafí
að bjóða barninu á þessum árum,
annað en föt og fæði, er frelsi innan
vissra takmarka, ró og næði til eigin
dundurs, mikið af sögum og söngli,
lítið af tilbúnum leikföngum, og
um fram allt fastar venjur og ófrá-
víkanleg reglusemi á siðum og hátt-
um daglegs Iífs og starfs. Og á eitt er
mjög rík áherzla lögð: barnið á að
sofna í ró, með frið og mildi i hug og
hjarta. Og er það ekki einmitt á þess-
um augnablikum, undir svefninn, að
mæðrum okkar hefir hugkvæmst, af
brjóstviti sínu, að bezta tækifærið
væri til að sá hinum fyrstu fræjum
guðstrausts og bænrækni í sálir okkar
með kvöldbænunum og kvöldvers-
unum er þær Iásu og kenndu með
óþreytandi trúnaði við lífið sjálft. Og
það hafa margfróðir menn staðfest
og vottað, bæði fyrr og síðar, að það
sé mjög sjaldgæft að heyra nokkurn
glanna eða glóp, hversu fávíslega
sem hann talar, fara háðs- og óvirð-
ingarorðum um það, sem hann þannig
lærði af móðurvörum í frumbernsku.
Þannig staðfesta uppeldisvísindin,
að þessi þýðingarmikli og þraut-
reyndi siður mæðranna hafi verið og
sé viturleg uppeldisregla.
Vísindin greina sálarlíf manna í
þrjá höfuðþætti, er við nefnum: