Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 16
12 HEIMILI OG SKÓLI þeim um svör. Það er stundum nokk- uð erfitt og reynir á þolinmæðina, að svara spurningum barnanna,enundan þeirri skyldu má enginn víkjast. Og það er ekki einu sinni nóg. Það verð- ur að tala við þau, segja þeim frá ein- hverju og auðga hugmyndaflug þeirra og orðaforða. Þetta er hin fyrsta skólaganga þeirra, og ef til vill dýrmætari og örlagaríkari en nokkur skólaganga síðar á æfinni. Venjulega hefir móðirin fleiri tækifæri til að ræða við börn sín en faðirinn, enda hefir henni verið sýnd- ur sá verðskuldaði heiður að kenna málið við hana og nefna það móður- málið. En enginn faðir má eiga svo annríkt, að hann megi ekki vera að því að taka litla drenginn sinn eða litlu stúlkuna sína á kné sér stund og stund og spjalla við þau um daginn og veginri, segja þeim sögur, æfintýr eða eitthvað annað, þetta eru bam- inu dýrmætar stundir, og þetta eiga einnig að vera föðurnum dýrmætar og helgar stundir. Það er eitthvað fá- tæklegt við það heimilislíf, þar sem foreldrar og börn hittast varla nema við máltíðir, það er í raun og veru ekkert heimilislíf. Þetta er ef til vill einhver alvarleg- asta hliðin á uppeldismálum kaup- staðanna. Börnin læra þar ekki móð- urmál sitt. Faðirinn vinnur utan heimilisins allan daginn, móðirin stundum líka, eða þá að hún á svo annríkt, að hún getur ekki sinnt börn- um sínum eins og þyrfti. Afleiðingin verður sú, að börnin læra málið að mestu hvert af öðru, fátækt og fá- brotið, og þessi fátækt málsins fylgir þeim svo alla tíð síðan að einhverju leyti. Upp úr þessum jarðvegi vex svo fátækleg og kotungsleg menning, svo órjúfanlega er þetta tvennt saman- slungið: málið og hin andlega menn- ing. Þegar svo er komið, að meðal- greind börn á fermingaraldri skilja ekki merkingu ýmsra hinna algeng- ustu orða og hugtaka, þá sígur vissu- lega á ógæfuhlið í þessum efnum. Hér er engan verið að saka, þessi þróun er meir ósjálfráð en sjálfráð. Skólarnir hvorki geta eða mega ganga lengra inn á verksvið heimil- anna, en þeir þegar hafa gert, enda er hlutverk þeirra orðið ærið nóg, hér er því aðeins um eina úrlausn að ræða: að heimilin geti aftur orðið þær traustu uppeldisstofnanir, sem þau voru, þar sem foreldrar og börn vinna saman að uppbyggingu þess litla samfélags, heimilisins, sem er grundvöllurinn undir menningu og farsæld þjóðfélagsins. Nú, er ég hefi virt fyrir mér mannheim- inn í 60 ár, þá þori ég að fullyrða, að ég sé enga leið út úr ógöngum veraldarinnar aðra en þá, er Kristur mundi fara, ef hann tæki við stjórnartaumunum. — Bernhard Shaw. Ef vér neyttum þeirrar þekkingar, sem nú er fyrir hendi, og beztu aðferða, þá myndum vér geta á einum mannsaldri alið upp kyn- slóð, sem yrði nálega laus við sjúkdóma, illvilja og sinnuleysi. En ekkert af þessu yrði gert án kærleika. Þekkingin er fyrir hendi, en kærleiksskortur veldur, að hennar er ekki neytt. — Bertrand Russell. Sérhvert barn sem fæðist, flytur þau skilaboð, að guð sé eigi ennþá orðinn von- Iaus um manninn. — Tagore.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.