Heimili og skóli - 01.02.1942, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.02.1942, Qupperneq 10
6 HEIMILI OG SKÓLI skynsemi, vilja og tilfinningar. Þau leggja megináherzlu á, að í uppeld- inu sé þessum þáttum gert jafnt und- ir höfði, svo að einn sé eigi efldur á kostnað hins eða hinna. Leiði það af sér jafnvægisröskun, sem oftast valdi ófarnaði einstaklinga og þjóða. Skynsemina er mjög áríðandi að glæða, athugunina, skilninginn og dómgreindina, því að þetta á og þarf að vera húsbóndinn á heimilinu, vera hið ráðandi afl, en jafnframt þarf að Eækta tilfinningalífið svo, að það vermi hugann og veki viljann til dáða og drengilegs lífs Flestir uppeldis- fræðingar halda því fram, að það sé viljinn, sem fyrst og fremst skapi manninn, að lítið gagni að skilja og finna til ef viljann skorti til athafna, eða til að gera það sem rétt er. Þeir telja því eflingu viljalífsins mjög mik- ilsverða, og að ágæti manna sé fyrst og fremst fólgið í viljaþrekinu. En nú er það svo með viljann, að hann verður ekki til athafna- eða or- sakalaust. Til þess þarf röð af at- höfnum, marg endurteknum athöfn- um, sem skynsemin telur að hafi ein- hverja þýðingu. Að halda bömum og unglingum að einhverjum skynsam- legum athöfnum, venja þau á iðju- semi, er því mikilsverð leið til að glæða viljalíf þeirra. En hér kemur fleira til greina, sem veita þarf at- hygli. Viljinn er tregur til að hlýða þurrum fyrirskipunum hugmynd- anna og þarfanna. Þess verðum við daglega vör. Og því skyldu allir upp- alendur skilja það og vita, að það þarf öflugar tilfinningar til að gera viljann sterkan og þolgóðan. Um þetta segir einn hinn merkasti upp- eldisfræðingur: Vér eigum að hlynna að þroska tilfinningalífsins, því að heitar tilfinningar eru skilyrði fyrir sterkum vilja. Sagan færir oss heim sanninn um það, segir hann ennfrem- ur, að tilfinningaríkir menn eru jafn- framt skylduræknastir og áreiðan- legastir, þegar ástríðum þeirra hefir á annað borð verið beint í rétta stefnu. Ef við stingum hendinni í eiginn barm munum við komast að raun um þá staðreynd, að á undan sérhverri viljaathöfn fer tilfinningaalda. Og það er þessi alda sem vekja þarf til lífs í brjóstum manna svo menn öðl- ist vilja til athafna. Og þetta á alveg sérstaklega við um börn og unglinga. Barni, sem finnur til blíðu móðurinn- ar, vex vilji til að gera henni til geðs, og því barni eykst viljaorka til náms og starfs, sem finnur til þess að það er einhvers metið, sem það gerir. Þetta er alkunna. Hitt er og jafn- kunnugt, að fátt lamar meir vilja- þrekið en sífellt arg og nudd og ávít- ur og vanþökk. Nú er það höfuðatriði, að tilfinn- ingarnar spretta upp úr djúpum göf- ugrar sálar. Þess vegna þarf að leggja áherzlu á að rækta samúðar- og rétt- lætiskennd þegar í frumbemsku barnshjartans. Þá er lögð áherzla á það nú í uppeldisritum síðustu tíma, og styðst það við djúptæka reynslu, eins og lítillega hefir verið drepið á, að við mótun göfugrar skapgerðar og ræktun hreins hugarfars, hafi það djúpsetta þýðingu, að barnið eignist heilagt viðhorf til háleitra mála, að því sé eitthvað heilagt ,eitthvað óum-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.