Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 12
8
HEIMILI OG SKQLI
Friðrik J. Rainar, vígslubiskup:
Dýra perlan
Ég komst fyrir skömmu yfir góða
bók Það voru 24 stuttar sögur eftir
jafnmarga brezka rithöfunda og voru
úrval úr verkum þeirra. Höfðu þeir
valið sögumar eftir því sem þeir sjálf-
ir álitu sér hafa tekizt bezt. Eru þær
bæði sannar í aðalatriðum og alveg
tilbúnar sumar.
Ein þessara sagna olii mér and-
vöku. Hún segir sögu af dýrri perlu,
allt frá því hún fannst í skelfiski
austur í Indlandshafi, og þangað til
hún var grafin með barnslíki í fá-
tækrakirkjugarði í Lundúnaborg.
Perlan hafði farið víða. Um skeið var
hún í höfuðdjásni rússneskrar fursta-
frúar, sem iét lífið í borgarastyrjöld-
inni 1919. Komst höfuðdjásnið í
hendur stjórnarinnar, var brotið upp
og selt til Lundúnaborgar. Þar keypti
það einn af þekktustu skartgripasöl-
um borgarinnar, tók úr því perluna
og greypti hana í forláta fagra gull-
nælu. Næluna keypti amerískur
milljónamæringur og gaf konu sinni
í afmælisgjöf. Nokkru síðar voru
hjón þessi á göngu um götur Lund-
únaborgar að kvöldlagi. An þess að
konan yrði vör við, bilaði umgerð
perlunnar og hún datt á götuna.
Skömmu síðar var bláfátækur, ber-
fættur blaðadrengur á leið um þessa
sömu götu. Þá sér hann eitthvað
glitra þar í göturæsinu. Það var perl-
an. Hann tók hana upp og stakk í
vasa sinn.
Nú víkur sögunni heim til blaða-
drengsins. Hann átti heima í lélegri
kjallaraíbúð í einu af verstu fátækra-
hverfum borgarinnar. Faðirinn var
atvinnulaus og hafði verið það lengi.
Einu tekjur heimilisins voru hinir fáu
aurar, sem drengurinn vann sér inn
með blaðasölu. Móðirin var heilsu-
laus af þreytu og skorti, og lítil systir
hans, 8 ára gömul, lá rúmföst í berkl-
um. Ekkert var hægt að gera fyrir
barnið, sem þurft hefði kjarngóða
fæðu, bjarta og loftgóða íbúð og ná-
kvæma hjúkrun. Litla stúlkan var
dæmd til að deyja seinum dauða
skortsins og allsleysisins. Þegar
drengurinn kom heim, sýndi hann
systur sinni perluna, sem hann hafði
fundið. Hún varð ákaflega hrifin,
annað eins gull hafði hún aldrei séð
á ævi sinni. Og þegar bróðir hennar
sagði, að hún mætti eiga perluna, var
eins og henni hefði verið gefinn hálf-
ur heimurinn. Hún var óþreytandi að
skoða hana, hvemig ljósið brotnaði í
henni og stafaði óteljandi, marglitum
geislum út frá henni. Litla stúlkan lá
þarna í bólinu, með einhverjar dmsl-
ur til að skýla sér við kuldanum,
máttvana af hungri, og hrakaði með
hverjum deginum. En aldrei sleppti
hún perlunni úr lófanum, jafnvel ekki
meðan hún svaf. Nokkrum dögum