Heimili og skóli - 01.02.1942, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI
9
síðar var mótstöðuþrek litla líkamans
þrotið. Einn morguninn, þegar hún
var að skoða perluna sína, með hrifn-
ingarbros á vörum, tók hún síðustu
andvörpin. En í dauðanum krepptust
fingur hennar utan um perluna. Og
ættingjarnir ákváðu að lofa litlu
stúlkunni að taka hana með sér í
gröfina. Líkið var grafið með perluna
í lófanum.
Ekkert ættingjanna vissi að litla
stúlkan, sem dó úr bjargarskorti og
volæði, hafði haft í höndum dýrgrip,
sem var átta þúsund sterlingspunda
virði, eða rúmlega tvö hundruð þús-
und íslenzkra króna. Þessi fjársjóður
var með henni grafinn. Fyrir andvirði
hans hefði hún sjálf getað öðlazt
heilsu og þrek og fjölskyldan öll
hvers kyns gæði. En þau héldu öll,
að perlan dýra væri ekkert annað en
fánýtt gler.
Þessi saga, sem hér er aðeins sögð
í stuttum útdrætti, talar sínu máli.
Við finnum til af hinum dapurlegu
örlögum þessa vesalings barns, sem
deyr af skorti, þrátt fyrir auðæfin í
höndunum. Þau gáfu henni aðeins þá
gleði, sem geislabrot perlunnar fögru
veittu. En finnum við ekki jafnvel
ennþá meira til með foreldrunum?
Við getur ekki vænzt þess, að óvita
barn þekkti verðmæti perlunnar. En
við gætum með sanngimi vænzt þess
að foreldrarnir hefðu séð það.
En — getur ekki einmitt þetta
beint huga okkar í aðra átt. Að því,
sem nú er að gerast í heiminum. Það
em margir bölsýnir á þessum tímum.
Þegar er víða búið að þylja eftirmæli
menningar allrar og mannúðar. —
Margir þykjast sjá fyrir hrun og eyð-
ingu hins hvíta kynstofns. Menn ótt-
ast, og kannske með fullum rökum,
að aðfarir nútímans muni kippa
mannkyninu aftur á bak, ekki kann-
ske um aldir, heldur jafnvel árþús-
undir. Og hverjir hafa ráðið? For-
ráðamenn menningarþjóðanna, þeir
sem stöðu sinnar vegna, menntunar
og gengis áttu að vera feður og for-
sjármenn þjóðanna, leiðsögumenn-
irnir. Og hver er orsökin? Fávizkan,
þekkingarleysið á því hvaða verð-
mæta mannkyninu beri að leita. Og
svo — meðan oddvitar stórþjóðanna
berast á banaspjótum um verðmæti
þessa heims, aukið landrými, meiri
námur og skilyrðislaus yfirráð fyrir
hinum minni máttar þjóðum, veslast
öll sönn velgengni, trú og menning
upp í höndunum á þeim.
Og þó hefir hinum hvíta kynstofni
fyrst allra kynslóða jarðar verið gef-
in perlan dýra, eina verðmætið, sem
leitt getur mannkynið til allrar heil-
brigði. Það gafst honum með heilagri
opinberun meistarans mikla frá
Nazaret. En nú er sá fjársjóður mis-
skilinn af flestum. Perlan dýra skoð-
uð eins og fánýtt gler.
En — er nú ástæða til að óttast að
þessi dýra perla, perla kristindómsins,
trúar og menningar, eigi að sæta
sömu örlögunum eins og perlan í
sögunni, að verða grafin með líki þess
menningartímabils, sem nú lítur út
fyrir að sé að líða undir lok? Komi
það fyrir, er það okkar sök, sem sjá-
um verðmæti hennar. En til þess að
svo verði ekki, þurfa allir að taka
höndum saman. Og þá fyrst og fremst