Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 14
10
HEIMILI OG SKÓLI
Hannes J. Magnússon: MÓÐU RMÁLIÐ.
Alvörumál
Gömul sögn hermir, að Friðrik
keisari II. hafi eitt sinn fengið löngun
til að vita hvernig þau börn færu að
gjöra sig skiljanleg hvort fyrir öðru,
sem aldrei ættu þess kost að heyra
móðurmál sitt, eða nokkurt annað
mál. Til þess að fá þessari löngun
sinni fullnægt, gaf hann út þá skipun,
að taka skyldi nokkur böm og ala
þau þannig upp, að þau fengju aldrei
að heyra nokkurt orð talað. Börnum
þessum voru fengnar fóstrur, er urðu
að lofa því hátíðlega, að tala aldrei
nokkurt orð svo að börnin heyrðu,
og gæta þess vandlega, að þeim bær-
þeir þrír aðiljar, sem þrinna saman
meginuppistöðuna í uppeldi kynslóð-
anna, heimilið, skólinn og kirkjan.
Vinni þeir saman að uppeldi vaxandi
og óborinnar æsku á þeim grundvelli
sem fræðarinn mesti, Jesús frá Naza-
ret lagði, þarf ekki að óttast um fram-
tíð hennar. Og því skyldi ekki gleymt
að á herðar æskulýðs allra tíma,
verða síðar lagðar byrðarnar. Honum
þarf því að skapa möguleikana til
þeirra krafta að geta borið þær. Það
geta aðeins þau heimili, þeir skólar
og sú kirkja, sem saman vinna að því
að búa hann í lífsbaráttuna þeim f jár-
munum, sem mölur og ryð ekki fær
grandað. Og þeir fjármunir eru and-
legs eðlis, trú, siðferði og sú þekking,
sem kann að greina milli góðs og ills,
og velur ætíð það, sem betra er.
ist aldrei til eyrna nokkurt talað orð.
Ekki máttu þær heldur sýna bömum
þessum nokkur ástarhót, aðeins full-
nægja hinum brýnustu þörfum
þeirra. A þennan hátt þóttist keisar-
inn vera viss að komast að hinu
sanna í þessu efni. En hann fékk
spurningu sinni aldrei svarað, því að
öll börnin dóu eftir mjög skamman
tíma, og segir söguritarinn, að þau
hafi ekki getað lifað við hina köldu
þögn, ekki getað lifað við það ástleysi
er þeim var þama búið. Þögnin og
hinn andlegi kuldi varð þeim að
bana.
Ef til vill er þetta þjóðsaga, en
hún býr þó yfir miklum og lærdóms-
ríkum sannindum, sem við hefðum
gott af að nema staðar við litla stund.
Hún sýnir fyrst og fremst hvílíkur
blessaður kynngikraftur það er, sem
móðirin leggur baminu til með ást-
úð sinni og umhyggju, og hún sýnir
einnig hvílík dásamleg uppspretta
menningar og þroska móðurmálið er
mannanna börnum.
Við kennarar, sem höfum tækifæri
til að kynnast hundmðum og þús-
undum af börnum, fáum þetta stað-
fest oft og mörgum sinnum, og hitt
líka, hvert andlegt tjón bamið bíður,
ef þessi þáttur uppeldisins, hin fyrsta
móðurmálskennsla, er vanræktur. —
Engir kennarar og ekkert skólanám
geta til fullnustu bætt það tjón, sem